Aung San Suu Kyi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Aung San Suu Kyi
Remise du Prix Sakharov à Aung San Suu Kyi Strasbourg 22 octobre 2013-18.jpg
Ríkisráðgjafi Mjanmar
Núverandi
Tók við embætti
6. apríl 2016
Persónulegar upplýsingar
Fædd19. júní 1945
Rangoon, Búrma
MakiMichael Aris (1971-1999)
TrúarbrögðTheravada Búddismi
BörnKim og Alexander
HáskóliUniversity of Delhi
St Hugh's College, Oxford
University of London

Aung San Suu Kyi er stjórnmálamaður frá Mjanmar sem áður hét Búrma. Hún er leiðtogi stjórnarmeirihlutans og leiðtogi National League for Democracy (NLD) í Mjanmar.

1990 vann flokkur hennar, NLD, 52% atkvæða og 80% sæta á landsþinginu.[1] Fyrir kosningarnar var hún handtekin og sett í stofufangelsi. Henni var sleppt úr stofufangelsi 13. nóvember 2010, eftir 15 ára fangelsisvist yfir 21 árs tímabil.[2] Á meðan hún var í stofufangelsi fékk hún Sakharov-verðlaunin 1990[3] og friðarverðlaun Nóbels 1991.[4]

Í kosningunum 1. apríl 2012, þar sem kosið var um hluta þingsæta landsþingsins, var hún kosin í neðri deild þingsins fyrir fylkið Kawhmu. Flokkur hennar vann 43 af 45 lausum sætum í neðri deild þingsins.[5]

Í kosningunum 2015 vann NLD 85% atkvæða og 58% sæta á landsþinginu. Hún getur þó ekki sóst eftir forsetaembættinu því samkvæmt stjórnarskrá Búrma geta aðilar sem eiga ættingja með erlendan ríkisborgararétt ekki orðið forsetar landsins. Aung á tvo syni sem hafa báðir breskan ríkisborgararétt.[6]

Aung hefur verið ríkisstjórnarleiðtogi Mjanmar með titilinn „ríkisráðgjafi“ frá árinu 2016. Eftir að hún komst til valda hafa mannréttindahópar gagnrýnt hana fyrir að beita sér ekki gegn ofsóknum mjanmarska hersins á Róhingjum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Myanmar's 2015 landmark elections explained BBC
  2. Burma releases Aung San Suu Kyi BBC
  3. Aung San Suu Kyi receives Sakharov Prize, finally CNN
  4. Aung San Suu Kyi accepts Nobel peace price The guardian
  5. Myanmar confirms sweeping election victory for Suu Kyi's party CNN
  6. Aung San Suu Kyi's NLD wins historic majority in Myanmar election CNN
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.