Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Höfuðstöðvar dómsmálaráðuneytisins eru í Robert F. Kennedy-byggingunni í Washington D.C.

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna (enska: United States Department of Justice, skammstafað DOJ eða einfaldlega Justice Department) er bandarískt alríkisráðuneyti sem fer með framkvæmd laga og umsýslu dómskerfis Bandaríkjanna líkt og dómsmálaráðuneyti gera í öðrum löndum. Ráðuneytið var stofnað í forsetatíð Ulysses S. Grant árið 1870. Fyrstu árin barðist ráðuneytið hatrammlega gegn Ku Klux Klan með ákærum gegn meðlimum samtakanna. Með lögum um millifylkjaverslun árið 1887 fékk ráðuneytið löggæsluhlutverk á alríkisstigi. Árið 1891 voru fyrstu alríkisfangelsin stofnuð og árið 1908 var Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) stofnuð.

Ráðuneytið heyrir undir dómsmálaráðherra Bandaríkjanna (Attorney General). Innan þess starfar einnig alríkislögmaður Bandaríkjanna (Solicitor General) sem fer með mál þar sem alríkisstjórnin er málsaðili.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.