Davíðspenninn
Útlit
Davíðspenninn voru íslensk bókmenntaverðlaun kennd við Davíð Stefánsson frá Fagraskógi sem Félag íslenskra rithöfunda veitti á árunum frá 1991 til 1997 á afmælisdegi skáldsins 21. janúar.
Verðlaunahafar
[breyta | breyta frumkóða]- 1997 - Ólafur Jóhann Ólafsson fyrir Lávarður heims
- 1996 - Engin verðlaun veitt
- 1995 - Gunnar Dal fyrir Að elska er að lifa
- 1994 - Engin verðlaun veitt
- 1993 - Vigdís Grímsdóttir fyrir Stúlkan í skóginum
- 1992 - Guðmundur L. Friðfinnsson fyrir Þjóðlíf og þjóðhættir
- 1991 - Kristján Karlsson fyrir Kvæði 90