25. desember
Útlit
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
25. desember er 359. dagur ársins (360. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 6 dagar eru eftir af árinu. Jóladagur hjá kaþólikkum og mótmælendum, þar sem haldið er upp á fæðingu Krists.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 800 - Leó 3. páfi krýndi Karlamagnús keisara, sem markar upphaf hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1000 - Stefán 1. varð konungur Ungverjalands og kristnaði Ungverja.
- 1013 - Sveinn tjúguskegg var krýndur Englandskonungur.
- 1046 - Klemens 2. varð páfi.
- 1100 - Baldvin 1. varð konungur Jerúsalem.
- 1130 - Anakletus 2. mótpáfi krýndi Hróðgeir 2. konung Sikileyjar.
- 1252 - Kristófer 1. var krýndur Danakonungur í dómkirkjunni í Lundi.
- 1287 - Eiríkur menved var krýndur konungur Danmerkur.
- 1385 - Eiríkur Guðmundsson og Guðmundur Ormsson fóru að Þórði Jónssyni góðamanni á jólanótt og drápu hann.
- 1402 - Á Grenjaðarstað kom fólk saman og hét á guð og Maríu mey „mót þeirri ógurlegu drepsótt sem þá fór vestur eftir landinu“ segir í Grímsstaðaannál.
- 1406 - Jóhann 2. varð konungur Kastilíu.
- 1559 - Píus 4. (Giovanni Angelo Medici) var kjörinn páfi.
- 1630 - Svíar sigruðu her keisara hins Heilaga rómverska ríkis í orrustunni við Marwitz.
- 1926 - Hirohito varð keisari Japans.
- 1940 - Ungmennafélagið Leiknir stofnað á Fáskrúðsfirði.
- 1976 - Flugvél frá Egypt Air hrapaði við Bangkok með þeim afleiðingum að 50 létust.
- 1978 - Víetnam hóf stórsókn gegn Rauðum kmerum í Kambódíu.
- 1979 - Stríð Sovétmanna í Afganistan: Fyrstu herdeildir sovéthersins héldu inn í Afganistan.
- 1980 - Fyrsti hluti sjónvarpsmyndarinnar Paradísarheimtar eftir Halldór Laxness var frumsýndur.
- 1986 - Flutningaskipið Suðurland sökk á milli Íslands og Noregs aðfaranótt þessa dags eftir að hafa fengið á sig brotsjó laust fyrir miðnætti á aðfangadagskvöldi. Sex fórust en fimm björguðust. Seint að kvöldi þessa dags fórst breska flutningaskipið Syneta við Skrúðinn og fórust allir skipverjar, tólf að tölu.
- 1989 - Nicolae Ceausescu og konan hans, Elena, voru tekin af lífi í Rúmeníu.
- 1991 - Mikhaíl Gorbatsjev sagði af sér sem aðalritari sovéska kommúnistaflokksins. Afsögnin markaði endalok Sovétríkjanna.
- 1996 - Barnafegurðardrottningin JonBenét Ramsey var myrt í kjallara húss foreldra sinna í Boulder Kóloradó.
- 1996 - Líbískt flutningaskip rakst á vélbát með fjölda flóttafólks um borð. 283 drukknuðu í þessu mannskæðasta sjóslysi Miðjarðarhafsins frá lokum Síðari heimsstyrjaldar.
- 2000 - Eldsvoðinn í Luoyang: 309 létust í eldsvoða í verslunarmiðstöð í Kína.
- 2009- Nígeríumaður tengdur Al-Kaída reyndi að sprengja sprengju í flugi frá Amsterdam til Detroit.
- 2009 - Kínverski baráttumaðurinn Liu Xiaobo var dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir niðurrifsstarfsemi.
- 2010 - Eiturlyfjabaróninn Pedro Oliveiro Guerrero var skotinn til bana af Kólumbíuher.
- 2016 - Rússnesk flugvél með 93 um borð, þar á meðal 64 tónlistarmenn úr hljómsveit og kór rauða hersins, hrapaði í Svartahaf.
- 2021 - James Webb-geimsjónaukinn var sendur út í geim með Ariane 5-geimflaug frá Evrópsku geimferðastofnuninni.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1583 - Orlando Gibbons, enskt tónskáld (d. 1625).
- 1642 - Isaac Newton, enskur eðlisfræðingur (d. 1727).
- 1821 - Clara Barton, fyrsti forseti bandaríska Rauða krossins. (d. 1912).
- 1899 - Humphrey Bogart, bandarískur leikari (d. 1957).
- 1902 - Barton MacLane, bandarískur leikari (d. 1969).
- 1918 - Ahmed Ben Bella, fyrsti forseti Alsír (d. 2012).
- 1918 - Anwar Sadat, forseti Egyptalands (d. 1981).
- 1924 - Moktar Ould Daddah, fyrsti forseti Máritaníu (d. 2003).
- 1924 - Atal Bihari Vajpayee, 10. forsætisráðherra Indlands (d. 2018).
- 1927 - Ram Narayan, indverskur tónlistarmaður.
- 1932 - Michihiro Ozawa, japanskur knattspyrnuleikari.
- 1949 - Sissy Spacek, bandarísk leikkona.
- 1954 - Annie Lennox, skosk söngkona.
- 1957 - Shane MacGowan, írskur söngvari (d. 2023).
- 1961 - Ghislaine Maxwell, bresk yfirstéttarkona.
- 1971 - Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
- 1973 - Tadatoshi Masuda, japanskur knattspyrnuleikari.
- 1984 - Georgia Moffett, ensk leikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 795 - Hadríanus 1., páfi.
- 1156 - Sörkvir eldri, Svíakonungur.
- 1385 - Þórður Jónsson helgi (Þórður góðimaður).
- 1820 - Joseph Fouché, franskur stjórnmálamaður (f. 1763).
- 1938 - Karel Čapek, tékkneskur rithöfundur (f. 1890).
- 1973 - İsmet İnönü, tyrkneskur stjórnmálamaður (f. 1884).
- 1977 - Charlie Chaplin, breskur leikari (f. 1889).
- 1980 - Marcel Langiller, franskur knattspyrnumaður (f. 1908).
- 1983 - Joan Miró, spænskur myndlistarmaður (f. 1893).
- 2000 - Willard Van Orman Quine, bandarískur heimspekingur (f. 1908).
- 2006 - James Brown, bandarískur söngvari (f. 1933).
- 2016 - George Michael, enskur songvari (f. 1963).
- 2018 - Nancy Roman, bandarískur stjörnufræðingur (f. 1925).