Fara í innihald

Ronald Coase

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ronald Coase
Ronald Coase
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. desember 1910
SvæðiRonald Coase
TímabilHagfræðingur
Helstu ritverkEðli fyrirtækisins og Vandinn af samfélagslegum kostnaði
Helstu kenningarEðli fyrirtækisins og Vandinn af samfélagslegum kostnaði


Ronald Harry Coase (f. 29. desember 1910; d. 2. september 2013) var hagfræðiprófessor í Chicago-háskóla, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði 1991 og hefur verið talinn til Chicago-hagfræðinganna svonefndu. Hann er frjálshyggjumaður og félagi í Mont Pèlerin samtökunum, alþjóðlegu málfundafélagi frjálshyggjumanna. Hann er þekktastur fyrir kenningar sínar um viðskiptakostnað og samfélagslegan kostnað.

Coase fæddist í Lundúnum og frá ungum aldri hafði hann mikinn áhuga á að fræða sig. Hann stundaði hagfræðinám í London School of Economics, hann varð fyrir miklum áhrifum frá Arnold Plant sem að gaf honum innsýn í kenningar hjá Adam Smith og segir hann að Plant breytt lífi sínu. Á síðasta árinu í grunnnámi fékk Coase styrk til að ferðast til Bandaríkjanna til að fræðast um viðskiptalífið. Það sem hann lærði þar var grunnurinn á heimsfrægu „Eðli fyrirtækisins“ (e. The Nature of the Firm) ritgerð hans. Coase útskrifaðist með B.Sc. gráðu 1932 og næstu þrjú árin kenndi hann annars vegar hjá Dundee School of Economics og hins vegar hjá University of Liverpool. Coase kenndi í London School of Economics 1935-1940, starfaði fyrir Bretastjórn í stríðinu, en sneri aftur til kennslu 1946.[1] Árið 1951 fékk hann doktorsgráðu og flutti til Bandaríkjanna. Þar kenndi hann hjá University of Buffalo frá 1951-1958 og fór síða til Virginíuháskólann, en frá 1964 var hann í Chicago-háskóla. Þar var hann ritstjóri tímaritsins Journal of Law and Economics til 1982 þegar hann dró sig í hlé. Árið 1991 hlaut Coase Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir kenningar sínar um viðskiptakostnað og eignarrétt.[2] Árið 2000 gengdi hann stöðunni sem rannsóknarráðgjafi hjá The Ronald Coase Institute.

Framlög til hagfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Coase var frábrugðinn öðrum hagfræðingum á 20. öldinni þar sem á 60 ára ferli hans birti tiltölulega fá rit, rétt yfir 10 rit, en engu síður voru þau öll merkileg rit. Hann notaði einnig litla stærðfræði í kenningum sínum.[2] Í rökstuðningi nóbelsakademíunnar kom fram að „uppgötvun og skýring á mikilvægi viðskiptakostnaðar og eignaréttar fyrir stofnanagerð hagkerfisins“ voru helstu framlög hans til hagfræði.[1] Frægustu rit hans voru „Eðli fyrirtækisins“ og „Vandinn af samfélagslegum kostnaði“ (e. The Problem of Social Cost).

Eðli fyrirtækisins

[breyta | breyta frumkóða]

Coase gaf út ritið „Eðli fyrirtækisins“ árið 1937. Þar kom hann með kenningu um af hverju fyrirtæki verða til og gangrýndi hann kenningar frá öðrum hagfræðingum sem töldu að fyrirtæki myndast vegna óvissu og verkaskiptingu.[3]

Hann hélt því fram að vegna viðskiptikostnaðar væri arðbært fyrir frumkvöðul að skipuleggja viðskipti á markaðnum, þar sem hann gæti minnkað viðskiptakostnaðinn á markaði með skipulagningu og stjórn á framleiðsluþáttum. Coase nefndi skipulagskostnað við að finna markaðsverð og kostnaður við samningsgerð sem dæmi um viðskiptakostnað.[3]

Coase hélt því fram að fyrirtæki sem myndast vegna viðskiptakostnaðar verða ekki einokunarfyrirtæki vegna minnkandi afrakstri af stjórnun, framboðsverð hækkunum og aðra kosti sem að smærri fyrirtæki hafa.[3]

Fyrirtækjum eru skipt upp eða þau sameinuð, eftir því sem hagkvæmast þyki. Breyturnar sem hafa áhrif á stærð fyrirtækis séu eftirfarandi: Kostnaður við skipulagningu, líkindi á að frumkvöðull geri mistök, breyting á framboðsverði og tækniframfarir á stjórnunartækni.[3]

Vandinn af samfélagslegum kostnaði

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1960 gaf Coase út ritið „Vandinn af samfélagslegum kostnaði.“ Þar kom Coase með lausn á ytri áhrifum. Fyrir 1960 var hugmyndafræðin hjá Arthur Pigou viðurkennd heimsvíða, Pigou nefndi að aðilar sem að menga ættu að vera skattlagðir (e. Pigouvian tax) af stjórnvöldum til þess að bæta samfélagslega velferð. Coase kom með gagnrýni á Pigou og hélt því fram að það væri betra að gefa út eignarétti til aðila í stað þess að skattleggja.[2]

Ytri áhrif eru auka áhrifin sem að myndast til dæmis í framleiðslu á afurð. Sem dæmi er hægt að horfa á tvö fyrirtæki, sápuverksmiðju sem að mengar og veiðifélag sem er fórnarlamb fyrir menguninni. Sápuverksmiðjan myndar úrgang sem að spillir fiskistofn nálægt verksmiðjunni.

