Ötzi
Útlit

Ötzi, líka þekktur sem „ísmaðurinn Ötzi“, er frosin múmía sem tveir þýskir ferðamenn fundu í Ötztal Ölpunum (sem hann dregur nafn sitt af) á landamærum Ítalíu og Austurríkis árið 1991. Ötzi er talinn hafa lifað einhvern tíma á bilinu 3300-3100 f.o.t.[1] Hann var með alls konar hluti á sér sem höfðu varðveist í ísnum; til dæmis skó og föt úr leðri, hníf, öxi úr kopar, boga og margt fleira.
Ötzi er talinn hafa verið 1,60 metri á hæð, um 50 kg að þyngd, og um 45 ára gamall þegar hann lést.[2][3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Bonani, Georges; Ivy, Susan D.; Hajdas, Irena; Niklaus, Thomas R.; Suter, Martin (1994). „Ams 14 C Age Determinations of Tissue, Bone and Grass Samples from the Ötztal Ice Man“. Radiocarbon (enska). 36 (2): 247–250. Bibcode:1994Radcb..36..247B. doi:10.1017/S0033822200040534. ISSN 0033-8222.
- ↑ Carroll, Rory (26. september 2000), „Iceman is defrosted for gene tests: New techniques may link Copper Age shepherd to present-day relatives“, The Guardian
- ↑ „Mummy Melodrama: Top 9 Secrets About Otzi the Iceman“. Live Science. Future plc. 9. nóvember 2012. Sótt 30. maí 2023.