4. ágúst
Útlit
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
4. ágúst er 216. dagur ársins (217. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 149 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1265 - Orrustan við Evesham: Hinrik 3. Englandskonungur og Játvarður sonur hans unnu sigur á liði uppreisnarmanna undir forystu Simon de Montfort. De Montfort og elsti sonur hans, Henry, féllu báðir.
- 1578 - Orrustan við Al Kasr al Kebir: Márar unnu sigur á Portúgölum í Norður-Afríku. Sebastían 1. Portúgalskonungur féll í orrustunni. Aldraður frændi hans, Hinrik kardínáli, tók við ríkjum en afleiðingin varð erfðadeila í Portúgal.
- 1704 - Enskar og hollenskar sveitir hertóku Gíbraltar.
- 1903 - Giuseppe Melchiorre Sarto varð Píus 10. páfi.
- 1907 - Ungmennafélag Íslands var stofnað og var fyrsti formaður þess Jóhannes Jósefsson.
- 1914 - Fyrri heimsstyrjöldin: Þýskaland réðist á Belgíu. Í kjölfarið lýsti Bretland yfir stríði við Þýskaland. Bandaríkin lýstu yfir hlutleysi.
- 1928 - Ásta Jóhannesdóttir synti frá Viðey til Reykjavíkur. Sundið tók tæpar tvær klukkustundir og er um fjórir kílómetrar.
- 1944 - Gestapómenn ruddust inn í fylgsni fjölskyldu Anne Frank í húsi Önnu Frank og handtóku alla sem þar höfðust við.
- 1947 - Hæstiréttur Japans var stofnaður.
- 1972 - Idi Amin tilkynnti að allir asískir verkamenn með bresk vegabréf yrðu að hverfa frá Úganda innan þriggja mánaða.
- 1974 - Italicus-sprengjan: Sprengja sprakk um borð í lest á milli Flórens og Bologna. 12 létust.
- 1977 - Orkustofnun Bandaríkjanna var stofnuð.
- 1977 - Sprengjumaðurinn frá Gladsaxe sprengdi sína fyrstu sprengju í símaklefa í Kaupmannahöfn.
- 1979 - Stokkhólmsmaraþonið var hlaupið í fyrsta skipti.
- 1983 - Thomas Sankara varð forseti Efri-Volta.
- 1984 - Efri-Volta tók upp nafnið Búrkína Fasó.
- 1984 - Sovéski kafbáturinn K-278 Komsomolets setti heimsmet í djúpköfun þegar hann náði 1020 metra dýpi.
- 1991 - Skemmtiferðaskipið MTS Oceanos sökk undan strönd Suður-Afríku. Öllum um borð var bjargað.
- 1993 - Alríkisdómari dæmdi tvo lögreglumenn frá Los Angeles í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á réttindum Rodney King.
- 1995 - Króatíuher hóf Stormaðgerðina gegn Króatíuserbum í Krajinahéraði.
- 1997 - 185.000 bílstjórar hjá United Parcel Service fóru í verkfall.
- 1998 - Afríkustríðið mikla hófst í Kongó.
- 2006 - Blóðbaðið í Muttur: 17 hjálparstarfsmenn voru myrtir í bænum Muttur á Srí Lanka.
- 2007 - Reykingabann tók gildi á almannafæri í Slóveníu.
- 2007 - NASA sendi geimfarið Fönix út í geiminn.
- 2018 - Forseti Venesúela, Nicolás Maduro, slapp ómeiddur frá tilræði sem gert var með drónum sem báru sprengihleðslur.
- 2019 - Sprengingin í Kaíró 2019: Bíll ók á þrjá aðra bíla og olli sprengingu sem kostaði 20 manns lífið.
- 2019 - Skotárásin í Dayton 2019: Tíu létust, þar á meðal árásarmaðurinn, og 27 særðust í skotárás í Dayton, Ohio.
- 2020 – Að minnsta kosti 135 manns létu lífið í tveimur sprengingum ammóníumnítrats í höfninni í Beirút.
