9. mars
Útlit
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
9. mars er 68. dagur ársins (69. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 297 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1152 - Friðrik barbarossa var krýndur keisari.
- 1309 - Klemens 5. páfi flutti aðsetur páfa til Avignon.
- 1497 - Nikulás Kópernikus gerði fyrstu skráðu stjörnuathugun sína.
- 1573 - Sautján fiskibátar með 53 mönnum fórust undan Hálsahöfn í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu.
- 1607 - Vasilíj Sjúiskíj afturkallaði réttindi bænda sem falski Dimítríj 2. hafði veitt þeim.
- 1685 - 132 menn af ellefu skipum fórust í snöggu áhlaupsveðri, sem gengið hefur undir nafninu Góuþrælsveðrið. Skipin voru frá Stafnesi og Vestmannaeyjum.
- 1796 - Napoleon Bonaparte giftist fyrstu konu sinni, Josephine de Beauharnais.
- 1831 - Lúðvík Filippus Frakkakonungur stofnaði frönsku útlendingaherdeildina.
- 1839 - Kökustríðinu lauk þegar Frakkar drógu herlið sitt frá Mexíkó.
- 1862 - Fyrsti bardagi á milli tveggja brynvarinna skipa, Monitor og Virginia, var háður í Bandaríkjunum og lauk með jafntefli.
- 1945 - Síðari heimsstyrjöld: Japanir ákváðu að leggja allt Indókína undir sig.
- 1950 - Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt sína fyrstu tónleika í Austurbæjarbíói og telst hún stofnuð þennan dag.
- 1957 - Jarðskjálfti af stærðargráðunni 9,1 varð á Aleúteyjum.
- 1977 - Hanafiumsátrið: Um tugur meðlima Hanafihreyfingarinnar tóku 130 gísla og drápu einn í þremur byggingum í Washington DC.
- 1983 - Anne Gorsuch Burford sagði af sér sem yfirmaður Bandarísku umhverfisstofnunarinnar vegna ásakana um fjármálaóreiðu.
- 1986 - Kafarar Bandaríkjaflota fundu stjórnklefa geimskutlunnar Challenger með líkum allra geimfaranna sjö.
- 1987 - Plata U2 The Joshua Tree kom út.
- 1989 - Sovétríkin gengust undir lögsögu Alþjóðadómstólsins.
- 1990 - Lögregla lokaði af hverfið Brixton í Suður-London eftir mótmælaöldu vegna nýs nefskatts.
- 1991 - Tugþúsundir mótmæltu stjórn Slobodan Milosevic í Belgrad.
- 1992 - Alþýðulýðveldið Kína undirritaði Samning um að dreifa ekki kjarnavopnum.
- 1997 - Bandaríski rapparinn The Notorious B.I.G. var myrtur í Los Angeles.
- 2002 - Mont Blanc-göngin voru opnuð aftur eftir 3 ára lokun.
- 2006 - Geimfarið Cassini-Huygens uppgötvaði goshveri á tungli Satúrnusar, Enkeladosi.
- 2007 - Byggingu nýja Wembley-leikvangsins lauk.
- 2008 - Evrópska geimferðastofnunin sendi fyrsta ómannaða flutningafarið með varning til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
- 2015 - Frönsku íþróttamennirnir Camille Muffat, Florence Arthaud og Alexis Vastine, fórust í þyrluslysi við upptökur á þættinum Dropped í Argentínu.
- 2018 - Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, þáði boð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, um leiðtogafund til að ræða kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.
- 2020 – Ítalía tók upp útgöngubann á landsvísu vegna COVID-19.
- 2022 – Yoon Suk-yeol var kjörinn forseti Suður-Kóreu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1213 - Húgó 4., hertogi af Búrgund, franskur krossfari (d. 1271).
- 1454 - Amerigo Vespucci, ítalskur landkönnuður (d. 1512).
- 1564 - David Fabricius, hollenskur stjörnufræðingur (d. 1617).
- 1629 - Alexis 1. Rússakeisari (d. 1676).
- 1707 - Guðríður Gísladóttir, biskupsfrú í Skálholti, kona Finns Jónssonar biskups (d. 1766).
- 1806 - Páll Pálsson, íslenskur bókbindari (d. 1877).
- 1814 - Taras Sjevtjenko, úkraínskt skáld (d. 1861).
- 1833 - Sigurður Guðmundsson málari (d. 1874).
- 1888 - Sigurjón Pétursson á Álafoss (d. 1955).
- 1890 - Vjatsjeslav Molotov, sovéskur stjórnmálamaður (d. 1986).
- 1906 - Plácido Galindo, perúskur knattspyrnumaður (d. 1988).
- 1918 - George Lincoln Rockwell, stofnandi Ameríska Nasistaflokksins (d. 1967).
- 1934 - Júrí Gagarín, fyrsti geimfarinn, (sovéskur). Hann fórst í flugslysi 1968.
- 1938 - Lill-Babs, sænsk söngkona (d. 2018).
- 1942 - John Cale, velskur tónlistarmaður.
- 1943 - Bobby Fischer, bandarískur skákmaður og fyrrum heimsmeistari í skák (d. 2008).
- 1945 - Guðjón Friðriksson, íslenskur sagnfræðingur.
- 1949 - Nicholas Crafts, enskur sagnfræðingur.
- 1957 - Mona Sahlin, sænskur stjórnmálamaður.
- 1964 - Herbert Fandel, þýskur knattspyrnudómari.
- 1965 - Mike Pollock, bandarískur leikari.
- 1978 - Lucas Neill, ástralskur knatsspyrnumaður.
- 1980 - Matthew Gray Gubler, bandarískur leikari.
- 1983 - Clint Dempsey, bandarískur knattspyrnumaður.
- 1993 - Junya Ito, japanskur knattspyrnuleikari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1202 - Sverrir Sigurðsson, Noregskonungur (f. um 1151).
- 1332 - Snorri Narfason, lögmaður á Skarði.
- 1648 - Halldór Jónsson hertekni, íslenskur bóndi (f. 1586).
- 1661 - Mazarin kardináli, franskur stjórnmálamaður (f. 1602).
- 1791 - Björn Markússon, lögmaður sunnan og austan (f. 1716).
- 1847 - Mary Anning, breskur steingervingasafnari (f. 1799).
- 1888 - Vilhjálmur 1., Þýskalandskeisari (f. 1797).
- 1916 - Símon Dalaskáld, íslenskt skáld (f. 1844).
- 1952 - Aleksandra Kollontaj, sovésk stjórnmálakona og erindreki (f. 1872).
- 1961 - Friðrik Friðriksson, íslenskur prestur og æskulýðsfrömuður (f. 1868).
- 1964 - Paul von Lettow-Vorbeck, þýskur herforingi (f. 1870).
- 1975 - María Maack, íslensk hjúkrunarkona (f. 1889).
- 1981 - Max Delbrück, þýskur og bandarískur sameindaerfðafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1906).
- 1994 - Kjartan Ólafsson, íslenskur rithöfundur (f. 1905).
- 2003 - Bernard Dowiyogo, nárúskur stjórnmálamaður (f. 1946).
- 2004 - Albert Mol, hollenskur leikari (f. 1917).
- 2011 - Valgerður Hafstað, íslenskur myndlistarmaður (f. 1930).
- 2015 - Florence Arthaud, frönsk siglingakona (f. 1957).