11. febrúar
Útlit
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | ||
2024 Allir dagar |
11. febrúar er 42. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 323 dagar (324 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Helstu atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1411 - Fyrsti friðarsamningurinn í Thorn milli Pólverja og Litháa annars vegar og Þýsku riddaranna hins vegar var undirritaður.
- 1531 - Hinrik 8. var lýstur æðsti maður Biskupakirkjunnar í Englandi.
- 1607 - Sigmundur Rakóczi var kjörinn Transylvaníufursti.
- 1610 - Hinrik 4. Frakkakonungur hét Mótmælendabandalaginu stuðningi sínum á fundi í Schwäbisch Hall.
- 1659 - Áhlaupið á Kaupmannahöfn: Sænski herinn gerði áhlaup á Kaupmannahöfn sem var hrundið.
- 1720 - Svíar og Prússar gerðu mér sér friðarsamning í Stokkhólmi.
- 1752 - Fyrsta sjúkrahús Bandaríkjanna, Pennsylvania Hospital, var opnað.
- 1809 - Robert Fulton fékk einkaleyfi á gufuskipi.
- 1814 - Noregur lýsti formlega yfir sjálfstæði. Þar með enduðu dagar Dansk-norska ríkisins.
- 1906 - Hið íslenska bókbindarafélag stofnað í Reykjavík.
- 1929 - Lateransamningarnir milli ítalska ríkisins og Vatíkansins voru undirritaðir í Róm.
- 1961 - Réttarhöld yfir Adolf Eichmann hófust í Jerúsalem.
- 1964 - Bardagar hófust á milli Grikkja og Tyrkja í Limassol á Kýpur.
- 1970 - John Lennon greiddi 1344 punda sekt fyrir hóp fólks sem mótmælti því að suðurafríska ruðningsliðið fengi að leika í Skotlandi.
- 1970 - Fyrsti japanski gervihnötturinn, Ōsumi, fór á braut um jörðu.
- 1971 - Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland og fleiri ríki gerðu með sér Hafsbotnssáttmálann sem bannaði kjarnavopn á hafsbotni.
- 1973 - Tíu manns fórust með Sjöstjörnunni KE 8 er skipið sökk á milli Færeyja og Íslands. Í áhöfn voru fimm Íslendingar og fimm Færeyingar.
- 1973 - Kvikmyndin Brekkukotsannáll var frumsýnd í Ríkissjónvarpinu.
- 1975 - Margaret Thatcher var kjörin formaður Breska íhaldsflokksins.
- 1977 - 20,2 kílóa þungur humar veiddist við Nova Scotia.
- 1978 - Alþýðulýðveldið Kína aflétti banni á bókum Aristótelesar, William Shakespeare og Charles Dickens.
- 1979 - Íranska byltingin: Khomeini tók formlega við völdum í Íran.
- 1980 - Metafli loðnu veiddist á einum sólarhring á Íslandi: 23.180 lestir. Tíu ár liðu áður en þetta met var slegið.
- 1987 - Breska flugfélagið British Airways var einkavætt og skráð í Kauphöllina í London.
- 1989 - Barbara Harris varð fyrsti kvenkyns biskup Bandarísku biskupakirkjunnar og fyrsti kvenbiskup í biskupakirkju um allan heim.
- 1990 - Nelson Mandela var sleppt úr fangelsi í Suður-Afríku eftir að hafa verið pólitískur fangi í 27 ár.
- 1991 - UNPO, samtök þjóða án fulltrúa, voru stofnuð í Haag í Hollandi.
- 1993 - Janet Reno var skipuð ríkissaksóknari Bandaríkjanna.
- 1999 - Plútó fluttist lengra frá sólu en Neptúnus eftir að hafa verið nær henni frá 1979.
- 2004 - Sergio Cragnotti forstjóri ítalska matvælarisans Cirio var handtekinn vegna gjaldþrots fyrirtækisins.
- 2007 - Portúgalir samþykktu með þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfa fóstureyðingar.
- 2008 - Turninn Smáratorgi var opnaður í Kópavogi.
- 2008 - Hópur herforingja reyndi að gera stjórnarbyltingu á Austur-Tímor. Forsetinn, José Ramos-Horta, særðist illa.
