Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (enska: Eurovision Song Contest; franska: Concours Eurovision de la chanson) er árleg söngvakeppni send út í sjónvarpi og útvarpi milli þjóða sem hafa ríkissjónvarpsstöðvar sem eru í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Hún var fyrst haldin árið 1956. Nafnið getur verið nokkuð villandi þar sem aðild að sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva er ekki bundin við að stöðin sé rekin í evrópsku landi. Nokkur lönd utan Evrópu svo sem Ísrael, Marokkó og Ástralía hafa sent fulltrúa sína í keppnina.
Sigurvegarar[breyta | breyta frumkóða]
Framlag Íslands til Söngvakeppninnar[breyta | breyta frumkóða]
Ísland tók fyrst þátt árið 1986 og sýnir taflan hér að neðan nafn lags og flytjanda og það sæti sem framlagið hlaut í lokakeppninni.
Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]
- ^ Keppnin er einnig stundum kölluð Eurovision, ESC eða Evróvision en sá titill er tvíræður. Einnig hefur keppnin verið nefnd Evrópusöngvakeppnin. [1]
- RÚV og Íslensk málstöð hefur mælt með að menn segi Evrósjón (eða - en síður - Evróvisjón). Meginrökin eru þau að Evrópa heitir ekki Júrópa á íslensku, heldur Evrópa með vaffi.
- ^ Árið 1969 voru fjögur lönd sigurvegarar keppninnar, því að þá voru engar reglur til um hvað gera skyldi ef jafntefli kæmi upp.
- Írland hefur unnið keppnina oftast eða 7 sinnum.
- Árið 1993 var haldin undankeppni þar sem að nokkur lönd kepptu sem voru úr Júgóslavíu og eitt land úr Sovétríkjunum og nokkur önnur lönd sem voru sjálfstæð á tíma hinna landana.Löndin sem unnu og komust til Millstreet voru Króatía, Slóvenía og Bosnía-Hersegóvína. Keppnin var haldin í Slóveníu 3. apríl 1993.Þetta er fyrsta undankeppni Eurovision í sögunni þegar að lönd keppa saman.
- Árið 1973 sendi Noregur lag sem var sungið á 12 tungumálum,ensku,frönsku,spænsku,ítölsku,hollensku,írsku,þýsku,hebresku,bosnísku(Júgóslavía),finnsku,sænsku og norsku.Lagið var með ensku nafni,It just a game,Noregur var nr.5 í röðinni en Ísrael var nr.17 og var Ísrael að gera frumþáttöku þannig að Noregur var hálfgerðlega fyrsta landið til að syngja á hebresku í Eurovision.
- 1977 var Túnis með sæti nr. 4 í röðinni til að syngja í London en sjónvarpsstöðin dró þátttökuna til baka.Sagt er að þau vildu ekki keppa við Ísrael.Sé það rétt þá gerðist það árið 2005 að Líbanon ætlaði að taka þátt en hætti við af sömu ástæðum og það er staðfest.
- COVID-19 faraldurinn gerði það að verkum að keppninni var aflýst árið 2020.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- Vefsíða keppninnar
- Ein helsta aðdáendasíða keppninnar
- Eurovision Song Contest History[óvirkur tengill] (Entries & National Finals)
- Bresk aðdáendasíða Geymt 2007-05-26 í Wayback Machine
- Íslensk vefsíða í umsjá Ríkissjónvarpssins
- Eurovision Song Contest Geymt 2009-02-18 í Wayback Machine
- Glatkistan