Alpafjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Upphleypt kort af Ölpunum.
Matterhorn er líkast til þekktasta fjallið í Ölpunum
Mont Blanc.
Háfjallagróður Alpanna.

Alpafjöll eða Alparnir (nefnd Mundíufjöll til forna eða Fjall) eru fjallgarður sem teygir sig um 1200 kílómetra frá Austurríki og Slóveníu í austri til Ítalíu, Sviss, Liechtenstein og Þýskalands til Frakklands í vestri.

Hæsta fjall Alpanna er Hvítfjall (f. Mont Blanc, í. Monte Bianco), 4808 m hátt, á landamærum Frakklands og Ítalíu. Alparnir eru fellingafjöll, það er fjöll sem orðið hafa til þegar tveir (eða fleiri) jarðflekar rákust saman.

Gróður og dýralíf[breyta | breyta frumkóða]

Laufskógar ná upp til 1200-1500 metra hæð. Þar fyrir ofan má finna trén fjallafuru, lindifuru, og evrópulerki sem vaxa hátt í 2000-2400 meta hæð. Ofan þeirrar hæðar má finna fjallatúndru. Jöklasóley er meðal blómplantna sem finnst þar hátt uppi, í allt að 4000 metrum.

Fjallageit er það spendýr sem lifir hæst uppi. Múrmeldýr lifa ofan trjálínu. Í austur-Ölpunum lifa enn brúnbirnir. Gullörn og hrægammur eru stærstu fuglategundirnar.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.