Coase hélt því fram að ef að skilgreindur eignaréttur væri til staðar, enginn viðskiptakostnaður og engar hindranir að samkomulagi gætu þessir aðilar haft samningaviðræður sem myndi leiða til betri samfélagslega velferð heldur en skattlagning myndi leiða til. Það skipti einnig ekki máli hvor aðilinn væri með eignarrétt fyrir samfélagslega velferð. Sá aðili sem ætti eignaréttinn myndi fá greitt frá hinum aðilanum.[4] Annað hvort myndi sápuverksmiðjan greiða veiðifélaginu fyrir að menga eða veiðifélagið greiða sápuverksmiðjunni fyrir að ekki menga.

Kenningin hans Coase vakti mikla athygli og var nefnd „Coase kenningin“ (e. The Coase Theorem) af George Stigler,[5] einnig gaf kenningin minna gildi til ríkisafskipta og meira gildi til löggjafar.[2] Hins vegar fylgdu vandamál með kenningunni. Það er erfitt að hámarka samfélagslega velferð með þessum hætti þar sem í raun er sjaldan enginn viðskiptakostnaður og oft hindranir í samkomulagi. Það er einnig erfitt að greina nákvæmlega áhrifin sem að mengun hefur á hagnað.[6]

Coase gerði grein fyrir að í raun væri erfitt að framkvæma þessar samningaviðræður en hann vildi vekja athygli á að skattlagning vegna ytri áhrifa myndi ekki leiða til hámörkun á samfélagslegri velferð.[7] Í gegnum tíðina hafa margir gagnrýnt Coase kenninguna en engum hefur tekist að afsanna hana.[5]

Helstu verk

[breyta | breyta frumkóða]
  • Coase, R. H. (1937). "The Nature of the Firm". Economica. 4 (16): 386–405
  • Coase, R. H. (1960). "The Problem of Social Cost". Journal of Law and Economics. 3 (1): 1–44.
  • Coase, R. H. (1972). "Durability and Monopoly". Journal of Law and Economics. 15 (1): 143–149.
  • Coase, R. H. (1974). "The Lighthouse in Economics". Journal of Law and Economics. 17 (2): 357–376
  • Coase, R. H. (1992). "The Institutional Structure of Production". American Economic Review. 82 (4): 713–719.
  • Coase, R. H. (1988). The Firm the Market and the Law. Chicago: The University of Chicago Press.
  • Coase, R. H. (1994). Essays on Economics and Economists. Chicago: The University of Chicago Press.
  • Coase, Ronald (2000). "The Acquisition of Fisher Body By General Motors". The Journal of Law & Economics. 43 (1): 15–32.
  • Coase, Ronald (2006). "The Conduct of Economics: The Example of Fisher Body and General Motors". Journal of Economics & Management Strategy. 15 (2): 255–278.
  • Coase, Ronald; Wang, Ning (2011). "The Industrial Structure of Production: A Research Agenda for Innovation in an Entrepreneurial Economy". Entrepreneurship Research Journal. 2 (1)
  • Coase, Ronald; Ning Wang (2012). How China Became Capitalist. Palgrave Macmillan.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „The Sveriges Riksbank Prize in Economic Sciences in Memory of Alfred Nobel 1991“. NobelPrize.org (bandarísk enska). Sótt 5. október 2023.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 „Ronald H. Coase“. Econlib (bandarísk enska). Sótt 5. október 2023.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 Coase, R. H. Þýtt af Þórbergi Þórsson. „Nature of the Firm (Íslensk þýðing)“ (PDF).
  4. Coase, R. H. (1960). The Problem of Social Cost (PDF). Journal of Law and Economics. bls. 1-44.
  5. 5,0 5,1 Medema, S. G. (2011). HES PRESIDENTIAL ADDRESS: THE COASE THEOREM LESSONS FOR THE STUDY OF THE HISTORY OF ECONOMIC THOUGHT. Journal of the History of Economic Thought. bls. 1-18.
  6. Perloff, J. M. (2018). Microeconomics. Pearson Education Limited. bls. 632-633.
  7. Samuels, W. J.; og fleiri (2003). A Companion to the History of Economic Thought. Blackwell Publishing. bls. 438-443.