Fara í innihald

Exxon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Exxon-byggingin í New York.

Exxon var vöruheiti sem fyrirtækið Exxon Corporation notaðist við frá 1973. Exxon Corporation hét áður Standard Oil New Jersey og hafði notast við Esso-vörumerkið (S.O. = Standard Oil) þótt aðrir arftakar Standard Oil Company, sem var leyst upp árið 1911, mótmæltu því. Í ríkjum þar sem notkun Esso var bönnuð notaði fyrirtækið vörumerkin Enco eða Humble. Þann 1. janúar 1973 tók Exxon-vörumerkið við af öllum þremur innan Bandaríkjanna en Esso var áfram notað utanlands.

Árið 1989 flutti fyrirtækið höfuðstöðvar sínar frá New York-borg til Irving í Texas og seldi Exxon-bygginguna og Rockefeller Center. Árið 1999 sameinuðust Exxon og Mobil (áður Standard Oil of New York) og mynduðu ExxonMobil.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.