20. október
Jump to navigation
Jump to search
20. október er 293. dagur ársins (294. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 72 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 1728 - Gífurlegur bruni hófst í Kaupmannahöfn og geysaði eldurinn í 3 daga. Fjöldi húsa brann til grunna. Mikill hluti bókasafns Árna Magnússonar, fornfræðings og bókasafnara, fórst í eldinum en megninu af skinnhandritum tókst að bjarga.
- 1905 - Svonefndur Landsdómur stofnaður, en hlutverk hans er að taka fyrir og dæma í málum þar sem ráðherra brýtur af sér í stjórnarathöfnum.
- 1905 - Konungur undirritaði lög um stofnun Kleppsspítala í Reykjavík.
- 1951 - Stærsta varðskip, sem íslenska þjóðin hafði eignast, kom til landsins og hlaut nafnið Þór.
- 1977 - Flugvél hljómsveitarinnar Lynyrd Skynyrd hrapaði í Mississippi. Meðal þeirra sem létust í slysinu voru söngvarinn Ronnie Van Zant, gítarleikarinn Steve Gaines og bakraddasöngkonan Cassie Gaines.
- 1989 - Borgarleikhúsið í Reykjavík var vígt með mikilli viðhöfn. Húsið, sem er yfir tíu þúsund fermetrar að grunnfleti, hafði verið 13 ár í byggingu. Í því eru tveir salir, 570 sæta og 270 sæta.
- 1999 - SkjárEinn hóf sjónvarpsútsendingar.
- 2004 - Fyrsta útgáfa stýrikerfisins Ubuntu, sem byggir á Linux, leit dagsins ljós.
- 2006 - Íslenska kvikmyndin Mýrin var frumsýnd.
- 2011 - Arabíska vorið: Borgarastyrjöldinni í Líbíu lauk þegar Muammar Gaddafi var drepinn í fæðingarbæ sínum Sirte og hersveitir Þjóðarráðs Líbíu náðu þar yfirráðum.
- 2011 - ETA, aðskilnaðarsamtök herskárra Baska sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis að samtökin væru endanlega hætt vopnaðri baráttu.
- 2012 - Haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir Ísland.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 1616 - Thomas Bartholin, danskur læknir og stærðfræðingur (d. 1680).
- 1632 - Christopher Wren, enskur arkitekt (d. 1723).
- 1854 - Arthur Rimbaud, franskt skáld (d. 1891).
- 1859 - John Dewey, bandarískur heimspekingur (d. 1952).
- 1886 - Svafa Þórleifsdóttir, íslenskur ritstjóri og skólastjóri (d. 1978).
- 1902 - Tryggvi Emilsson, íslenskur rithöfundur (d. 1993).
- 1946 - Elfriede Jelinek, austurrískur rithöfundur.
- 1950 - Tom Petty, bandarískur tónlistarmaður.
- 1954 - María Sigurðardóttir, íslensk leikkona.
- 1956 - Danny Boyle, enskur kvikmyndaleikstjori.
- 1958 - Viggo Mortensen, bandarískur leikari.
- 1963 - Julie Payette, kanadískur geimfari og landstjóri.
- 1964 - Kamala Harris, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1971 - Dannii Minogue, áströlsk söngkona.
- 1971 - Snoop Dogg, bandarískur rappari.
- 1979 - Guðmundur Steinarsson, íslenskur knattspyrnumaður .
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 1938 - Þorsteinn Gíslason, íslenskt skáld (f. 1867).
- 1964 - Herbert Hoover, bandaríkjaforseti (f. 1874).
- 1980 - Stefán Jóhann Stefánsson, ráðherra (f. 1894).
- 1984 - Paul Dirac, nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði (f. 1902).
- 1987 - Andrej Kolmogorov, rússneskur stærðfræðingur (f. 1903).