Simbabve

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Republic of Zimbabwe
Fáni Simbabve Skjaldarmerki Simbabve
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Unity, Freedom, Work
(enska: Eining, frelsi, vinna)
Þjóðsöngur:
Kalibusiswe Ilizwe leZimbabwe
Staðsetning Simbabve
Höfuðborg Harare
Opinbert tungumál chewa, chibarwe, enska, kalanga, koisan (tsoa), nambya, ndau, ndebele, shangani, shona, táknmál, sotho, tonga, tswana, venda, xhosa
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Emmerson Mnangagwa
Sjálfstæði frá Bretlandi
 - Yfirlýst (Ródesía) 11. nóvember, 1965 
 - Viðurkennt (Simbabve) 18. apríl, 1980 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
59. sæti
390.757 km²
1
Mannfjöldi
 - Samtals (2019)
 - Þéttleiki byggðar
79. sæti
16.159.624
26/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 - Samtals 41,031 millj. dala (119. sæti)
 - Á mann 2.621 dalir (160. sæti)
VÞL (2018) Increase2.svg 0.563 (150. sæti)
Gjaldmiðill simbabveskur dalur (Z$)
Tímabelti UTC+2
Þjóðarlén .zw
Landsnúmer 263

Simbabve er landlukt land í sunnanverðri Afríku á milli ánna Sambesí og Limpopo. Það á landamæri að Suður-Afríku í suðri, Botsvana og Namibíu í vestri, Sambíu í norðri og Mósambík í austri. Landið var áður kallað Suður-Ródesía og síðan aðeins Ródesía frá 1965 til 1980 þegar það var nefnt Simbabve eftir fornri höfuðborg Monomotapaveldisins á 15., 16. og 17. öld.

Simbabve var áður nýlenda í breska heimsveldinu og hét þá Ródesía. Í dag telst Simbabve lýðveldi með forsetaræði. Fyrsti forsætisráðherra og síðar annar forseti landsins var Robert Mugabe sem var við völd allt frá því borgarastyrjöldinni gegn hvítri minnihlutastjórn Ian Smith lauk árið 1980 til ársins 2017. Stjórn Mugabes einkenndist hin síðari ár af bágum efnahag og óðaverðbólgu. Hún lá einnig undir ámæli fyrir mannréttindabrot. Óánægja vegna hruns hagkerfis þjóðarinnar, útbreiddrar fátæktar og atvinnuleysi leiddi til aukins stuðnings við Lýðræðishreyfingu Morgan Tsvangirai og samþykkt var í kjölfar kosninga árið 2008 að hann myndi deila völdum með Mugabe sem forsætisráðherra, sem hann gerði á árunum 2009 til 2013. Mugabe var að endingu steypt af stóli árið 2017 og Emmerson Mnangagwa gerður að forseta í hans stað.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. McKenzie, David; McKirdy, Euan; Dewan, Angela (24. nóvember 2017). Zimbabwe's 'Crocodile' Emmerson Mnangagwa sworn in as leader. CNN. Sótt 27. nóvember 2017.
  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.