- 2011 - Arabíska vorið: Hosni Mubarak Egyptalandsforseti hrökklaðist frá völdum eftir margra daga fjölmenn mótmæli.
- 2015 - Skipstjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia sem sökk 2012 var dæmdur í 16 ára fangelsi.
- 2016 - Vísindamenn í Bandaríkjunum og á Ítalíu kynntu uppgötvun þyngdarbylgja.
- 2017 - Norður-Kórea skaut flugskeyti yfir Japanshaf.
- 2018 - 71 lést þegar Saratov Airlines flug 703 fórst skömmu eftir flugtak frá Moskvu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1261 - Ottó 3., hertogi af Bæjaralandi (d. 1312).
- 1738 - Jón Jakobsson, sýslumaður Eyfirðinga (d. 1808).
- 1847 - Thomas Alva Edison, bandarískur uppfinningamaður (d. 1931).
- 1863 - Sveinn Ólafsson, íslenskur alþingismaður (d. 1949).
- 1900 - Hans-Georg Gadamer, þýskur heimspekingur (d. 2002).
- 1917 - Sidney Sheldon, bandarískur rithöfundur (d. 2007).
- 1920 - Farúk 1., konungur Egyptalands (d. 1965).
- 1926 - Leslie Nielsen, kanadískur leikari (d. 2010).
- 1926 - Paul Bocuse, franskur matreiðslumaður (d. 2018).
- 1934 - Manuel Noriega, forseti Panama (d. 2017).
- 1936 - Burt Reynolds, bandarískur leikari (d. 2018).
- 1939 - Reynir Örn Leósson, íslenskur aflraunamaður (d. 1982).
- 1953 - Jeb Bush, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1958 - Hiroshi Yoshida, japanskur knattspyrnumaður.
- 1964 - Sarah Palin, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1964 - Adrian Hasler, forsætisráðherra Liechtenstein.
- 1969 - Jennifer Aniston, bandarísk leikkona.
- 1969 - Yoshiyuki Hasegawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, íslenskur leikari.
- 1973 - Varg Vikernes, norskur tónlistarmaður.
- 1974 - D'Angelo, bandarískur söngvari.
- 1974 - Sigríður Hagalín Björnsdóttir, íslensk fréttakona og rithöfundur.
- 1975 - Marek Špilár, slóvakískur knattspyrnumaður (d. 2013).
- 1979 - Brandy Norwood, bandarísk tónlistarkona.
- 1981 - Kelly Rowland, bandarísk söngkona.
- 1986 - Gabriel Boric, chileskur stjórnmálamaður.
- 1983 - Rafael van der Vaart, hollenskur knattspyrnumaður.
- 1992 - Taylor Lautner, bandarískur leikari.
- 1993 - Hörður Björgvin Magnússon, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1994 - Dominic Janes, bandarískur leikari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 731 - Gregoríus 2. páfi.
- 824 - Paskalis 1. páfi.
- 1273 - Ketill Þorláksson, íslenskur lögsögumaður.
- 1650 - René Descartes, franskur heimsspekingur (f. 1596).
- 1868 – Léon Foucault, franskur stjörnufræðingur (f. 1819).
- 1917 - Oswaldo Cruz, brasilískur eðlisfræðingur (f. 1872).
- 1948 - Sergei Eisenstein, sovéskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1898).
- 1959 - Garðar Gíslason, íslenskur kaupmaður (f. 1876).
- 1962 - Dóri Jónsson, íslenskur rithöfundur (f. 1901).
- 1963 - Sylvia Plath, bandarískt ljóðskáld, rithöfundur og smásagnahöfundur (f. 1932).
- 1975 - Hideo Shinojima, japanskur knattspyrnumaður (f. 1910).
- 1978 - Harry Martinson, sænskur rithöfundur (f. 1904).
- 1986 - Frank Herbert, bandarískur rithöfundur (f. 1920).
- 1994 - Paul Feyerabend, austurrískur heimspekingur (f. 1924).
- 2001 - Masao Ono, japanskur knattspyrnumaður (f. 1923).
- 2012 - Whitney Houston, bandarísk söngkona (f. 1963).