8. ágúst
8. ágúst er 220. dagur ársins (221. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 145 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 1504 - Höggmyndin Davíð eftir Michelangelo Buonarroti var sett upp fyrir framan Palazzo Vecchio í Flórens.
- 1521 - Borg Asteka, Tenochtitlán, féll í hendur Hernán Cortés og innfæddra bandamanna hans.
- 1786 - Fjallið Mont Blanc var klifið í fyrsta sinn.
- 1831 - Hollendingar náðu borginni Hasselt á sitt vald í orrustunni um Hasselt.
- 1849 - Austurríkismenn bældu niður uppreisn Ungverja með aðstoð Rússa.
- 1896 - Lægsta lokun Dow Jones-vísitölunnar nokkru sinni varð í Bandarísku kauphöllinni, 28,48 stig.
- 1908 - Wilbur Wright tók flugið á keppnisbraut í Le Mans í Frakklandi. Sýningin varði í tæpar tvær mínútur og vakti mikla lukku meðal áhorfenda.
- 1949 - Bútan varð sjálfstætt undan Bretlandi.
- 1967 - ASEAN-yfirlýsingin var undirrituð af fulltrúum fimm Suðaustur-Asíuríkja.
- 1973 - Andlát Dean Corll leiddi til þess að fjöldamorðin í Houston uppgötvuðust.
- 1975 - Banqiao-stíflan í Kína gaf sig með þeim afleiðingum að 26 þúsund manns drukknuðu og ellefu milljónir misstu heimili sín.
- 1976 - Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu var stofnuð í Reykjavík.
- 1980 - Viktor Kovalenko, sovéskur sjómaður, bað um pólitískt hæli á Íslandi. Hann fluttist síðar til Bandaríkjanna.
- 1981 - Stokksnesganga er haldin á vegum Samtaka herstöðvaandstæðinga.
- 1992 - Á Ólympíuleikunum í Barcelona á Spáni náði Ísland fjórða sæti í handknattleik. Einnig varð Sigurður Einarsson í fimmta sæti í spjótkasti á þessum sömu leikum.
- 1993 - Veikur sjómaður var sóttur um borð í franskt rannsóknarskip norðaustur af Íslandi og fóru þyrlur og Herkúlesflugvél frá varnarliðinu þennan 1100 mílna leiðangur, sem er lengsti björgunarleiðangur, sem farinn hefur verið frá Íslandi.
- 2008 - Sumarólympíuleikar voru settir í Beijing.
- 2015 - Sigrún Þuríður Geirsdóttir syndir fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsundið
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 1694 - Francis Hutcheson, skosk-írskur heimspekingur (d. 1746).
- 1716 - Jón Teitsson, íslenskur biskup (d. 1781).
- 1857 - Herbert Weir Smyth, bandarískur fornfræðingur (d. 1937).
- 1879 - Emiliano Zapata, mexíkóskur byltingarmaður (d. 1919).
- 1937 - Dustin Hoffman, bandarískur leikari.
- 1941 - George Tiller, bandarískur læknir (d. 2009).
- 1952 - Jostein Gaarder, norskur rithöfundur.
- 1954 - Finnur Ingólfsson, íslenskur athafnamaður.
- 1955 - Sigrún Hjálmtýsdóttir, söngkona.
- 1961 - The Edge, írskur gítarleikari, meðlimur írsku hljómsveitarinnar U2.
- 1964 - Klaus Ebner, austurrískur rithöfundur.
- 1974 - Mikael Torfason, íslenskur rithöfundur og blaðamaður.
- 1979 - Guðjón Valur Sigurðsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1981 - Roger Federer, svissneskur tennisleikari.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 1171 - Hinrik af Blois, biskup af Winchester og bróðir Stefáns Englandskonungs (f. 1111).
- 1533 - Lucas van Leyden, hollenskur listmálari (f. 1494).
- 1746 - Francis Hutcheson, skosk-írskur heimspekingur (f. 1694).
- 1824 - Friedrich August Wolf, þýskur fornfræðingur (f. 1759).
- 1992 - Ajatollah Abul-Qasim Khoei, álitinn einn af helstu leiðtogum Shíta (f. 1899).
- 2010 - Patricia Neal, bandarísk leikkona (f. 1926).