Fara í innihald

Stofnfiskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stofnfiskur er íslenskt fyrirtæki sem var stofnað árið 1991 er vísinda- og þekkingarfyrirtæki á sviði fiskeldis, einkum er varðar kynbætur fiska. Upphaflega var mest áhersla lögð á kynbætur fyrir hafbeit en samfara því var hafinn undirbúningur að kynbótum fyrir laxeldi með vali á stofnum.[1] Síðustu árin hefur mest áhersla verið lögð á sölu hrogna og ráðgjafarþjónustu til laxeldis. Fyrirtækið stefnir að því að geta ávallt boðið fiskeldi góðan efnivið sem tekur framförum á hverju ári. Áhersla er lögð á að nýta til fullnustu þá tækni að geta stýrt hrygningartíma og er þannig komið til móts við þarfir hverrar eldisstöðvar með tilliti til afhendingartíma á hrognum. Það eykur afköst stöðvanna, lækkar seiðaverð og skilar betri árangri í eldi.[2] Stofnfiskur er stærsti framleiðandi á Íslandi á laxahrognum. Fyrirtækið er leiðandi í kynbótarannsóknum fyrir fiskeldi en býður einnig upp á hrognaframleiðslu, kynbætur fyrir fiskeldi, rannsóknir og ráðgjöf.er íslenskt fyrirtæki sem er stærsti framleiðandi á Íslandi á laxahrognum.[3]

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.