Hvíta-Rússland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Lýðveldið Hvíta-Rússland
Respublika Bielarus
Fáni Hvíta-Rússlands Skjaldarmerki Hvíta-Rússlands
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Við Hvít-Rússar
Staðsetning Hvíta-Rússlands
Höfuðborg Minsk
Opinbert tungumál hvítrússneska, rússneska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Alexander Lúkasjenkó
Forsætisráðherra Sjarhej Rumas
Sjálfstæði frá Sovétríkjunum
 - Yfirlýst 27. júlí 1990 
 - Viðurkennt 25. ágúst 1991 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
85. sæti
207.595 km²
0,26
Mannfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
87. sæti
9.457.000
46/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2012
146,745 millj. dala (60. sæti)
15.633 dalir (64. sæti)
VÞL Dark Green Arrow Up.svg 0.793 (50. sæti)
Gjaldmiðill hvítrússnesk rúbla
Tímabelti UTC +3
Þjóðarlén .by
Landsnúmer 375

Hvíta-Rússland (hvítrússneska: Белару́сь, Biełaruś; rússneska: Белару́сь - áður: Белору́ссия) er landlukt ríki í Austur-Evrópu. Það á landamæri að Póllandi í vestri, Litháen í norðvestri, Lettlandi í norðri, Rússlandi í austri og Úkraínu í suðri. Höfuðborg Hvíta-Rússlands er Minsk en aðrar stórar borgir eru Brest, Grodno, Gomel, Mogilev, Vitebsk og Bobruisk. Um þriðjungur landsins er þakinn skógi. Þjónusta og iðnaður eru helstu atvinnugreinar landsins.

Fram á 20. öld skiptist landið milli annarra ríkja eins og Furstadæmisins Polotsk, Stórhertogadæmisins Litháen og Rússneska keisaradæmisins. Eftir Rússnesku byltinguna lýsti Hvíta-Rússland yfir sjálfstæði sem Sovétlýðveldið Hvíta-Rússland sem varð fyrsta sambandslýðveldi Sovétríkjanna. Stór hluti af núverandi landamærum Hvíta-Rússlands urðu til þegar Sovétríkin gerðu innrás í Pólland árið 1939. Eftir herfarir Þjóðverja og Sovétmanna í Síðari heimsstyrjöld var landið sviðin jörð og hafði missti meira en þriðjung íbúanna. Landið byggðist hægt upp aftur eftir stríðið. Í kjölfar Tsjernóbylslyssins 1986 varð Hvíta-Rússland fyrir mikilli geislamengun. Landið lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1990 og tók upp nýja stjórnarskrá árið 1994. Í forsetakosningum það ár komst Alexander Lúkasjenkó til valda. Hann lengdi kjörtímabil forseta úr fimm árum í sjö og stjórn hans hefur síðan í vaxandi mæli orðið einræðisstjórn. Hvíta-Rússland er eina land Evrópu sem viðheldur dauðarefsingu.

Helstu útflutningsvörur Hvíta-Rússlands eru unnar olíuafurðir, áburður og landbúnaðarvélar. Atvinnulíf er miðstýrt og að stórum hluta í ríkiseigu. Stærstur hluti íbúa býr í borgum landsins. Um 60% aðhyllast einhvers konar trúarbrögð, aðallega rússneskan rétttrúnað, en lítill hluti aðhyllist rómversk-kaþólska trú. Yfir 70% íbúa tala rússnesku sem er annað opinbert tungumál landsins en aðeins rúm 10% tala hvítrússnesku.

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Hvíta-Rússland skiptist í sex héruð (вобласць) sem heita eftir höfuðstöðum sínum. Í hverju héraði er kjörið héraðsráð sem fer með löggjafarvald, og héraðsstjórn sem fer með framkvæmdavald. Formaður héraðsstjórnarinnar er skipaður af forseta landsins. Héruðin skiptast síðan í umdæmi (раён) sem árið 2002 voru 118 talsins, auk 102 bæja og 108 þéttbýlissvæða. Höfuðborgin Minsk skiptist í níu umdæmi og nýtur sérstakrar stöðu.

Héruð Hvíta-Rússlands

Héruð og höfuðstaðir:

  1. Brest-hérað (Brest)
  2. Homel-hérað (Homel)
  3. Hrodna-hérað (Hrodna)
  4. Mahilöu-hérað (Mahilöu)
  5. Minsk-hérað (Minsk)
  6. Vitebsk-hérað (Vitebsk)

Sérstakt stjórnsýsluumdæmi:

  1. Minsk
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.