Indland
Lýðveldið Indland | |
भारत गणराज्य Bhārat Ganarājya | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Satyameva Jayate (sanskrít) Sannleikurinn einn sigrar | |
Þjóðsöngur: Jana Gana Mana | |
Höfuðborg | Nýja-Delí |
Opinbert tungumál | Hindí, enska og 21 annað tungumál |
Stjórnarfar | Lýðveldi, sambandsríki
|
Forseti | Droupadi Murmu |
Forsætisráðherra | Narendra Modi |
Sjálfstæði | |
• frá Bretlandi | 26. janúar 1950 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
7. sæti 3.287.469 km² 9,6% |
Mannfjöldi • Samtals (2018) • Þéttleiki byggðar |
2. sæti 1.352.642.380 368/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2013 |
• Samtals | 4.962 millj. dala (3. sæti) |
• Á mann | 3.991 dalir (133. sæti) |
VÞL (2012) | 0.554 (136. sæti) |
Gjaldmiðill | Indversk rúpía |
Tímabelti | IST (UTC +5:30) |
Þjóðarlén | .in |
Landsnúmer | +91 |
Indland er annað fjölmennasta land jarðarinnar og það sjöunda stærsta að flatarmáli. Þar búa yfir 1,3 milljarðar manna (júní 2018) eða um 17,5% jarðarbúa. Landið markast af Indlandshafi í suðri, Arabíuhafi í suðvestri og Bengalflóa í suðaustri. Á síðustu 20 árum hefur Indland vaxið mikið bæði hvað varðar fólksfjölda og áhrif á svæðinu. Indland er langfjölmennasta lýðræðisríki heimsins og vaxandi hernaðarveldi. Það hefur yfir að ráða kjarnorkuvopnum og einum stærsta herafla heimsins. Indland er 3,3 milljón ferkílómetrar að stærð. Þar eru töluð um 200 tungumál.
Landið er í Suður-Asíu með 7000 km langa strandlengju við Indlandshaf. Indland á landamæri að Pakistan í vestri, Kína, Nepal og Bútan í norðaustri, Mjanmar og Bangladess í austri. Srí Lanka, Maldíveyjar og Indónesía eru nærliggjandi eyríki í Indlandshafi. Andaman- og Níkóbareyjar tilheyra Indlandi.
Á Indlandi voru mörg af elstu siðmenningarsamfélögum heims og landið hefur getið af sér fjögur af stærstu trúarbrögðum okkar samtíma: hindúatrú, búddatrú, jainisma og síkisma. Landið var hluti af Breska heimsveldinu frá 19. öld til 1947 þegar það hlaut sjálfstæði.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Elstu ummerki um Homo erectus á Indlandi eru 500.000 ára gömul og elstu merki um Homo sapiens eru 75.000 ára gömul. Indusdalsmenningin kom upp á svæði sem nú skiptist milli Indlands og Pakistan um 3300 f.Kr. Á eftir henni fylgdi Vedatímabilið þar sem grunnur var lagður að hindúatrú og indverskri menningu. Á þriðju öld f.Kr. sameinaði Ashoka keisari mikinn hluta Suður-Asíu og bjó til Maurya-veldið. Við endalok þess árið 180 f.Kr. braust út stríð sem stóð í tæpa öld.
Næstu aldirnar skiptist Indlandsskagi milli nokkurra Miðríkja eins og Guptaveldisins. Suðurhluti skagans skiptist milli ættarveldanna Chola, Chalukya, Pandya og Pallava. Á miðöldum blómstraði menning og trúarlíf hindúa á Suður-Indlandi sem hafði áhrif langt út fyrir skagann.
Tyrkískir og afganskir múslimar stofnuðu nokkur ríki á Norður-Indlandi frá 13. öld. Það fyrsta var Soldánsdæmið Delí sem stóð frá 1206 til 1526. Á sama tíma urðu til öflug ríki hindúa; Vijayanagara-veldið (1336-1646), Gajapati-ríkið (15. og 16. öld) og furstadæmin í Rajputana. Á norðurhluta Deccan-hásléttunnar komu upp nokkur soldánsdæmi á 16. og 17. öld. Mógúlveldið lagði norðurhluta Indlandsskagans undir sig á 16. öld. Því tók að hnigna á 18. öld um leið og Marattaveldið reis til áhrifa.
Seint á 18. öld lagði Breska Austur-Indíafélagið stóra hluta Indlandsskagans undir sig eftir nokkur átök við Marattaveldið. Óánægja með stjórn fyrirtækisins leiddi til uppreisnarinnar 1857. Í kjölfar hennar innlimuðu Bretar Indland sem krúnunýlendu. Í upphafi 20. aldar hófst sjálfstæðisbarátta Indlands. Einn leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar var Mahatma Gandhi sem boðaði friðsamleg mótmæli. Þann 15. ágúst 1947 hlaut Indland sjálfstæði undan breska konungsvaldinu og í kjölfarið var Breska Indlandi skipt í Pakistan og Indland. Furstafylkin sem notið höfðu sjálfstæðis að nafninu til gengu öll inn í nýju ríkin. Stjórnarskrá Indlands tók formlega gildi þann 26. janúar 1950. Fyrsti lýðræðislega kjörni leiðtogi Indlands var forsætisráðherrann Jawaharlal Nehru.
Fylki
[breyta | breyta frumkóða]Indland er sambandsríki með 29 fylki og 7 alríkishéruð. Þau eru:
Fylki
1. Andhra Pradesh | 2. Arunachal Pradesh | 3. Assam | 4. Bíhar | 5. Chhattisgarh |
6. Góa | 7. Gujarat | 8. Haryana | 9. Himachal Pradesh | 10. Jammú og Kasmír |
11. Jharkhand | 12. Karnataka | 13. Kerala | 14. Madhya Pradesh | 15. Maharashtra |
16. Manipur | 17. Meghalaya | 18. Mizoram | 19. Nagaland | 20. Odisha |
21. Púnjab | 22. Rajasthan | 23. Sikkim | 24. Tamil Nadu | 25. Tripura |
26. Uttar Pradesh | 27. Uttarakhand | 28. Vestur-Bengal | 29. Telangana |
Alríkishéruð
A. Andaman- og Níkóbareyjar | B. Chandigarh | C. Dadra og Nagar Haveli | D. Daman og Diu | E. Lakshadweep |
F. Delí | G. Puducherry |
Stærstu borgir
[breyta | breyta frumkóða]Taflan sýnir tíu stærstu borgir á Indlandi og hvaða fylkjum þær tilheyra.
Borg | Íbúafjöldi | Ríki |
---|---|---|
Mumbai | 13.662.885 | Maharashtra |
Delí | 11.954.217 | Delí |
Kolkata | 7.780.544 | Vestur-Bengal |
Hyderabad | 6.893.640 | Telangana |
Bangalore | 5.180.533 | Karnataka |
Chennai | 4.562.843 | Tamil Nadu |
Ahmedabad | 3.867.336 | Gujarat |
Pune | 3.230.322 | Maharashtra |
Surat | 3.124.249 | Gujarat |
Kanpur | 3.067.663 | Uttar Pradesh |