Simbabve

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Republic of Zimbabwe
Fáni Simbabve Skjaldarmerki Simbabve
(Fáni Simbabve) (Skjaldarmerki Simbabve)
Kjörorð: Unity, Freedom, Work
(enska: Eining, frelsi, vinna)
LocationZimbabwe.png
Opinbert tungumál enska
Höfuðborg Harare
Forseti Robert Mugabe
Flatarmál
 - Samtals
 - % vatn
59. sæti
390.757 km²
1%
Mannfjöldi
- Samtals (2012)
-Þéttleiki byggðar
66. sæti
13.061.239
33/km²
Sjálfstæði
- Yfirlýst
 - Viðurkennt
Ródesíska borgarastyrjöldin
(sem Ródesía) 11. nóvember, 1965
(sem Simbabve) 18. apríl, 1980
Gjaldmiðill Simbabve-dollar (Z$)
Tímabelti UTC +2
Þjóðsöngur Kalibusiswe Ilizwe leZimbabwe ("Blessað sé land Simbabve")
Þjóðarlén .zw
Alþjóðlegur símakóði 263

Simbabve eða Zimbabwe er landlukt land í sunnanverðri Afríku á milli ánna Sambesí og Limpopo. Það á landamæriSuður-Afríku í suðri, Botsvana og Namibíu í vestri, Sambíu í norðri og Mósambík í austri. Landið var áður kallað Suður-Ródesía og síðan aðeins Ródesía frá 1965 til 1980 þegar það var nefnt Simbabve eftir fornri höfuðborg Monomotapaveldisins á 15., 16. og 17. öld.

Simbabve var áður nýlenda í breska heimsveldinu og hét þá Ródesía. Í dag telst Simbabve lýðveldi með forsetaræði. Núverandi þjóðhöfðingi er Robert Mugabe og hefur hann verið við völd allt frá því borgarastyrjöldinni gegn hvítri minnihlutastjórn Ian Smith lauk árið 1980. Stjórn Mugabes hefur hin síðari ár þótt einkennast af bágum efnahag og óðaverðbólgu. Hún hefur einnig legið undir ámæli fyrir mannréttindabrot. Óánægja vegna hruns hagkerfis þjóðarinnar, útbreiddrar fátæktar og atvinnuleysi leiddi til þess aukins stuðnings við Morgan Tsvangirai og samþykkti lýðræðishreyfingin að hann myndi sem forsætisráðherra deila völdum með Mugabe, sem hann gerði á árunum 2009 til 2013.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.