15. apríl
Útlit
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
15. apríl er 105. dagur ársins (106. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 260 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1448 - Marcellus de Niveriis var skipaður Skálholtsbiskup. Hann kom þó aldrei til landsins.
- 1638 - Síðustu leifar Shimabarauppreisnarinnar í Japan voru sigraðar af her sjógunsins.
- 1654 - Westminster-sáttmálinn sem batt enda á Fyrsta stríð Englands og Hollands var undirritaður.
- 1683 - Kristján 5., konungur Danmerkur, skrifaði undir Dönsku lögbókina.
- 1687 - Norsku lög Kristjáns 5. voru lögtekin.
- 1755 - Samuel Johnson gaf út orðabók sína, sem hann hafði unnið að í níu ár.
- 1785 - Skálholtsskóli var lagður niður og biskupsstóll fluttur til Reykjavíkur samkvæmt úrskurði konungs.
- 1803 - Reykjavík varð sérstakt lögsagnarumdæmi. Fyrsti bæjarfógetinn var Rasmus Frydensberg.
- 1892 - Fyrirtækið General Electric var stofnað í Bandaríkjunum.
- 1912 - Farþegaskipið Titanic sökk í fyrstu ferð sinni frá Englandi til Bandaríkjanna eftir árekstur við ísjaka suðaustur af Nýfundnalandi.
- 1955 - Fyrsti McDonalds-veitingastaðurinn opnaði í Des Plaines í Illinois, Bandaríkjunum.
- 1960 - Heildverslunin Íslensk Ameríska var stofnuð á Íslandi.
- 1967 - Um 250 þúsund Bandaríkjamenn mótmæltu Víetnamstríðinu í New York í Bandaríkjunum.
- 1977 - Jón L. Árnason varð íslandsmeistari í skák aðeins sextán ára gamall.
- 1979 - Sterkur jarðskjálfti upp á 7.0 stig á Richter lagði borgina Budva í Svartfjallalandi í rúst.
- 1981 - Fyrsta Coca Cola-verksmiðjan í Kína hóf starfsemi.
- 1983 - Disneyland í Tókýó var opnað.
- 1984 - Dagur æskunnar var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í Róm á Ítalíu.
- 1985 - Banni við giftingum fólks af ólíkum kynþætti var aflétt í Suður-Afríku.
- 1986 - Bandarískar flugvélar vörpuðu sprengjum á líbýsku borgirnar Trípólí og Benghazi vegna stuðnings Líbýustjórnar við hryðjuverk.
- 1989 - Hillsborough-slysið: 96 stuðningsmenn Liverpool F.C. létust í troðningi á leik liðsins við Nottingham Forest F.C.
- 1990 - Mikið hættuástand skapaðist þegar eldur kom upp í ammoníakstanki Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Eldurinn var fljótlega slökktur.
- 1991 - Evrópubandalagið aflétti viðskiptabanni sínu á Suður-Afríku.
- 1994 - Umbjóðendur 124 ríkja auk ESB-ríkjanna skrifuðu undir Marrakesssamninginn sem kvað á um grundvallarbreytingar á GATT-samningnum og stofnun Alþjóðaviðskiptastofnuninnar.
- 1999 - Forsetakosningar fóru fram í Alsír og Abdelaziz Bouteflika var kjörinn forseti.
- 2000 - „Leyniskápurinn“ með erótískum minjum frá Pompeii og Herculaneum var opnaður í Minjasafni Napólí eftir aldalanga lokun.
- 2002 - Vefurinn Fótbolti.net var stofnaður á Íslandi.
- 2002 - 129 létust þegar Air China flug 129 hrapaði í Suður-Kóreu.
- 2005 - Síðasti bílaframleiðandinn í breskri eigu, MG Rover, varð gjaldþrota.
- 2006 - Bosnísk-bandaríski rithöfundurinn Semir Osmanagić hélt því fram að hann hefði uppgötvað 14.000 ára gamla píramída í Bosníu.
- 2006 - Borgarastyrjöldinni í Búrúndí lauk.
- 2008 - 65 létust í hryðjuverkaárásum í Baquba og Ramadi í Írak.
- 2009 - Óeirðalögregla réðist inn í hús sem hústökufólk hafði lagt undir sig við Vatnsstíg í Reykjavík og handtók 22.
- 2010 - Kraftlyftingasamband Íslands var stofnað.
- 2013 - Tvær sprengjur sprungu í Bostonmaraþoninu með þeim afleiðingum að 3 létust og 264 særðust.
- 2015 - Nokia eignaðist franska símtæknifyrirtækið Alcatel-Lucent.
