31. maí
Útlit
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2024 Allir dagar |
31. maí er 151. dagur ársins (152. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 214 dagar eru eftir af árinu. Þennan dag er reyklausi dagurinn um allan heim.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1325 - Ísabella Englandsdrottningu undirritaði í Frakklandi friðarsamning við Karl bróður sinn fyrir hönd manns síns, Játvarðar 2., en neitaði svo að snúa aftur og gerði uppreisn gegn manni sínum.
- 1564 - Danir sigruðu Svía í sjóorrustu norðan við Öland.
- 1653 - Innósentíus 10. páfi fordæmdi Jansenisma sem villutrú með páfabullunni Cum occasione.
- 1659 - Holland, England og Frakkland gerðu með sér Hagsáttmálann.
- 1669 - Samuel Pepys ritaði síðustu færsluna í dagbók sína.
- 1677 - Danir undir forystu Niels Juel unnu sigur á Svíum í sjóorrustu milli Femern og Warnemünde.
- 1735 - Ásgrímur Böðvarsson kleif stærri Lóndranginn á Snæfellsnesi í fyrsta sinn.
- 1909 - Hornsteinn var lagður að byggingu heilsuhælis fyrir berklaveika á Vífilsstöðum.
- 1910 - Suður-Afríkusambandið var stofnað af Bretum.
- 1921 - Fjöldamorðin í Tulsa hófust með árás hvítra borgarbúa Tulsa á íbúðahverfi blökkumanna í borginni.
- 1935 - Bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox var stofnað.
- 1952 - Skemmtigarðurinn Efteling var stofnaður í Hollandi.
- 1961 - Suður-Afríka varð lýðveldi í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu meðal hvíta minnihlutans.
- 1962 - Sambandsríki Vestur-Indía var formlega lagt niður.
- 1970 - Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi.
- 1970 - Jarðskjálftinn í Ancash olli skriðu sem færði bæinn Yungay í Perú í kaf. 47.000 manns létust.
- 1971 - Útlagastjórn í Indlandi lýsti formlega yfir stofnun ríkisins Bangladess.
- 1973 - Heimsmálafundur haldinn á Kjarvalsstöðum: Richard Nixon Bandaríkjaforseti og Georges Pompidou Frakklandsforseti ræddu málin. Með í för voru Henry Kissinger og Valéry Giscard d'Estaing.
- 1973 - Nixon-Pompidou mótmælin haldin í Reykjavík.
- 1976 - Universidade Estadual de Feira de Santana var stofnaður í Brasilíu.
- 1976 - Sýrlendingar hófu þátttöku í borgarastyrjöldinni í Líbanon.
- 1981 - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Bókasafnið í Jaffna var brennt til grunna.
- 1985 - 41 skýstrokkur gekk yfir Ohio í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að 77 létust.
- 1986 - Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi.
- 1986 - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1986 hófst í Mexíkó.
- 1988 - Fyrsti Reyklausi dagurinn var haldinn hátíðlegur um allan heim.
- 1989 - Sex félagar í Byltingarhreyfingunni Túpac Amaru í Perú myrtu átta homma og klæðskiptinga á bar í borginni Tarapoto.
- 1990 - Karmelítaklaustrið í Hafnarfirði varð 50 ára. Í tilefni þess var klaustrið opnað fyrir forseta Íslands, biskupi og fleiri gestum.
- 1991 - Alþingi kom í fyrsta sinn saman í einni deild. Það hafði starfað í tveimur deildum í 116 ár.
- 1991 - Ákvörðun Dwyer dómara í máli 13 umhverfissamtaka gegn vegalagningarverkefni í Norðvesturhluta Norður-Ameríku varð til þess að varðveita gamla skóga og breyta efnahagslífi svæðisins til frambúðar.
- 1997 - Sambandsbrúin, lengsta brú heims yfir ísilagt hafsvæði, var opnuð milli Eyju Játvarðs prins og Nýju-Brúnsvíkur í Kanada.
- 2002 - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2002 hófst í Suður-Kóreu og Japan.
- 2006 - Sænska lögreglan réðist inn á skrifstofur The Pirate Bay um alla Svíþjóð og handtók forsvarsmenn vefsins.
