Paragvæ

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
República del Paraguay
Tetã Paraguái
Fáni Paragvæ Skjaldarmerki Paragvæ
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Paz y justicia
(spænska: Friður og réttlæti)
Þjóðsöngur:
Paraguayos, República o Muerte
Staðsetning Paragvæ
Höfuðborg Asúnsjón
Opinbert tungumál spænska, gvaraní
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Mario Abdo Benítez
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
60. sæti
406.750 km²
2,3
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
104. sæti
6.800.284
14,2/km²
VLF (KMJ) áætl. 2013
 - Samtals 53,123 millj. dala (95. sæti)
 - Á mann 6.758 dalir (115. sæti)
Gjaldmiðill gvaraní
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .py
Landsnúmer 595

Paragvæ er landlukt land í Suður-Ameríku með landamæriArgentínu í suðri og suðvestri, Brasilíu í norðaustri og Bólivíu í norðvestri. Heiti þess er dregið af nafni Paragvæfljóts sem rennur í gegnum mitt landið frá norðri til suðurs. Landið er stundum kallað „hjarta Ameríku“ vegna legu þess í miðri álfunni.

Gvaraníar höfðu búið í landinu í a.m.k. þúsund ár áður en Spánverjar komu þangað árið 1516. Spænski landkönnuðurinn Juan de Salazar de Espinosa stofnaði borgina Asúnsjón árið 1537. Landið varð miðstöð fyrir trúboð Jesúíta meðal frumbyggja á svæðinu. Árið 1811 lýsti landið yfir sjálfstæði frá Spáni. Árið 1814 komst einræðisherrann José Gaspar Rodríguez de Francia til valda og ríkti til dauðadags 1840. Stjórn hans einkenndist af einangrunarstefnu og efnahagslegri verndarstefnu. Eftir lát hans var Paragvæ undir herforingjastjórnum. Paragvæstríðið braust út 1864 milli Paragvæ og bandalags Úrúgvæ, Brasilíu og Argentínu. Í stríðinu féllu milli 60 og 70% íbúa Paragvæ og ríkið neyddist til að láta Argentínu og Brasilíu eftir um 140.000 km² landsvæði. Á 20. öld var landið undir herforingjastjórnum, síðast undir forsæti Alfredo Stroessner sem ríkti frá 1954 til 1989. Fyrstu frjálsu þingkosningar í landinu voru haldnar 1993. Eftir aldamótin 2000 hefur verið mikill hagvöxtur í Paragvæ sem náði hámarki, 14,5%, árið 2010.

Langflestir íbúa landsins búa í suðausturhlutanum, þar af nærri þriðjungur í eða við höfuðborgina, Asúnsjón. Frumbyggjamálið gvaraní er útbreiddara en spænska en bæði málin eru opinber tungumál landsins. Efnahagur Paragvæ byggist aðallega á landbúnaði, einkum sojabaunaræktun og nautgriparækt. Paragvæ er fjórði stærsti sojabaunaframleiðandi heims. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt undanfarin ár er talið að milli 30 og 50% íbúa landsins búi við fátækt.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.