- 2017 - Yfir 120 létust þegar árás var gerð á bílalest með flóttafólk við Aleppó í Sýrlandi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1452 - Leonardo da Vinci, ítalskur listamaður og uppfinningamaður (d. 1519).
- 1469 - Nanak, síkagúrú (d. 1539).
- 1642 - Súleiman 2. Tyrkjasoldán (d. 1691).
- 1646 - Kristján 5. Danakonungur (d. 1699).
- 1684 - Katrín 1. keisaraynja Rússlands (d. 1727).
- 1692 - Halldór Brynjólfsson, Hólabiskup (d. 1752).
- 1707 - Leonhard Euler, svissneskur stærðfræðingur (d. 1783).
- 1768 - Tómas Klog, íslenskur læknir (d. 1824).
- 1797 - Adolphe Thiers, franskur stjórnmálamaður (d. 1877).
- 1810 - Brynjólfur Pétursson, lögfræðingur og einn Fjölnismanna (d. 1851).
- 1817 - Benjamin Jowett, enskur fornfræðingur (d. 1893).
- 1858 - Émile Durkheim, franskur félagsfræðingur (d. 1917).
- 1867 - Bjarni Sæmundsson, íslenskur náttúrufræðingur (d. 1940).
- 1877 - W.D. Ross, skoskur heimspekingur (d. 1971).
- 1899 - Lára miðill (d. 1971).
- 1901 - Óskar Gíslason, íslenskur kvikmyndagerðarmaður (d. 1990).
- 1910 - Miguel Najdorf, pólskur skákmaður (d. 1997).
- 1912 - Kim Il-sung, leiðtogi Norður-Kóreu (d. 1994).
- 1920 - Richard von Weizsäcker, þýskur stjórnmálamaður (d. 2015).
- 1930 - Vigdís Finnbogadóttir, 4. forseti Íslands.
- 1931 - Tomas Tranströmer, sænskt skáld (d. 2015).
- 1944 - Kunishige Kamamoto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1951 - Choei Sato, japanskur knattspyrnumaður.
- 1960 - Filippus Belgíukonungur.
- 1961 - Carol W. Greider, bandarískur sameindalíffræðingur og nóbelsverðlaunahafi.
- 1963 - Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir, íslensk myndlistarkona.
- 1964 - Ari Matthíasson, íslenskur leikari.
- 1965 - Skúli Helgason, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1976 - Seigo Narazaki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Seth Rogen, kanadískur leikari.
- 1983 - Merik Tadros, bandarískur leikari.
- 1983 - Dudu Cearense, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1990 - Emma Watson, ensk leikkona.
- 1992 - Amy Diamond, sænsk söngkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 69 - Otho, keisari Rómar framdi sjálfsvíg.
- 1558 - Roxelana, eiginkona Súleimans mikla (f. í kringum 1502–04).
- 1641 - Domenico Zampieri, ítalskur listmálari (f. 1581).
- 1761 - Archibald Campbell, 3. hertogi af Argyll, skoskur stjórnmálamaður (f. 1682).
- 1764 - Madame de Pompadour, frönsk aðalskona (f. 1721).
- 1835 - Cristóbal Bencomo y Rodríguez, spænskur prestur (f. 1758).
- 1865 - Abraham Lincoln, Bandaríkjaforseti (f. 1809).
- 1866 - Magnús Stephensen, íslenskur sýslumaður (f. 1797).
- 1916 - Jónas Guðlaugsson, íslenskt skáld (f. 1887).
- 1925 - Fritz Haarmann, þýskur raðmorðingi (f. 1879).
- 1942 - Robert Musil, austurrískur rithöfundur (f. 1880).
- 1953 - Knud Zimsen, borgarstjóri Reykjavíkur (f. 1875).
- 1972 - Frank H. Knight, bandarískur hagfræðingur (f. 1885).
- 1980 - Jean-Paul Sartre, heimspekingur, rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi 1964 (f. 1905).
- 1990 - Greta Garbo, sænsk leikkona (f. 1905).
- 1994 - Kristján frá Djúpalæk, íslenskt skáld (f. 1916).
- 1997 - Aatami Kuortti, ingermanlenskur prestur (f. 1903).
- 1998 - Pol Pot, leiðtogi rauðu khmeranna í Kambódíu (f. 1925).
- 2001 - Jörundur Þorsteinsson, knattspyrnudómari og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1924).
- 2010 - Jack Herer, bandarískur aðgerðasinni (f. 1939).
- 2011 - Ingólfur Margeirsson, íslenskur blaðamaður og rithöfundur (f. 1948).
- 2015 - Tadahiko Ueda, japanskur knattspyrnumaður (f. 1947).
- 2018 - R. Lee Ermey, bandarískur leikari (f. 1944).