- 2008 - Geimskutlan Discovery flutti japanska rannsóknarstöð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
- 2009 - Dalai Lama kom í heimsókn til Íslands.
- 2010 - Níu aðgerðasinnar úr Frelsisflotanum létust í átökum við Ísraelsher þegar þeir reyndu að rjúfa einangrun Gasastrandarinnar.
- 2013 - Stærsti skýstrokkur sem mælst hefur, El Reno-skýstrokkurinn, gekk yfir El Reno í Bandaríkjunum.
- 2015 - Ný rússnesk lög gengu í gildi sem heimiluðu stjórn landsins að reka burt erlend og alþjóðleg samtök sem ekki hefðu opinbert leyfi til að starfa í landinu.
- 2017 - 90 létust þegar bílasprengja sprakk í Kabúl í Afganistan.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1443 - Lafði Margrét Beaufort, móðir Hinriks 7. Englandskonungs (d. 1509).
- 1469 - Manúel 1. Portúgalskonungur (d. 1521).
- 1613 - Jóhann Georg 2. kjörfursti af Saxlandi (d. 1680).
- 1656 - Marin Marais, franskt tónskáld og víóluleikari (d. 1728).
- 1807 - Sr. Hjörleifur Guttormsson, íslenskur prestur (d. 1887).
- 1819 - Walt Whitman, bandarískt skáld (d. 1892).
- 1843 - Kristján Eldjárn Þórarinsson, íslenskur prestur (d. 1917).
- 1857 - Píus 11. páfi (d. 1939).
- 1879 - Pétur Zóphóníasson, íslenskur ættfræðingur (d. 1946).
- 1887 - Saint-John Perse, franskt skáld (d. 1975).
- 1911 - Maurice Allais, franskur hagfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 2010).
- 1923 - Rainier 3. fursti af Mónakó (d. 2005).
- 1930 - Clint Eastwood, bandariskur leikari og leikstjori.
- 1939 - Haraldur Sigurðsson, íslenskur jarðfræðingur.
- 1940 - Michael Frede, þýskur heimspekingur (d. 2007).
- 1943 - Sharon Gless, bandarísk leikkona.
- 1948 - John Bonham, enskur trommuleikari (d. 1980).
- 1950 - Edgar Savisaar, eistneskur stjórnmálamaður.
- 1950 - Jón Ásbergsson, íslenskur framkvæmdastjóri.
- 1963 - Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
- 1965 - Brooke Shields, bandarísk leikkona.
- 1969 - Benedikt Erlingsson, íslenskur leikari.
- 1971 - Róbert Marshall, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1972 - Frode Estil, norskur skíðamaður.
- 1977 - Eric Christian Olsen, bandarískur leikari.
- 1977 - Katrín Jónsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1984 - Arilíus Marteinsson, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 455 - Petronius Maximus, Rómarkeisari (f. um 396).
- 1246 - Ísabella af Angoulême, Englandsdrottning, kona Jóhanns landlausa (f. 1188).
- 1321 - Birgir Magnússon Sviakonungur (f. 1280).
- 1410 - Marteinn 1. Aragóníukonungur (f. 1356).
- 1495 - Cecily Neville, móðir Játvarðs 4. og Ríkharðs 3. Englandskonunga (f. 1415).
- 1594 - Tintoretto, ítalskur listmálari (f. 1518).
- 1680 - Joachim Neander, þýskt sálmaskáld (f. 1650).
- 1704 - Helga Halldórsdóttir, prestfrú í Selárdal (f. 1617)
- 1740 - Friðrik Vilhjálmur 1., konungur Prússlands (f. 1688).
- 1809 - Joseph Haydn, austurrískt tónskáld (f. 1732).
- 1962 - Adolf Eichmann, þýskur SS-foringi (f. 1906).
- 1963 - Edith Hamilton, bandarískur fornfræðingur (f. 1868).
- 1977 - Neco, brasilískur knattspyrnumaður (f. 1895).
- 1981 - Giuseppe Pella, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1902).
- 2009 - George Tiller, bandarískur læknir (f. 1941).