Úrúgvæ

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
República Oriental del Uruguay
Fáni Úrúgvæs Skjaldarmerki Úrúgvæs
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Libertad o Muerte (spænska)
Frelsi eða dauði
Þjóðsöngur:
Orientales, la Patria o la Tumba
Staðsetning Úrúgvæs
Höfuðborg Montevídeó
Opinbert tungumál spænska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Luis Alberto Lacalle Pou
Varaforseti Beatriz Argimón
Sjálfstæði frá Brasilíu
 - Yfirlýst 25. ágúst, 1825 
 - Viðurkennt 28. ágúst, 1828 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
89. sæti
176.215 km²
1,5
Mannfjöldi
 - Samtals (2019)
 - Þéttleiki byggðar
132. sæti
3.518.552
19,8/km²
VLF (KMJ) áætl. 2020
 - Samtals 86,562 millj. dala (92. sæti)
 - Á mann 24.516 dalir (59. sæti)
VÞL (2019) Increase2.svg 0.817 (55. sæti)
Gjaldmiðill úrúgvæskur pesi (UYU)
Tímabelti UTC-3
Þjóðarlén .uy
Landsnúmer 598

Úrúgvæ er land í Suður-Ameríku með landamæriBrasilíu í norðri, Argentínu í vestri (við Río de la Plata) og strönd að Suður-Atlantshafinu í suðri og austri. Rúmlega þriðjungur íbúanna býr í höfuðborginni Montevídeó. Úrúgvæ er næstminnsta land álfunnar á eftir Súrínam.

Einu íbúar landsins sem vitað er um fyrir landnám Evrópubúa voru Charrúar. Spánverjar komu þangað fyrst árið 1516 en sökum andspyrnu íbúanna og skorts á silfur- og gullnámum settust þeir þar ekki að nema í litlum mæli fram á 17. öld. Árið 1669 hófu Portúgalar að reisa virki í Colonia del Sacramento við ströndina. Spánverjar brugðust við útþenslustefnu Portúgala með auknu landnámi og snemma á 18. öld stofnuðu þeir borgina Montevídeó. Spánverjar, Portúgalar og Bretar tókust á um yfirráð í landinu í upphafi 19. aldar. Barátta fyrir sjálfstæði landsins hófst skömmu eftir Napóleonsstyrjaldirnar. Um 1820 lögðu Portúgalir landið undir sig. Úrúgvæ varð hluti af Brasilíu sem héraðið Cisplatina. Skömmu síðar hófst sjálfstæðisstríð sem lyktaði með sjálfstæði Úrúgvæ árið 1830. Nokkrum árum síðar hófst borgarastyrjöld í landinu þar sem stríðsaðilar fengu stuðning ýmist frá Argentínu eða Brasilíska keisaradæminu. Eftir að stríðinu lauk jókst innflutningur fólks, aðallega frá Ítalíu og Spáni. Seint á 6. áratug 20. aldar gekk landið í gegnum kreppu sem leiddi til óeirða. Þá var skæruliðahreyfingin Tupamaros stofnuð. Árið 1968 var neyðarástandi lýst yfir og herinn tók svo völdin í landinu árið 1973. Lýðræði var aftur komið á árið 1984.

Efnahagslíf Úrúgvæ byggist aðallega á landbúnaði, einkum útflutningi nautgripa- og sojaafurða. Landið gekk í gegnum erfiða kreppu milli 1999 og 2002 en síðan mikinn hagvöxt frá 2004 til 2007. Landið var eina Suður-Ameríkulandið sem þurfti ekki að glíma við samdrátt á árunum 2007 til 2011.

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnsýslueiningar[breyta | breyta frumkóða]

Úrúgvæ skiptist í 19 umdæmi með lýðræðislega kjörna umdæmisstjórn. Umdæmisstjóri fer með framkvæmdavald og umdæmisráð með löggjafarvald.

Kort Umdæmi Höfuðstaður Stærð (km2) Íbúafjöldi (manntal 2011)[1]
Kort af umdæmum Úrúgvæ Artigas Artigas 11.928 73.162
Canelones Canelones 4.536 518.154
Cerro Largo Melo 13.648 84.555
Colonia Colonia del Sacramento 6.106 122.863
Durazno Durazno 11.643 57.082
Flores Trinidad 5.144 25.033
Florida Florida 10.417 67.093
Lavalleja Minas 10.016 58.843
Maldonado Maldonado 4.793 161.571
Montevideo Montevídeó 530 1.292.347
Paysandú Paysandú 13.922 113.112
Río Negro Fray Bentos 9.282 54.434
Rivera Rivera 9.370 103.447
Rocha Rocha 10.551 66.955
Salto Salto 14.163 124.683
San José San José de Mayo 4.992 108.025
Soriano Mercedes 9.008 82.108
Tacuarembó Tacuarembó 15.438 89.993
Treinta y Tres Treinta y Tres 9.529 48.066
Alls 175.016 3.251.526

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Censos 2011 – Instituto Nacional de Estadistica“. Instituto Nacional de Estadística. Sótt 13. janúar 2012.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.