10. ágúst
Jump to navigation
Jump to search
10. ágúst er 222. dagur ársins (223. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 143 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 955 - Orrustan við Lechfeld.
- 1250 - Eiríkur plógpeningur Danakonungur drepinn og líki hans hent í fjörðinn Skien í Slésvík.
- 1316 - Síðari orrustan um Athenry: Yfir 5000 manns féllu og Normannar náðu aftur yfirráðum á Írlandi.
- 1351 - Arngrímur Brandsson var vígður ábóti í Þingeyraklaustri.
- 1519 - Ferdinand Magellan lagði af stað frá Sevilla með þrjú skip í hnattsiglingu sína. Eftir fimm vikna bið í Sanlúcar de Barrameda hélt leiðangurinn loks af stað frá Spánarströndum 20. september.
- 1539 - Frans 1. Frakkakonungur undirritaði Villers-Cotterêts-tilskipunina, réttarbót þar sem meðal annars var mælt fyrir um að öll opinber gögn í Frakklandi skyldu vera á frönsku.
- 1539 - Fógeti konungs Diðrik frá Mynden var drepinn ásamt fylgdarliði sínu í Skálholti.
- 1628 - Sænska skipinu Vasa hvolfdi í jómfrúrferð sinni.
- 1641 - Karl 1. Englandskonungur flúði frá London til norðurhluta Englands.
- 1675 - Karl 2. Englandskonungur lagði hornstein að Konunglegu stjörnuathugunarstöðinni í Greenwich.
- 1678 - Stríði Frakklands og Hollands lauk með Nijmegen-samningunum.
- 1779 - Rasmus Lievog hóf veðurathuganir á Álftanesi, sem voru með þeim fyrstu á Íslandi. Hann skráði athuganir sínar fjórum sinnum á sólarhring í sex ár.
- 1801 - Landsyfirréttur tók til starfa og kom að nokkru leyti í stað Alþingis, sem lagt var niður.
- 1899 - Norska knattspyrnufélagið Viking Fotballklubb var stofnað í Stafangri.
- 1930 - Fyrsta sjúkraflug á Íslandi flaug Súlan er sjúkur piltur var fluttur úr Kjósinni til Reykjavíkur. Vélin lenti á Meðalfellsvatni í Kjós.
- 1975 - Guðlaug Þorsteinsdóttir varð fyrsti kvenskákmeistari Norðurlanda aðeins fjórtán ára gömul.
- 1977 - David Berkowitz („sonur Sams“) var handtekinn í New York.
- 1979 - Metsöluplata Michael Jackson, Off the Wall, kom út í Bandaríkjunum.
- 1979 - Jaime Roldós Aguilera var kosinn forseti Ekvador.
- 1984 - Bjarni Friðriksson varð í þriðja sæti og hlaut því bronsverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum í Los Angeles í Bandaríkjunum.
- 1985 - Hafnarfjarðarganga haldin í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum.
- 1987 - Sænsk-svissneska véltæknifyrirtækið ABB varð til við sameiningu Asea og Brown Boveri.
- 1988 - Stríði Íraks og Írans lauk með friðarsamningum.
- 1989 - Colin Powell varð fyrsti þeldökki forseti herráðs sameinaðs herafla Bandaríkjanna.
- 1990 - Fyrra Persaflóastríðið: 12 arabaríki samþykktu beitingu herliðs til að verja Sádí-Arabíu.
- 1991 - Keflavíkurganga á vegum herstöðvaandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 1992 - Ríkisstjórn Ítalíu hóf harðar aðgerðir gegn sikileysku mafíunni með því að senda 7000 hermenn til Sikileyjar og flytja 100 mafíuforingja í öryggisfangelsi á sardinísku eyjunni Asinara.
- 1992 - Ríkisstjórn Bretlands bannaði vopnaða sambandssinnahópinn Ulster Defence Association sem hafði starfað löglega í 10 ár.
- 1995 - Tveir tengdasynir Saddams Hussein flúðu frá Írak til Jórdaníu þar sem þeir sóttu um hæli.
- 2000 - Ferenc Mádl varð forseti Ungverjalands.
- 2001 - Skæruliðar UNITA réðust á járnbrautarlest í Angóla og myrtu 252 farþega.
- 2002 - Frjálshyggjufélagið var stofnað á Íslandi.
- 2005 - Bandaríska olíufyrirtækið Chevron Corporation eignaðist Union Oil Company of California.
- 2007 - Bandaríska kvikmyndin Transformers var frumsýnd.
- 2011 - Bandaríska kvikmyndin Húshjálpin var frumsýnd.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 1267 - Jakob 2., konungur Aragóníu (d. 1327).
- 1267 - Lárentíus Kálfsson, Hólabiskup (d. 1331).
- 1296 - Jóhann 1. blindi, konungur Bæheims (d. 1346).
- 1397 - Albert 2., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1439).
- 1810 - Camillo Benso greifi af Cavour, ítalskur stjórnmálamaður (d. 1861).
- 1865 - Andreas Heusler, svissneskur miðaldafræðingur (d. 1940).
- 1874 - Herbert Hoover, Bandaríkjaforseti (d. 1964).
- 1886 - Jóhannes Birkiland, íslenskur rithöfundur (d. 1961).
- 1935 - Giya Kancheli, georgískt tónskáld.
- 1947 - Ian Anderson, breskur tónlistarmaður.
- 1951 - Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu og handhafi friðarverðlauna Nóbels.
- 1960 - Antonio Banderas, spænskur leikari.
- 1962 - Siv Friðleifsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1962 - Halldór Björnsson, íslenskur leikari.
- 1962 - Ragna Sigurðardóttir, íslensk myndlistarkona.
- 1962 - Suzanne Collins, bandarískur rithöfundur.
- 1968 - Tsuyoshi Kitazawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Daijiro Takakuwa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1975 - İlhan Mansız, tyrkneskur knattspyrnumaður og skautadansari.
- 1986 - Kazuma Watanabe, japanskur knattspyrnumaður.
- 1991 - Dagný Brynjarsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 1241 - Elinóra, mærin fagra af Bretagne (f. um 1184).
- 1250 - Eiríkur plógpeningur Danakonungur (f. 1216).
- 1559 - Christoffer Huitfeldt, hirðstjóri á Íslandi (f. um 1501).
- 1637 - Johann Gerhard, þýskur lútherskur kirkjuleiðtogi (f. 1582).
- 1673 - Jón Arason í Vatnsfirði, íslenskt skáld (f. 1606).
- 1759 - Ferdínand 6., konungur Spánar 1713).
- 1864 - Ehrenreich Christopher Ludvig Moltke, stiftamtmaður yfir Íslandi (f. 1790).
- 1959 - Jens Eyjólfsson, íslenskur byggingameistari (f. 1879).
- 1980 - Gareth Evans, breskur heimspekingur (f. 1946).
- 2008 - Isaac Hayes, bandarískur tónlistarmaður (f. 1942).