Úkraína

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Úkraína
Україна
(Ukrayina)
Fáni Úkraínu Skjaldarmerki Úkraínu
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Ще не вмерла України ні слава, ні воля
(Shche ne vmerla Ukrayiny ni slava, ni volya)
(
Sæmd Úkraínu hefur ekki glatast, og ekki frelsi hennar)
Staðsetning Úkraínu
Höfuðborg Kænugarður
Opinbert tungumál Úkraínska
Stjórnarfar Lýðveldi, hálf-forsetaræði

Forseti Volodimír Selenskij
Forsætisráðherra Denys Sjmyhal
Þingforseti Dmytro Razumkov
Sjálfstæði frá Sovétríkjunum
 - Yfirlýst 24. ágúst 1991 
 - Þjóðar­atkvæðagreiðsla 1. desember 1991 
 - Staðfest 25. desember 1991 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
44. sæti
603.700 km²
7
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
27. sæti
45.426.200
78/km²
VLF (KMJ) áætl. 2007
 - Samtals 399,866 millj. dala (29. sæti)
 - Á mann 8.624 dalir (83. sæti)
VÞL 0.788 (76. sæti)
Gjaldmiðill hrinja, гривня (UAH)
Tímabelti EET (UTC+2)
sumartími: EEST (UTC+3)
Þjóðarlén .ua
Landsnúmer 380

Úkraína (úkraínska: Україна/Úkrajína) er lýðveldi í Austur-Evrópu við strönd Svartahafs. Það á landamæri að Rússlandi í austri, Hvíta-Rússlandi í norðri og Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi, Rúmeníu og Moldóvu í vestri.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Úkraína var miðja fyrsta slavneska ríkisins, Garðaríkis sem stofnað var af Væringjum (sænskum víkingum) og var stærsta og öflugasta ríki Evrópu á 10. og 11. öld. Innbyrðis deilur og innrás Mongóla veiktu ríkið sem var þá innlimað í Stórhertogadæmið Litháen sem seinna varð að Pólsk-litháíska samveldinu. Menningarleg og trúarleg arfleifð Garðaríkis hélt lífinu í úkraínskri þjóðernishyggju næstu aldirnar. Nýtt ríki kósakka var stofnað í Úkraínu um miðja 17. öld eftir uppreisn gegn Pólverjum, ríkið var formlega hluti af Rússneska keisaradæminu en var í raun nánast alveg sjálfstætt í meira en 100 ár. Á seinni hluta 18. aldar lögðu Rússar undir sig megnið af landi Úkraínu.

Eftir fall Rússneska keisaradæmisins 1917 lýsti Úkraína yfir sjálfstæði sínu um skamma hríð (19171920) en var þá innlimað á ný, nú inn í Sovétríkin. Tvær manngerðar hungursneyðir riðu yfir landið (19211922 og 19321933) þegar samyrkjubúskapur var innleiddur með valdi í landinu, yfir átta milljónir manna létu lífið í þessum hörmungum. Úkraína varð að blóðugum vígvelli í Síðari heimsstyrjöld þar sem herir Þýskalands og Sovétríkjanna börðust hatrammri baráttu sem kostaði sjö til átta milljónir mannslífa. Sjálfstæði náðist á ný með falli Sovétríkjanna 1991 en mörg vandamál blasa við hinu unga lýðveldi. Völd ríkisins eru enn þá gríðarleg og spilling er mikil sem hefur tafið fyrir efnahagsumbótum, einkavæðingu og innleiðslu borgaralegra réttinda.

Héraðaskipting[breyta | breyta frumkóða]

Úkraína skiptist í 24 héruð (úkraínska: область), 1 sjálfstjórnarlýðveldi (Sjálfstjórnarlýðveldið Krím) og 2 borgir með sérstöðu: Kíev og Sevastópol:

Hérað Úkraískt heiti Höfuðborg
Vínnycka oblast Вінницька область Vínnytsia
Volynska oblast Волинська область Lutsk
Dnípropetrovska oblast Дніпропетровська область Dnípró
Donecka oblast Донецька область Donetsk
Zjytómýrska oblast Житомирська область Zjytómýr
Zakarpatska oblast Закарпатська область Uzhhorod
Zapórizjska oblast Запорізька область Saporízja
Ívano-Frankívska oblast Івано-Франківська область Івано-Франківськ
Kyjívska oblast Київська область Kænugarður
Kropyvnytska oblast Кропивницька область Kropyvnytskyi
Luhanska oblast Луганська область Luhansk
Lvivska oblast Львівська область Lviv
Mykolajivska oblast Миколаївська область Mykolajív
Odeska oblast Одеська область Odessa
Poltavska obaslt Полтавська область Poltava
Rivnenska oblast Рівненська область Rívne
Sumska oblast Сумська область Súmy
Ternopilska oblast Тернопільська область Ternopíl
Harkívska oblast Харківська область Harkív
Hersónska oblast Херсонська область Hersón
Khmelnytska oblast Хмельницька область Khmelnitsky
Tjérkaska oblast Черкаська область Tjérkasy
Tjérnivetska oblast Чернівецька область Tjérnivci
Tjérnihivska oblast Чернігівська область Tjérnihiv
Sjálfstjórnarlýðveldið Krím Автономна Республіка Крим Símferopol
Kænugarður Київ Kænugarður
Sevastópol Севастополь Sevastópol

Efnahagsmál[breyta | breyta frumkóða]

Menning[breyta | breyta frumkóða]

Bókmenntir[breyta | breyta frumkóða]

Fjölmiðlar[breyta | breyta frumkóða]

Tónlist[breyta | breyta frumkóða]

Íþróttir[breyta | breyta frumkóða]

Matargerð[breyta | breyta frumkóða]

Myndasafn[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist