Aserbaídsjan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Aserbaísjan)
Jump to navigation Jump to search
Lýðveldið Aserbaídsjan
Azərbaycan Respublikası
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Azərbaycan marşı
Höfuðborg Bakú
Opinbert tungumál aserska
Stjórnarfar Lýðveldi
Ilham Aliyev
Artur Rasizade
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
111. sæti
86.600 km²
á ekki við
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
109. sæti
9.477.100

106/km²
Gjaldmiðill Aserskt manat
Tímabelti UTC +4 (+5 á sumrin)
Þjóðarlén .az
Landsnúmer 994

Aserbaídsjan er ríki á Kákasusskaga í Kákasusfjöllum við vestanvert Kaspíahaf á mörkum Evrópu og Asíu. Á asersku heitir landið Azərbaycan. Það á landamæri að Rússlandi í norðri, Georgíu í norðvestri, Armeníu í vestri, Íran í suðri og örstutt landamæri við Tyrkland. Um 92% þjóðarinnar eru Aserar.

Höfuðborg Aserbaídsjan heitir Bakú eða Bakı á asersku. Aserbaídsjan er lýðveldi og æðstu menn þess forseti og forsætisráðherra. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2012 var haldin í Bakú.

Olíu er að finna í Aserbaídsjan ásamt jarðgasi. Í Bakú er að finna margar háar byggingar eins og Eldturninn, Fánastöngina miklu í Bakú og sjónvarpsturninn.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.