Nagornó-Karabak-lýðveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Լեռնային Ղարաբաղի Հանրապետություն
Lernayin Gharabaghi Hanrapetut'yun
Fáni Nagornó-Karabak Skjaldarmerki Nagornó-Karabak
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Ազատ ու Անկախ Արցախ (armenska)
Azat u Ankakh Artsakh (umritun)
Frjálst og sjálfstætt Artsak
Staðsetning Nagornó-Karabak
Höfuðborg Stepanakert
Opinbert tungumál armenska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti
Forsætisráðherra
Bako Sahakyan
Arayik Harutyunyan
Sjálfstæði frá Aserbaídsjan
 - Yfirlýst 2. september 1991 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
*. sæti
11.458,38 km²
N/A
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
*. sæti
146.573
(2005) 11,8/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2010
1,6 millj. dala (*. sæti)
2.581 dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill armenskt dram (AMD)
Tímabelti UTC+4
Þjóðarlén .N/A
Landsnúmer 374 47

Nagornó-Karabak-lýðveldið, einnig nefnt Artsak-lýðveldið, er sjálfstætt ríki án alþjóðlegrar viðurkenningar sem sleit sig frá Aserbaídsjan árið 1991. Aðeins þrjú ríki án aðildar að Sameinuðu þjóðunum hafa viðurkennt það formlega: Suður-Ossetía, Abkasía og Transnistría. Í landinu er töluð armenska, sami gjaldmiðill er notaður og í Armeníu og fáni landsins er eins og armenski fáninn nema hvað ör liggur meðfram hægri hlið hans. Landsvæði ríkisins eru tæpir 11.500 ferkílómetrar og mannfjöldi er rúmlega 140.000.

Lýðveldið Nagornó-Karabak nær nú yfir stærstan hluta sögulega héraðsins Nagornó-Karabak auk hernámssvæða Armena í Aserbaídsjan. Það liggur því að landamærum Armeníu í vestri, Aserbaídsjan í norðri og austri og Íran í suðri.

Nagornó-Karabak á rætur að rekja til armenska héraðsins Artsak sem var hluti af Konungsríkinu Armeníu fram á 4. öld. Þar stóðu síðan nokkur armensk furstadæmi sem heyrðu undir ýmis ríki og síðast Persaveldi þar til héraðið varð hluti af Rússneska keisaradæminu árið 1813. Eftir Rússnesku byltinguna 1917 varð héraðið hluti af Sambandslýðveldi Transkákasus en árið eftir leystist sambandsríkið upp og Fyrsta armenska lýðveldið, Fyrsta aserbaídsjanska lýðveldið og Fyrsta georgíska lýðveldið urðu til. Átök brutust út milli þjóðarbrota og trúarhópa í þessum löndum um leið og bardagar stóðu milli Tyrkjaveldis og rússneskra bolsévika. Bretar tóku yfir stjórn svæðisins í desember 1918. Bretar og Aserar gerðu tilraunir til að innlima héraðið í Aserbaídsjan. Þetta leiddi meðal annars til stríðs um Nagornó-Karabak árið 1920. Skömmu síðar urðu Georgía og Armenía hluti af Sovétríkjunum og héraðið varð Sjálfstjórnarhéraðið Nagornó-Karabak innan landamæra Sovétlýðveldisins Aserbaídsjan. Við upplausn Sovétríkjanna kom aftur upp spurningin um stöðu héraðsins. Armenía lagði þá undir sig stóran hluta Vestur-Aserbaídsjan með stuðningi Rússa í stríðinu um Nagornó-Karabak en bæði Tyrkland og Íran studdu Aserbaídsjan og kröfðust þess að Armenar drægju herlið sitt til baka. Báðir aðilar stunduðu þjóðernishreinsanir á þeim svæðum sem þeir náðu að leggja undir sig. Árið 1994 var samið um vopnahlé sem stendur enn. Árið 2016 urðu átök að nýju þar sem 30 manns létu lífið. [1]

Í landinu er kjörinn forseti og einnar deildar þing með 33 sætum. Kjörtímabil til þings eru 5 ár og eiga fjórir flokkar sæti á þingi: Frjálst móðurland (14 fulltrúar), Lýðræðisflokkur Artsak (7 fulltrúar), Hið armenska byltingarsamband (6 fulltrúar) og óflokksbundnir (6 fulltrúar).

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Frosið stríð sem gæti þiðnað Rúv. skoðað 8. apríl, 2016.
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.