- 2021 - Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya fékk pólitískt hæli í Póllandi.
- 2022 - Alþýðulýðveldið Kína hóf miklar heræfingar í kringum Taívan sem svar við umdeildri heimsókn Nancy Pelosi, forseta Bandaríkjaþings, þangað tveimur dögum fyrr.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1804 - Karl Friedrich Hermann, þýskur fornfræðingur (d. 1855).
- 1805 - William Rowan Hamilton, írskur stærðfræðingur (d. 1865).
- 1859 - Knut Hamsun, norskur rithöfundur (d. 1952).
- 1900 - Elísabet drottningarmóðir (d. 2002).
- 1901 - Louis Armstrong, bandarískur jazztónlistarmaður (d. 1971).
- 1912 - Raoul Wallenberg, sænskur athafnamaður og erindreki (talinn af 1947).
- 1928 - Flóra Kádár, ungversk leikkona (d. 2002).
- 1941 - Árni Ragnar Árnason, íslenskur stjórnmálamaður (d. 2004).
- 1949 - Magnús Kjartansson, íslenskur myndlistarmaður (d. 2006).
- 1952 - Moya Brennan, írsk þjóðlagasöngkona.
- 1953 - Ástþór Magnússon, íslenskur athafnamaður.
- 1953 - Hiroyuki Usui, japanskur knattspyrnumaður.
- 1955 - Steingrímur J. Sigfússon, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1955 - Billy Bob Thornton, bandarískur leikari.
- 1956 - Luigi Negri, ítalskur stjórnmálamaður.
- 1958 - Edvaldo Oliveira Chaves, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1960 - José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar.
- 1961 - Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
- 1961 - Pumpuang Duangjan, taílensk söngkona (d. 1992).
- 1962 - Lori Lightfoot, borgarstjóri Chicago.
- 1964 - Sebastian Roché, franskur leikari.
- 1981 - Meghan, hertogaynja af Sussex.
- 1983 - Fábio Gomes da Silva, brasilískur stangarstökkvari.
- 1985 - Antonio Valencia, knattspyrnumaður frá Ekvador.
- 1983 - Greta Gerwig, bandarísk leikkona og leikstjóri.
- 1985 - Mark Milligan, ástralskur knattspyrnumaður.
- 1992 - Dylan og Cole Sprouse, bandarískir leikarar.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1060 - Hinrik 1. Frakkakonungur (f. 1008).
- 1306 - Venseslás 3., konungur Bæheims (f. 1289).
- 1526 - Juan Sebastián Elcano, baskneskur landkönnuður (f. 1476).
- 1578 - Sebastían 1., konungur Portúgals (f. 1554).
- 1796 - Hannes Finnsson, biskup í Skálholti (f. 1739).
- 1816 - Hallgrímur Þorsteinsson, prestur á Hrauni og Steinsstöðum í Öxnadal, faðir Jónasar Hallgrímssonar, drukknaði í Hraunsvatni (f. 1776).
- 1828 - Lauritz Knudsen, danskur kaupmaður (f. 1779).
- 1875 - H.C. Andersen, danskur rithöfundur (f. 1805).
- 1918 - Jónas Jónasson frá Hrafnagili, íslenskur prestur og þjóðfræðasafnari (f. 1856).
- 1922 - Enver Pasja, tyrkneskur herforingi (f. 1881).
- 1948 - Mileva Marić, serbneskur stærðfræðingur (f. 1875).
- 1968 - Þórarinn Kr. Eldjárn, íslenskur bóndi (f. 1886).
- 1982 - Bruce Goff, bandarískur arkitekt (f. 1904).
- 1986 - Egill Holmboe, norskur nasisti (f. 1896).
- 1990 - Norman Malcolm, bandarískur heimspekingur (f. 1911).
- 1997 - Jeanne Calment, langlífasta kona heims að talið er (f. 1875).
- 2007 - Lee Hazlewood, bandarískur kántrýsöngvari (f. 1929).
- 2011 - Naoki Matsuda, japanskur knattspyrnumaður (f. 1977).