Fara í innihald

Gene Roddenberry

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Eugene Wesley Roddenberry)
Eugene Wesley Roddenberry

Eugene Wesley Roddenberry (19. ágúst 1921 - 24. október 1991) er best þekktur fyrir að hafa skapað Star Trek. Hann fæddist í borginni El Paso í Texas-fylki, Bandaríkjunum. Hann fór í flugherinn árið 1941 og varð flugmaður. Eftir að hann hætti herþjónustu vann hann áfram sem flugmaður hjá Pan Am flugfyrirtækinu en síðan vann hann hjá lögreglunni í Los Angeles frá 1949 til 1956. Ákvað hann síðan að gerast handritshöfundur og samdi handrit fyrir marga vinsæla þætti á 6. áratugnum og reyndi m.a. að koma af stað vísindaskáldsöguþáttum en flestir þeirra komust ekki langt. Hann gifti sig tvisvar yfir ævina og átti tvö börn með fyrri eiginkonu sinni, Eileen Rexroat, og eitt barn með þeirri seinni, Majel Barret, sem hefur mikið komið við sögu í Star Trek heiminum. Eftir lát hans, var hluti af brenndum líkamsleyfum hans sendur út í geiminn og var þar í 6 ár. Mörg fyrirbæri eru skýrð í höfuðið á honum og má m.a. nefna smástirnið 4659 Roddenberry, gígur á Mars, og hraðbraut í El Paso.