Dallas (sjónvarpsþáttur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Dallas
Dallas.svg
Tegund Sápuópera
Búið til af David Jacobs
Leikarar Barbara Bel Geddes
Jim Davis
Patrick Duffy
Larry Hagman
Victoria Principal
Charlene Tilton
Linda Gray
Steve Kanaly
Ken Kercheval
Susan Howard
Howard Keel
Priscilla Beaulieu Presley
Donna Reed
Dack Rambo
Sheree J. Wilson
George Kennedy
Cathy Podewell
Sasha Mitchell
Kimberly Foster
Lesley-Anne Down
Barbara Stock
Höfundur stefs Jerrold Immel
Upprunaland Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
Frummál enska
Fjöldi þáttaraða 14
Fjöldi þátta 357
Framleiðsla
Framleiðslufyrirtæki Lorimar Productions
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöð CBS
Fyrsti þáttur í 2. apríl 1978
Síðsti þáttur í 3. maí 1991
Sýnt 2. apríl 19783. maí 1991
Tímatal
Framhald Dallas: J.R. snýr aftur (1996)
Tengdir þættir Knots Landing (1979-93)
Tenglar
Heimasíða
Síða á IMDb
TV.com síða

Dallas var bandarísk sjónvarpsþáttaröð sem var sýnd á CBS-sjónvarpsstöðinni frá 1978 til 1991. Þættirnir fjölluðu um auðuga fjölskyldu í Texas, Ewing-fjölskylduna, sem bjó á búgarðinum Southfork. Upphaflega snerust þættirnir aðallega um hjónaband Bobby Ewing (Patrick Duffy) og Pamelu Barnes (Victoria Principal) en fjölskyldur þeirra voru svarnir andstæðingar í átökum yfir olíuauð. Brátt varð þó hinn illi auðjöfur J. R. Ewing (Larry Hagman) að aðalpersónu þáttanna ásamt konu sinni, Sue Ellen (Linda Gray). Þegar þáttaröðinni lauk í maí 1991 var J. R. eina persónan sem komið hafði fram í öllum þáttunum.

Þættirnir voru um 50 mínútna langir og voru sýndir á besta tíma. Þeir byggðust á nokkrum samtvinnuðum fléttum (sagnasveig) sem hver tók nokkra þætti. Næstum öllum þáttunum lauk á spennuatriði („cliffhanger“). Alls urðu þættirnir 357 og þáttaraðirnar 14. Dallas er því ein af lengstu sjónvarpsþáttaröðum bandarískrar sjónvarpssögu, á eftir Bonanza (430 þættir), Law & Order (456 þættir) og Gunsmoke (635 þættir). Þættirnir fengu Emmyverðlaun fjórum sinnum.

Dallas varð fyrirmynd margra annarra þáttaraða með söguþráð sem snerist um auðmannsfjölskyldur og ættarerjur eins og Dynasty (ABC 1981-1989), Falcon Crest (CBS 1981-1990) og Santa Barbara (NBC 1984-1993).

Þættirnir voru sýndir víða um heim. Á Íslandi voru þeir fyrst sýndir í Kanasjónvarpinu frá 1979. Ríkisútvarpið hóf útsendingar á þeim 6. maí 1981. Þættirnir voru sýndir í Rúmeníu á tímum kommúnistastjórnar Nicolae Ceaușescu þar sem hann taldi boðskap þeirra vera andkapítalískan.


Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.