22. júní
Útlit
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
22. júní er 173. dagur ársins (174. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 192 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 168 f.Kr. - Rómverjar sigruðu Makedóníumenn í orrustunni við Pydna.
- 431 - Kirkjuþingið í Efesos dæmdi Nestoríos patríarka í Konstantínópel sekan um villutrú.
- 1372 - Englendingar biðu ósigur fyrir sameinuðum flota Frakka og Kastilíumanna í orrustunni við La Rochelle.
- 1483 - Ríkharður lýsti því yfir að hann yrði konungur Englands þar sem Játvarður 5. væri óskilgetinn.
- 1593 - Her Heilaga rómverska ríkisins vann sigur á her Ottómanaveldisins í orrustunni við Sisak í Króatíu. Þar með stöðvaðist sókn Tyrkja inn í Mið-Evrópu í bili en bardaginn markaði upphaf Langa stríðsins svonefnda.
- 1633 - Galileo Galilei neyddist til að taka aftur sólmiðjukenningu sína opinberlega fyrir Rannsóknarréttinum í Róm.
- 1636 - Herstjóraveldið í Japan bannaði allar ferðir Japana til og frá landinu. Bannið gilti til ársins 1853.
- 1671 - Tyrkjaveldi lýsti Póllandi stríð á hendur.
- 1679 - James Scott hertogi af Monmouth vann sigur á sáttmálamönnum í orrustunni við Bothwell Brig.
- 1815 - Napóleon Bónaparte sagði af sér öðru sinni. Fjögurra ára sonur hans, Napóleon 2., var keisari í tvær vikur, til 7. júlí.
- 1897 - Viktoría Bretadrottning fagnaði sextíu árum á valdastóli.
- 1919 - Þjóðabandalagið var stofnað í París með því að 44 ríki undirrituðu stofnsáttmála þess.
- 1919 - Bandamannaleikarnir settir París með þátttöku fjölda íþróttamanna.
- 1939 - Hitamet var sett á Teigarhorni í Berufirði: Mesti mældur hiti á Íslandi frá upphafi mælinga, 30,5°C.
- 1941 - Þýskaland hóf innrás í Sovétríkin.
- 1955 - Bandaríska teiknimyndin Hefðarfrúin og umrenningurinn var frumsýnd.
- 1970 - Led Zeppelin lék á tónleikum í Laugardalshöll á Íslandi.
- 1977 - Hópferðabíll valt í Biskupstungum og lá við stórslysi. Í bílnum voru 46 farþegar af skemmtiferðaskipi og meiddust margir þeirra en enginn alvarlega.
- 1979 - Bandaríska tölvuleikjafyrirtækið Infocom var stofnað í Bandaríkjunum.
- 1981 - Abolhassan Banisadr Íransforseti var settur af.
- 1983 - Danski stjórnmálamaðurinn Mogens Glistrup var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattaundanskot.
- 1984 - Fyrsta flug flugfélagsins Virgin Atlantic Airways fór fram.
- 1986 - Í leik gegn Englandi á Heimsmeistaramóti landsliða í knattspyrnu karla skoraði Diego Maradona mark með hendi („hönd guðs“) og síðan annað með því að rekja boltann framhjá öllum leikmönnum enska liðsins („mark aldarinnar“).
- 1988 - Bandaríska kvikmyndin Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu var frumsýnd.
- 1989 - Háskólarnir Dublin City University og University of Limerick tóku til starfa á Írlandi.
- 1989 - Nursultan Nazarbayev varð forseti Kasakstan.
- 1990 - Landamærastöðin Checkpoint Charlie í Berlín var tekin niður.
- 1990 - Norski olíusjóðurinn var stofnaður.
- 1991 - Á Snæfellsjökli féllu hjón niður í alldjúpa sprungu en var bjargað.
- 1992 - Bein Nikulásar 2. Rússakeisara og Alexöndru Fjodorovnu voru grafin upp í Jekaterínburg.
- 1993 - Nýi flokkurinn Sakigake klauf sig frá Frjálslyndum demókrötum í Japan.
- 1995 - Tamílamálið: Fyrrum dómsmálaráðherra Danmerkur, Erik Ninn-Hansen, var dæmdur sekur.
- 1997 - Sænski tónlistarmaðurinn Ted Gärdestad framdi sjálfsmorð með því að stökkva fyrir lest.
- 2004 - Belgíski barnaníðingurinn Marc Dutroux var dæmdur í lífstíðarfangelsi.
- 2007 - Spangarheiðarskurðurinn var opnaður fyrir bátaumferð að nýju.
- 2010 - Léttlestakerfi Björgvinjar var tekið í notkun í Noregi.
- 2010 - Mari Kiviniemi tók við embætti forsætisráðherra Finnlands eftir afsögn Matti Vanhanen.
- 2012 - Þing Paragvæ samþykkti vantraust á forsetann, Fernando Lugo.
- 2016 - Karlalandslið Íslands í knattspyrnu komst í 16 liða úrslit í Evrópukeppninni í knattspyrnu með 2:1 sigri á Austurríki.
- 2022 – Að minnsta kosti þúsund manns létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1000 - Róbert 1. af Normandí, franskur hertogi (d. 1035).
- 1757 - George Vancouver, breskur landkönnuður (d. 1798).
- 1821 - Theodor Möbius, þýskur norrænufræðingur (d. 1890).
- 1897 - Norbert Elias, þýskur félagsfræðingur (d. 1990).
- 1898 - Erich Maria Remarque, þýskur rithöfundur (d. 1970).
- 1905 - Lárus Ingólfsson, íslenskur leikari (d. 1981).
- 1906 - Billy Wilder, austurrísk-amerískur leikstjóri (d. 2002).
- 1908 - Pablo Dorado, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1978).
- 1928
- Steingrímur Hermannsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 2010).
- Ralph Waite, bandarískur leikari (d. 2014).
- 1936 - Kris Kristofferson, bandarískur kántrýsöngvari.
- 1947 - Bruno Latour, franskur félagsfræðingur.
- 1949
- Carlo Petrini, ítalskur blaðamaður.
- Meryl Streep, bandarísk leikkona.
- Elizabeth Warren, bandarísk stjórnmálakona.
- 1953 - Cyndi Lauper, bandarísk söngkona.
- 1958 - Bruce Campbell, bandarískur leikari.
- 1962 - Clyde Drexler, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1963 - Guðrún Gunnarsdóttir, íslensk söngkona.
- 1965 - Ľubomír Moravčík, slóvakískur knattspyrnumaður.
- 1973 - Curt Cornelius, bandarískur leikari.
- 1974 - Donald Faison, bandarískur leikari.
- 1987 - Naoyuki Fujita, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1276 - Innósentíus 5. páfi (f. um 1225).
- 1637 - Torfi Finnsson, íslenskur skólameistari.
- 1931 - Armand Fallières, forsætisráðherra Frakklands (f. 1841).
- 1936 - Moritz Schlick, þýskur heimspekingur (f. 1882).
- 1945 - Dzhambúl, kasakst skáld (f. 1846).
- 1969 - Judy Garland, bandarísk söng- og leikkona (f. 1922).
- 1974 - Darius Milhaud, franskt tónskáld (f. 1892).
- 1978 - Jens Otto Krag, danskur stjórnmálamaður (f. 1914).
- 1987 - Fred Astaire, bandarískur dansari og leikari (f. 1899).
- 1993 - Pat Nixon, forsetafru Bandarikjanna (f. 1912).
- 2002 - Yoshio Okada, japanskur knattspyrnumaður (f. 1926).
- 2008 - George Carlin, bandarískur leikari (f. 1937).