17. mars
Útlit
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
17. mars er 76. dagur ársins (77. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 289 dagar eru eftir af árinu. Dagur heilags Patreks er haldinn hátíðlegur þennan dag víða um heim.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 624 - Múhameð vann sigur á andstæðingum sínum frá Mekka í orustunni við Badr.
- 1554 - Elísabet prinsessa var fangelsuð í Lundúnaturni.
- 1610 - Geirþrúðarbylur geysaði. Mikið illviðri stóð í einn dag og urðu tugir manna úti, aðallega í Borgarfirði og í Miðfirði.
- 1757 - Undir Eyjafjöllum fórust 42 menn af 3 skipum frá Vestmannaeyjum.
- 1805 - Ítalska lýðveldið varð Konungsríkið Ítalía og varð þá Napóleon Bónaparte konungur Ítalíu, en var áður forseti.
- 1861 - Lýst var yfir stofnun konungsríkisins Ítalíu.
- 1864 - Orrustan við Dybbøl: Danska þorpið Dybbøl féll í hendur Prússa.
- 1865 - Eldingu laust niður í bæinn Auðna á Vatnsleysuströnd og varð þremur mönnum að bana og margir brenndust mjög illa.
- 1891 - Breska gufuskipið Utopia sökk í höfninni í Gíbraltar eftir að hafa lent í árekstri við herskip. Skipið flutti ítalska útflytjendur á leið til Bandaríkjanna og fórust 564.
- 1896 - Sportsfélag Reykjavíkur er stofnað.
- 1917 - Blaðið Tíminn hóf göngu sína. Hann varð dagblað árið 1947.
- 1959 - Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Skate kom upp í gegnum íshelluna á Norðurheimskautinu.
- 1965 - Leikfélag Reykjavíkur hóf að sýna farsann Þjófar, lík og falar konur eftir Dario Fo, en það varð eitt af vinsælustu leikritum þeirra.
- 1969 - Golda Meir varð forsætisráðherra Ísraels. Hún var frá Milwaukee í Wisconsin í Bandaríkjunum.
- 1970 - My Lai-fjöldamorðin: Bandaríkjaher kærði 14 foringja fyrir yfirhylmingu.
- 1974 - Sölubanni OPEC-ríkjanna var aflétt og olíukreppan 1973 tók enda.
- 1981 - Ítalska lögreglan uppgötvaði lista með nöfnum meintra meðlima í leynireglunni P2.
- 1985 - Heimssýningin Expo '85 var opnuð í Tsukuba í Japan.
- 1987 - Alþingi samþykkti ný lög, sem afnámu prestskosningar að mestu. Þær höfðu verið tíðkaðar frá 1886.
- 1988 - Fyrsta íslenska glasabarnið fæddist og var það tólf marka drengur.
- 1988 - Sjálfstæðisstríð Erítreu: Orrustan um Afabet átti sér stað.
- 1988 - 143 létust þegar Avianca flug 410 hrapaði í fjallshlíð við landamæri Kólumbíu og Venesúela.
- 1991 - 77% kusu með áframhaldandi sameiningu Sovétríkjanna í þjóðaratkvæðagreiðslu, en sex sovétlýðveldi hunsuðu kosninguna.
- 1993 - Verkamannaflokkur Kúrdistan tilkynnti einhliða vopnahlé í Írak.
- 1998 - Uffe Ellemann-Jensen sagði af sér sem formaður danska hægriflokksins Venstre.
- 2001 - Atkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar var haldin í Reykjavík.
- 2003 - Robin Cook, innanríkisráðherra Bretlands sagði af sér vegna ágreinings um stríð á hendur Írak.
- 2008 - Gengisvísitala íslensku krónunnar féll um 6,97%. Var það mesta lækkun hennar á einum degi fram að því.
- 2009 - Forseta Madagaskar, Marc Ravalomanana, var steypt af stóli í valdaráni.
- 2009 - Benedikt 16. páfi hóf heimsókn sína til Kamerún og Angóla.
- 2011 - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir flugbanni yfir Líbýu í kjölfar árása Líbýustjórnar á mótmælendur.
- 2016 - Kúrdar í norðurhluta Sýrlands lýstu yfir sjálfstjórn í héraðinu Rojava.
- 2020 – Landamærum Schengen-svæðisins var lokað tímabundið vegna faraldursins.
- 2020 – Ákveðið var að fresta Evrópukeppninni í knattspyrnu 2020 og Copa América 2020 til næsta árs.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 763 - Harún Alrasjid, kalífi (d. 809).
- 1473 - Jakob 4. Skotakonungur (d. 1513).
- 1754 - Manon Roland, frönsk byltingarkona (d. 1793).
- 1776 - Hallgrímur Þorsteinsson, íslenskur prestur (d. 1816).
- 1888 - Eduard Fraenkel, þýskur fornfræðingur (d. 1970).
- 1900 - Einar Magnússon, íslenskur skólameistari (d. 1986).
- 1920 - Sheikh Mujibur Rahman, bengalskur þjóðernissinni og leiðtogi baráttunnar fyrir sjálfstæði Bangladess (d. 1975).
- 1929 - Peter L. Berger, austurrískur heimspekingur (d. 2017).
- 1933 - Penelope Lively, egypskur rithöfundur.
- 1937 - Páll Pétursson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 2020).
- 1942 - John Wayne Gacy, bandarískur raðmorðingi (d. 1994).
- 1948 - William Gibson, bandarískur rithöfundur.
- 1955 - Gary Sinise, bandarískur leikari.
- 1959 - Christian Clemenson, bandarískur leikari.
- 1962 - Kalpana Chawla, bandarískur geimfari (d. 2003).
- 1963 - Willum Þór Þórsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1964 - Rob Lowe, bandarískur leikari.
- 1966 - Shadi Bartsch, bandarískur fornfræðingur.
- 1974 - Valdís Arnardóttir, íslensk leikkona.
- 1974 - Frode Johnsen, norskur knattspyrnumaður.
- 1976 - Guðrún Eva Mínervudóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1977 - Heiðar Austmann, íslenskur útvarpsmaður.
- 1989 - Shinji Kagawa, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 180 - Markús Árelíus, rómverskur keisari (f. 121).
- 1040 - Haraldur hérafótur, konungur Englands (f. um 1015).
- 1697 - Þórður Þorláksson biskup í Skálholti (f. 1637).
- 1781 - Johannes Ewald, danskt leikskáld (f. 1743).
- 1782 - Daniel Bernoulli, svissneskur eðlis- og stærðfræðingur (f. 1700).
- 1833 - Magnús Stephensen (f. 1762), konferensráð, lögmaður og dómstjóri í Viðey.
- 1876 - Björn Gunnlaugsson, landmælingamaður og höfundur stjörnufræðirita (f. 1788).
- 1891 - Napoléon Joseph Charles Paul Bonaparte, franskur stjórnmálamaður (f. 1822).
- 1917 - Franz Brentano, austurrískur heimspekingur (f. 1838).
- 1938 - Jón Baldvinsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1882).
- 1956 - Irène Joliot-Curie, frönsk vísindakona (f. 1897).
- 1976 - Luchino Visconti, ítalskur leikstjóri (f. 1906).
- 1976 - Þorsteinn M. Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1885).
- 1980 - Boun Oum, fyrrum erfðaprins í Champasak (f. 1912).
- 2003 - John Backus, bandarískur tölvunarfræðingur (f. 1924).
- 2020 - Betty Williams, norðurírskur friðarsinni (f. 1943).
- 2021 - John Magufuli, tansanískur stjórnmálamaður (f. 1959).