Lagos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Markaður í Lagos

Lagos er stærsta þéttbýlissvæði í Nígeríu ásamt því að vera stærsta þéttbýlissvæði í Afríku. Borgin er í örum vexti en þar eiga heima meira en 8 milljón manns. Fólksfjölgun í borginni sú önnur hæsta í Afríku og sú sjöunda hæsta í heiminum (mest fólksfjölgun í Afríku á sér nú stað í borginni Bamakó í Malí)[1]. Borgin sem áður var höfuðborg Nígeríu er nú aðalmiðstöð efnahags og viðskipta í Nígeríu.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „The world's fastest growing cities and urban areas from 2006 to 2020“. Sótt 13. ágúst 2010.