Hong Kong

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
中華人民共和國香港特別行政區
Hong Kong Special Administrative Region of the People's Republic of China
Fáni Hong Kong Skjaldamerki Hong Kong
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
ekkert
Þjóðsöngur:
Þjóðsöngur Kína
Staðsetning Hong Kong
Höfuðborg *
Opinbert tungumál enska og kínverska (kantónska)
Stjórnarfar Flokksræði

Stjórnarformaður Carrie Lam
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
169. sæti
1.104 km²
4,6
Mannfjöldi
 - Samtals (2010)
 - Þéttleiki byggðar
97. sæti
7.097.600
6.429/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2005
227.000 millj. dala (40. sæti)
32.294 dalir (11. sæti)
Gjaldmiðill Hong Kong-dalur (HKD)
Tímabelti UTC+8
Þjóðarlén .hk
Landsnúmer 852

Hong Kong er borg í Kínverska alþýðulýðveldinu. Borgin hefur umtalsvert sjálfstæði sem sérstakt sjálfstjórnarhérað í Kína. Í Hong Kong ríkir markaðshagkerfi sem er með þeim frjálslyndustu í heimi. Borgin var áður leigunýlenda undir stjórn Breta en stjórn hennar fluttist til Kína 1. júlí 1997 undir stefnunni „ein stjórn, tvö kerfi“. Hong Kong á stjórnarskrárbundinn rétt til mikils sjálfræðis, þar á meðal eigin lagakerfis, eigin gjaldmiðils, eigin tollalaga og rétt til að gera alþjóðasamninga, svo sem um flugumferð og innflytjendur. Einungis varnarmál og alþjóðasamskipti eru í höndum stjórnarinnar í Peking.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Uppruni Hong Kong[breyta | breyta frumkóða]

Nafn svæðisins, sem upprunalega var stafað He-Ong-Kong árið 1780[1] vísaði upprunalega í víkina milli Aberdeen eyjar og syðri strandar Hong Kong eyjar. Aberdeen var staðurinn þar sem breskir sjómenn mættu fiskimönnum frá svæðinu.[2] Talið er að nafngiftin vísi í kantónskan framburð á ilmandi höfn eða reykelsis-höfn: hēung góng. Ilmurinn gæti verið vísun í reykelsisverksmiðjur norður Kowloon en reykelsið var geymt nærri Aberdeen höfn áður en Victoria höfn tók við hlutverki hennar. Önnur kenning er sú að nafnið komi frá Hoong-Keang, rauða strauminum sem vísar í hvernig jarðvegurinn á eyjunni litaði fossa hennar.

Fyrir ópíumstríðin[breyta | breyta frumkóða]

Fyrst er vitað um mannabyggð við Hong Kong fyrir um 6000 árum síðan.[3] Svæðið var tilheyrði Baiyue ættbálkunum þar til Qin-veldið sigraði þá í stuttan tíma. Síðan réði forn-víetnamska konungdæmið Nanyue svæðinu þar til Han-veldið hertók það.[4] Eftir það var Hong Kong undir stjórn ýmissa kínverskra keisaravelda og konungdæma, saltframleiðsla, perluveiðar og viðskipti döfnuðu þar til Song keisarahirðin flúði undan mongólum á 13. öld og setti upp höfuðstöðvar sínar á Lantau-eyju og síðar Kowloon borgar, (sem öll eru hluti af Hong Kong í dag). Song veldið var svo endanlega sigrað af mongólum í bardaganum við Yamen og eftir það fór Hong Kong undir Yuan-veldið.[5] Flóttamenn undan mongólum juku mjög íbúa svæðisins sem glataði svo mikilvægi sínu þegar mongólar hertóku það og síðar Ming og Qing veldin tóku við. Fyrstu evrópubúarnir til að versla á svæðinu voru Portúgalar, en portúgalski könnuðurinn Jorge Alvarez heimsótti svæðið 1513.[6] Portúgalar settu svo síðar upp bækistöðvar sínar í hinni nærliggjandi Makaó.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Empson, Hal (1992). Mapping Hong Kong: A Historical Atlas. Government Information Services. OCLC 29939947.
  2. Bishop, Kevin; Roberts, Annabel (1997). China's Imperial Way. Odyssey Publications. ISBN 978-962-217-511-2.
  3. Meacham, William (1999). "Neolithic to Historic in the Hong Kong Region". Indo-Pacific Prehistory Association Bulletin. 18 (2): 121–128. eISSN 0156-1316.
  4. Keat, Ooi Gin (2004). Southeast Asia: A Historical Encyclopedia. ABC-CLIO. ISBN 978-1-57607-770-2.
  5. Barber, Nicola (2004). Hong Kong. Gareth Stevens. ISBN 978-0-8368-5198-4.
  6. Porter, Jonathan (1996). Macau, the Imaginary City: Culture and Society, 1557 to the Present. Westview Press. ISBN 978-0-8133-2836-2.