Fara í innihald

Hekla

Hnit: 63°59′N 19°42′V / 63.983°N 19.700°V / 63.983; -19.700
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

63°59′N 19°42′V / 63.983°N 19.700°V / 63.983; -19.700

Hekla
Hekla frá Haga, Gnúpverjahreppi
Hekla frá Haga, Gnúpverjahreppi
Hæð 1.491 metrar yfir sjávarmáli
Staðsetning Rangárvallasýsla
Fjallgarður Enginn
Hekla eldstöðvakerfi merkt rautt á kortinu og megineldstöðin Hekla merkt með grænum þríhyrning. Gossprungur einning tilgreindar.
Toppur Heklu árið 1900.
Hekla séð frá Hellu.

Hekla er 1.491 m hár eldhryggur og er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi og gjarnan kölluð Drottning íslenskra eldfjalla.

Fjallið er í Rangárvallasýslu og sést víða að og er auðþekkjanlegt – eins og bátur á hvolfi með breiðar axlir og háan toppgíg. Síðast gaus Hekla í febrúar 2000. Þá var spáð fyrir um eldgosið 15 mínútum áður en það hófst.

Hekla er fremur ungt eldfjall og er meginhluti hennar, þ.e. allt háfjallið, talinn vera yngri en 7.000 ára. Fjallið stendur á fremur þykkri jarðskorpu þar sem Suðurlandsbrotabeltið og Suðurlandsgosbeltið mætast. Þarna er því mikil virkni í jarðskorpunni, spenna er hlaðinn í brotbeltinu en undir gosbeltinu liggja kvikuhólf og -þrær.

Allstór sprungurein er undir fjallinu sem bendir til þess að gosið hafi á gossprungum áður en fjallið hlóðst upp og kvikuhólf þess myndaðist. Þessi sprunga sést vel á yfirborðinu og hefur oft gosið úr henni, en þó líka úr öxl fjallsins, s.s. utan sprungunnar. Þessari Heklugjá tengjast fleiri gígar sem hafa gosið í áranna rás, sumir einu sinni, aðrir oftar.

Fjallið sker sig frá öðrum íslenskum eldfjöllum að því leyti að kvikuhólf hennar er mun dýpra en í öðrum fjöllum landsins, eða á um 11 km dýpi í jarðskorpunni.

Forsöguleg gos í Heklu[breyta | breyta frumkóða]

Einhver mestu hamfaragos á Íslandi áttu sér stað í Heklu fyrir 7000, 4500 og 2900 árum. Þá var gosvirkni í Heklu öðruvísi en nú er. Lengra leið á milli gosa og sprengivirkni þeirra var mun meiri, en eingöngu kom upp kísilrík (súr) gjóska og að öllum líkindum runnu engin hraun í þessum gosum. Ummerki um þessi gos má finna í formi gjóskulaga sem dreifðust yfir stóran hluta landsins, einkum í norðurátt.

Það var jarðfræðingurinn Sigurður Þórarinsson sem gaf þessum gjóskulögum nöfn og nefndi þau H5, H4 og H3, en af þeim er H3 mesta og útbreiddasta gjóskulagið. Ummerki hafa einnig fundist um fjórða sprengigosið sem líklega varð fyrir um 3500 árum en það er þó mörgum stærðargráðum minna en hin. Vikurinn frá þessu gosi nefndi Sigurður Þórarinsson upphaflega H2 þar sem hann taldi hann vera yngri en H3 gjóskuna. Síðar kom í ljós að svo var ekki og hefur vikurinn sem myndaðist í þessu gosi síðan gengið undir nafninu Selsundsvikurinn. Eina gos Heklu á sögulegum tíma sem sambærilegt er við þessi forsögulegu gos, er gosið árið 1104 sem einnig var sprengigos, en gjóskufallið frá því gosi lagði t.a.m. byggð í Þjórsárdal í eyði.

Gossaga Heklu á sögulegum tíma[breyta | breyta frumkóða]

Hekla hefur gosið árið 1104, 1158, 1206, 1222, 1300, 1341, 1389, 1510, 1597, 1636, 1693, 1766, 1845, 1947, 1970, 1980, 1991 og 2000.

Eldgos í Heklu

110411581206122213001341138915101597163616931766184519471970198019912000

Sögur tengdar Heklu[breyta | breyta frumkóða]

Mikil hjátrú hefur verið tengd fjallinu í gegnum aldirnar. Töldu menn lengst af að Hekla væri inngangur að helvíti eða jafnvel helvíti sjálft. Náttúrufræðingarnir Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson vildu afsanna þetta og voru fyrstir manna til að ganga á fjallið árið 1750.

Segir reyndar í Íslandslýsingu Odds Einarssonar að á 16.öld hafi hafi maður einn reynt uppgöngu en þegar hann sá hvernig umhorfs var á toppnum hafi hann orðið vitskertur og ekki lifað lengi eftir það.

Tjón í Heklugosum[breyta | breyta frumkóða]

  • Í heklugosinu 1104 eyddist öll byggð í Þjórsárdal og Hrunamannafrétti.
  • Þann 2. nóvember 1947 lést Steinþór Sigurðsson í Hekluhrauni, er hann var við rannsóknarstörf og kvikmyndaði hraunstraum. Valt þá glóandi hraunsteinn úr hraunbrúninni, hæfði Steinþór og lést hann samstundis.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

erlendir