21. júní
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | |
2023 Allir dagar |
21. júní er 172. dagur ársins (173. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 193 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 1377 - Ríkharður 2. tók við sem Englandskonungur.
- 1529 - Orrustan við Landriano: Frans 1. Frakkakonungur beið ósigur fyrir her Karls 5. keisara.
- 1621 - 27 tékkneskir aðalsmenn voru teknir af lífi á torgi í Prag vegna þátttöku sinnar í orrustunni við Hvítafjall.
- 1809 - Jörundur hundadagakonungur og Samuel Phelps komu til Reykjavíkur á skipinu Margaret & Anne.
- 1926 - Jón Helgason biskup fékk að gjöf gullkross með keðju frá prestum landsins, en hann varð sextugur þennan dag. Krossinn skyldi vera embættistákn og ganga til eftirmanna hans á biskupsstóli.
- 1940 - Síðari heimsstyrjöldin: Frakkar gáfust upp fyrir Þjóðverjum.
- 1942 - Síðari heimsstyrjöldin: Þjóðverjar sigruðu í orrustunni um Tobruk í Líbýu og hertóku borgina.
- 1959 - Sigurbjörn Einarsson guðfræðiprófessor var vígður til biskups yfir Íslandi og gegndi hann því embætti til 1981.
- 1963 - Giovanni Battista Enrico Antonio Maria Montini varð Páll 6. páfi.
- 1964 - Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 1966 - Um 140 lögregluþjónar skemmtu Reykvíkingum með söng af tröppum Menntaskólans í Reykjavík, en haldið var mót norrænna lögreglukóra.
- 1970 - Brasilía vann Heimsbikarkeppnina í knattspyrnu með 4-1 sigri á Ítalíu.
- 1973 - Stofnaður var þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum frá Dettifossi og niður fyrir Ásbyrgi. Þjóðgarðurinn er um 150 ferkílómetrar að stærð.
- 1980 - Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar]-, Óðal feðranna, var frumsýnd.
- 1985 - Fáni Grænlands var dreginn upp í fyrsta sinn.
- 1986 - Íþróttamiðstöðin í Laugardal í Reykjavík var tekin í notkun og við það tækifæri var afhjúpuð stytta af Gísla Halldórssyni fyrrum forseta ÍSÍ.
- 1989 - Breska lögreglan handtók 250 manns sem héldu upp á sumarsólstöður við Stonehenge.
- 1990 - Manjil-Rudbar-jarðskjálftinn í Íran: Tugir þúsunda létust og hundruð þúsunda urðu heimilislaus.
- 1991 - Perlan í Öskjuhlíð var vígð.
- 1991 - Norska námufyrirtækið Sulitjelma gruber var lagt niður.
- 1999 - Fartölvan iBook frá Apple kom út.
- 2000 - Síðari Suðurlandsskjálftinn reið yfir. Hann mældist 6,6 á Richter.
- 2001 - Lengsta járnbrautarlest heims, 682 flutningavagnar með járngrýti, ók milli Newman og Port Hedland í Ástralíu.
- 2002 - Bandaríska teiknimyndin Lilo og Stitch var frumsýnd.
- 2004 - Scaled Composites SpaceShipOne: SpaceShipOne varð fyrsta einkarekna fyrirtækið sem kom geimflugvél út í geim.
- 2008 - Filippeysku farþegaferjunni Princess of the Stars hvolfdi með þeim afleiðingum að 800 fórust.
- 2009 - Maður olli miklu tjóni þegar hann ók á fimm hurðir á byggingu slökkviliðsins í Skógarhlíð og gekk berserksgang.
- 2009 - Grænland fékk aukna sjálfsstjórn. Grænlenska varð opinbert tungumál.
- 2017 - Liðsmenn Íslamska ríkisins eyðilögðu Stórmosku al-Nuris í Mósúl, Írak.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 356 f.Kr. - Alexander mikli
- 1002 - Leó 9. páfi (d. 1054).
- 1226 - Boleslás 5. konungur Póllands (d. 1279).
- 1527 - Filippus 2. Spánarkonungur (d. 1598).
- 1528 - María keisaradrottning, dóttir Karls 5. keisara og kona Maxímilíans 2. keisara (d. 1603).
- 1663 - Björn Þorleifsson biskup á Hólum.
- 1774 - Daniel Tompkins, bandarískur stjórnmálamaður (d. 1825).
- 1866 - Jón Helgason, íslenskur biskup (d. 1942).
- 1896 - Anne Holtsmark, norskur textafræðingur (d. 1974).
- 1905 - Jean-Paul Sartre, heimspekingur, rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1980).
- 1920 - Ron Lewin, enskur knattspyrnumaður (d. 1985).
- 1925 - Giovanni Spadolini, ítalskur stjórnmálamaður (d. 1994).
- 1944 - Ray Davies, söngvari í bresku hljómsveitinni The Kinks.
- 1944 - Tony Scott, breskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1947 - Shirin Ebadi, íranskur lögfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi.
- 1953 - Benazir Bhutto, pakistönsk stjórnmálakona (d. 2007).
- 1954 - Már Guðmundsson, íslenskur hagfræðingur.
- 1956 - Michel Platini, franskur knattspyrnumaður.
- 1961 - Joko Widodo, forseti Indónesíu.
- 1965 - Lana Wachowski, bandarískur leikstjóri.
- 1966 - Katsuo Kanda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1970 - Ásgeir Jónsson, íslenskur hagfræðingur.
- 1973
- Zuzana Čaputová, forseti Slóvakíu.
- Juliette Lewis, bandarísk leikkona.
- 1979 - Chris Pratt, bandarískur leikari.
- 1982
- Vilhjálmur Bretaprins (sonur Karls Bretaprins og eiginkonu hans Díönu).
- Albert Rocas, spænskur handknattleiksmaður.
- 1983 - Edward Snowden, bandarískur tölvunarfræðingur.
- 1985 - Kazuhiko Chiba, japanskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Abubaker Kaki Khamis, súdanskur hlaupari.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 1305 - Venseslás 2., konungur Bæheims og Póllands (f. 1271).
- 1359 - Eiríkur Magnússon Svíakonungur (f. 1339).
- 1377 - Játvarður 3., Englandskonungur.
- 1527 - Niccolò Machiavelli, ítalskur heimspekingur, rithöfundur og stjórnmálamaður (f. 1469).
- 1631 - John Smith, landnemi í Jamestown (f. 1580).
- 1908 - Nikolaí Rimskí-Korsakov, rússneskt tónskáld (f. 1844).
- 1970 - Sukarno, forseti Indónesíu (f. 1901).
- 1992 - Joan Fuster, katalónskur rithöfundur (f. 1922).
- 2001 - John Lee Hooker, bandarískur blústónlistarmaður (f. 1912).