Alpafjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Matterhorn er líkast til þekktasta fjallið í Ölpunum

Alpafjöll eða Alparnir (nefnd Mundíufjöll til forna eða Fjall) eru fjallgarður sem teygir sig frá Austurríki og Slóveníu í austri til Ítalíu, Sviss, Liechtenstein og Þýskalands til Frakklands í vestri.

Hæsta fjall Alpanna er Hvítfjall (f. Mont Blanc, í. Monte Bianco), 4808 m hátt, á landamærum Frakklands og Ítalíu. Alparnir eru fellingafjöll, það er fjöll sem orðið hafa til þegar tveir (eða fleiri) jarðflekar rákust saman.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.