9. júlí
Jump to navigation
Jump to search
9. júlí er 190. dagur ársins (191. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 175 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 1357 - Hornsteinn var lagður að Karlsbrúnni í Prag.
- 1816 - Argentína lýsti yfir sjálfstæði.
- 1916 - Vopnaður enskur togari tók farþegaskipið Flóru á leið frá Reykjavík til Siglufjarðar með 100 farþega innanborðs og var því siglt til Bretlands. Farþegarnir voru sendir heim með öðru skipi síðar í sama mánuði.
- 1940 - Mikið haglél gerði í Hrunamannahreppi og stífluðust lækir af aurburði.
- 1946 - Skemmtigarðurinn Tívolí í Reykjavík var opnaður. Þar voru meðal annars bílabraut, hringekja, Parísarhjól og danspallur.
- 1976 - Hitamet í Reykjavík, 24,3 °C.
- 2006 - Ítalía vann heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu og þar með sinn fjórða heimsmeistaratitil.
- 2011 - Suður-Súdan fékk sjálfstæði frá Súdan.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 1578 - Ferdinand 2. keisari, einvaldur hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1637).
- 1914 - Willi Stoph, austur-þýskur stjórnmálamaður (d. 1999).
- 1916 - Edward Heath, forsætisráðherra Bretlands (d. 2005).
- 1929 - Hassan 2., konungur Marokkós (d. 1999).
- 1932 - Donald Rumsfeld, bandarískur stjórnmálamadur.
- 1945 - Dean Koontz, bandarískur rithöfundur.
- 1947 - O. J. Simpson, bandarískur fótboltakappi og leikari.
- 1950 - Viktor Janúkóvitsj, forseti Úkraínu.
- 1956 - Tom Hanks, bandarískur leikari.
- 1964 - Courtney Love, bandarísk tónlistakona.
- 1964 - Gianluca Vialli, ítalskur knattspyrnumaður.
- 1968 - Paolo Di Canio, ítalskur knattpyrnumaður.
- 1971 - Scott Grimes, bandarískur leikari.
- 1976 - Fred Savage, bandarískur leikari.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 1169 - Guido frá Ravenna, ítalskur kortagerðarmaður.
- 1797 - Edmund Burke, írsk-enskur heimspekingur og stjórnmálamaður (f. 1729).
- 1850 - Zachary Taylor, forseti Bandaríkjanna (f. 1784).
- 1992 - Óli Kr. Sigurðsson, forstjóri Olís.