William Heinesen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
William Heinesen var heiðraður með útgáfu á frímerki 1988.
Marbendill plokkar agn af öngli. Mynd eftir William Heinesen.
Freisting heilags Antoníusar. Mynd eftir William Heinesen.

Andreas William Heinesen (15. janúar 190012. mars 1991) var frægasti rithöfundur færeyinga. Hann var einnig skáld, tónskáld og listmálari. William Heinesen skrifaði á dönsku. Þegar sá orðrómur spratt upp að hann ætti að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, þá afþakkaði hann þau með þessum orðum:

Færeyska var í eina tíð í litlum metum - þeirri tungu var rétt að segja haldið niðri. Þrátt fyrir þetta hefur færeyskan getið af sér merkilegar bókmenntir, og það væri rétt að veita Nóbelsverðlaunin höfundi sem skrifað hefur á færeysku. Ef mér væru veitt verðlaunin, þá myndi dönskum rithöfundi hlotnast þau, og færeyskum bókmenntatilraunum væri veitt þungt kjaftshögg.

Bækur eftir Heinesen á íslensku[breyta | breyta frumkóða]

  • Nóatún - Aðalsteinn Sigmundsson þýddi; útg. 1947
  • Slagur vindhörpunnar (De fortabte spillemænd) - Guðfinna Þorsteinsdóttir þýddi; útg. 1956. [Þessa bók þýddi einnig Þorgeir Þorgeirson árið 1984 en skáldsagan nefndist þá Glataðir snillingar]
  • Í töfrabirtu (Det fortryllede lys) - Hannes Sigfússon þýddi; útg. 1959.
  • Vonin blíð (Det gode håb) - Elías Mar þýddi; 1. útg. 1970
  • Móðir sjöstjarna (Moder syvstjerne) - Úlfur Hjörvar Þýddi; 1. útg. 1974
  • Ljósfréttaskífan - ljóðaþýðingar, Þorgeir Þorgeirson; útg. 1975
  • Turninn á heimsenda: ljóðræn skáldsaga í minningabrotum úr barnæsku (Tårnet ved verdens ende) - Þorgeir Þorgeirsson þýddi; útg 1977.
  • Fjandinn hleypur í Gamalíel (Gamaliels besættelse) - Þorgeir Þorgeirson þýddi; útg. 1978.
  • Í morgunkulinu; samtímasaga úr Færeyjum (Blæsende gry) - Þorgeir Þorgeirson þýddi; útg. 1979.
  • Það á að dansa: nýjar sögur frá Þórshöfn (Her skal danses) - Þorgeir Þorgeirson þýddi; útg. 1980.
  • Kvennagullið í grútarbræðslunni (Don Juan fra tranhuset) - Þorgeir Þorgeirson þýddi; útg. 1981.
  • Í svörtukötlum (Den sorte gryde) - Þorgeir Þorgeirson þýddi útg. 1982.
  • Ráð við illum öndum (Kur mod onde ånder) - Þorgeir Þorgeirson þýddi ; Útg. 1983.
  • Glataðir snillingar (De fortabte spillemænd) - Þorgeir Þorgeirson þýddi; 1. útg. 1984
  • Atlanta - Þorgeir Þorgeirsson þýddi; útg. 1985
  • Töfralampinn - nýjar minningasögur (Laterna magica) -/ Þorgeir Þorgeirson þýddi; útg., 1987.
  • Vængjað myrkur (Det vingede mørke) - Hannes Sigfússon þýddi; útg. 2000

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Þorgeir Þorgeirson

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.