Fara í innihald

Ásta Laufey Jóhannesdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ásta Laufey Jóhannesdóttir (14. ágúst 19061. nóvember 1991) var reykvísk íþróttakona og afreksmanneskja á sviði sundíþróttarinnar.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Ásta var fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir Jóhannesar Magnússonar kaupmanns og Dóróteu Þórarinsdóttur. Hún iðkaði sund með Sundfélaginu Ægi. Þann 4. ágúst 1928, þreytti hún fyrst kvenna Viðeyjarsund milli Viðeyjar og Reykjavíkur. Áður höfðu Erlingur Pálsson og Benedikt G. Waage unnið slíkt afrek.