Tortímandinn 2: Dómsdagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tortímandinn 2: Dómsdagur (e.Terminator 2: Judgment Day) er bandarísk kvikmynd frá árinu 1991, skrifuð framleidd og leikstýrt af leikstjóranum og handritshöfundinum James Cameron. Með aðalhlutverk fara Arnold Schwarzenegger, Linda Hamilton, Robert Patrick og Edward Furlong. Kvikmyndin er framhald myndarinnar Tortímandinn og sú önnur í kvikmyndaseríunni sem fjalla um líf og örlög John Connors og móður hans Söru Connor og baráttu þeirra við að bjarga mannkyninu úr klóm sjálfskapaðrar vélmannaógnar.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]