Ítalski kommúnistaflokkurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ítalski kommúnistaflokkurinn (ítalska: Partito Comunista Italiano eða PCI) varð til eftir klofning í ítalska sósíalistaflokknum á flokksþingi þess síðarnefnda í Livorno 21. janúar 1921. Amadeo Bordiga og Antonio Gramsci stóðu fyrir klofningnum. Flokkurinn var bannaður af alræðisstjórn fasista en varð aftur virkur í ítölskum stjórnmálum þegar hillti undir lok Síðari heimsstyrjaldar.

Hann var útilokaður frá stjórnarþátttöku á eftirstríðsárunum og varð langstærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Ítalíu með milli 20 og 30% atkvæða í kosningum. 1974 vann hann sinn stærsta kosningasigur og fékk 34,4% atkvæða, mest allra kommúnistaflokka á Vesturlöndum.

1991 leysti flokkurinn sjálfan sig upp til að mynda vinstri-lýðræðisflokkinn með aðild að Alþjóðasambandi jafnaðarmanna. Róttækari armur flokksins myndaði þá endurstofnun kommúnistaflokksins undir stjórn Armando Cossutta.