Fara í innihald

Margot Fonteyn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Margot Fonteyn árið 1968.

Frú Margot Fonteyn de Arias (18. maí 191921. febrúar 1991) var enskur ballettdansari og talin mesta ballerína heims á sinni tíð. Eftir mjög farsælan feril á 5. og 6. áratugnum (hún var slegin til riddara 1957) átti hún sitt mesta blómaskeið eftir fertugt þegar hún hóf samstarf við Rudolf Nureyev eftir að hann gerðist landflótta frá Sovétríkjunum 1961. Samstarf þeirra stóð allt þar til hún settist í helgan stein árið 1979.

Hún dansaði á tveimur sýningum ásamt hópi dansara í Þjóðleikhúsinu 26. júní 1972.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.