Fara í innihald

Jedward

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jedward
John og Edward á tónleikaferðalaginu X Factor Live 2010
John og Edward á tónleikaferðalaginu X Factor Live 2010
Upplýsingar
Fæðing16. október 1991 (1991-10-16) (32 ára)
Önnur nöfnJohn og Edward
UppruniDyflinn, Írland
Ár2009-
StefnurPopp, hipp hopp
ÚtgáfufyrirtækiSony Music UK (janúar 2010 – mars 2010)
Universal Music Ireland (mars 2010 – )
MeðlimirJohn Grimes
Edward Grimes
Vefsíðaplanetjedward.net

Jedward er írskur poppdúett tvíburanna John og Edward Grimes (fæddir 16. október 1991 í Dyflinni, Írlandi). Þeir komu fyrst fram sem John & Edward í sjöttu þáttaröð X Factor 2009. Þeir lentu í sjötta sæti[1] og umboðsmaður þeirra er Louis Walsh, sem var lærimeistari þeirra í þættinum.[2]

Jedward hafa gefið út tvær breiðskífur, Planet Jedward og Viktory, sem báðar urðu tvöföld platína í Írlandi.[3][4] Þeir hafa gefið út sjö smáskífur, þar á meðal Lipstick, sem var framlag Írlands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2011. Jedward tóku einnig þátt í keppninni 2012 með laginu Waterline.

Jedward eru einnig þekktir fyrir framkomu sína í sjónvarpsþáttum, þar á meðal Jedward's Big Adventure, OMG! Jedward's Dream Factory og fyrir þáttöku í Celebrity Big Brother 2011.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Jedward bow out of X Factor show“. BBC News. 23 nóvember 2009. Sótt 23. nóvember 2009.
  2. „Manager (2009)“. The Daily Telegraph. London. 4. desember 2009. Sótt 18. febrúar 2010.
  3. „2010 Certification Awards“. The Irish Charts. Sótt 5. maí 2012.
  4. „2011 Certification Awards“. The Irish Charts. Sótt 5. maí 2012.
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.