Fara í innihald

Friðarverðlaun Nóbels

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Friðarverðlaun Nóbels
Nóbelsorða Jimmy Carter Bandarískjaforseta frá árinu 2002.
Veitt fyrirFramúrskarandi störf í þágu friðar: Fækkun vopna, alþjóðasamvinnu og samtök sem stuðla að friði og mannréttindastörf í þágu friðar[1]
LandNoregur
UmsjónNorska Nóbelsnefndin
Fyrst veitt1901; fyrir 123 árum (1901)
Vefsíðanobelprize.org
Nóbelsverðlaunin
Friðarverðlaun
Bókmenntir
Eðlisfræði
Efnafræði
Læknisfræði
Hagfræði

Friðarverðlaun Nóbels eða bara Friðarverðlaunin eru ein af þeim fimm verðlaunum sem sænski iðnjöfurinn Alfred Nobel stofnaði með auðæfum sínum. Í erfðaskrá sinni kvað hann á um að friðarverðlaunin skyldi veita þeim sem gert hefði mest eða unnið best að bræðralagi þjóða, unnið að afvopnun og dregið úr hernaðarmætti og fyrir að standa fyrir og vinna að friðarráðstefnum.

Friðarverðlaunin eru einu Nóbelsverðlaunin, sem veitt af öðrum en Svíum, en norska Stórþingið kýs sérstaka friðarverðlaunanefnd, sem aftur velur verðlaunaþegann.

Handhafar friðarverðlauna Nóbels

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Handhafi Land Ástæða
1901
Jean Henri Dunant Sviss Fyrir hlut sinn í stofnun Rauða krossins
Frédéric Passy Frakkland Fyrir að vera einn af stofnendum Alþjóðaþingmannasambandsins og meginskipuleggjandi Alþjóðlega friðarráðsins.
1902
Élie Ducommun Sviss Heiðursritari Alþjóðlegu friðarskrifstofunnar.
Charles Albert Gobat Aðalritari Alþjóðaþingmannasambandsins og heiðursritari Alþjóðlegu friðarskrifstofunnar.
1903
Sir William Randal Cremer Bretland Þingmaður á Breska þinginu og stofnandi Alþjóðlega gerðardómssambandsins.
1904
Institut de droit international Belgía Fyrir framlag sitt sem óopinber aðili til skilgreininga á meginreglum alþjóðaréttar.
1905
Bertha von Suttner Austurríki-Ungverjaland Róttækur friðarsinni.
1906
Theodore Roosevelt Bandaríkin Fyrir milligöngu sína í gerð friðarsáttmála til að binda enda á stríð Rússlands og Japans.
1907
Ernesto Teodoro Moneta Ítalía Byltingamaður og friðarsinni.
Louis Renault Frakkland Franskur erindreki og lögfræðingur sem barðist fyrir alþjóðalögum.
1908
Klas Pontus Arnoldson Svíþjóð Rithöfundur og friðarsinni.
Fredrik Bajer Danmörk Friðarsinni, kennari, stjórnmálamaður og frumkvöðull að bættum milliríkjasamskiptum.
1909
Auguste Marie François Beernaert Belgía
Paul-Henri-Benjamin d'Estournelles de Constant Frakkland Franskur diplómati
1910
International Peace Bureau Sviss Stofnsett árið 1891.
1911
Tobias Michael Carel Asser Holland
Alfred Hermann Fried Austurríki Blaðamaður; Stofnandi Die Friedenswarte.
1912
Elihu Root Bandaríkin
1913
Henri La Fontaine Belgía
1914 Engin verðlaun voru veitt vegna Fyrri heimsstyrjaldarinnar
1915
1916
1917
Alþjóðaráð Rauða krossins Sviss
1918 Engin verðlaun voru veitt vegna Fyrri heimsstyrjaldarinnar
1919
Woodrow Wilson Bandaríkin Forseti Bandaríkjanna og stofnandi Þjóðabandalagsins.
1920
Léon Victor Auguste Bourgeois Frakkland
1921
Hjalmar Branting Svíþjóð
Christian Lous Lange Noregur
1922
Fridtjof Nansen Noregur
1923 Engin verðlaun voru veitt
1924
1925
Austen Chamberlain Bretland
Charles Gates Dawes Bandaríkin
1926
Aristide Briand Frakkland
Gustav Stresemann Þýskaland
1927
Ferdinand Buisson Frakkland
Ludwig Quidde Þýskaland
1928 Engin verðlaun voru veitt
1929
Frank B. Kellogg Bandaríkin
1930
Lars Olof Jonathan (Nathan) Söderblom Svíþjóð
1931
Jane Addams Bandaríkin
Nicholas Murray Butler
1932 Engin verðlaun voru veitt
1933
Sir Norman Angell (Ralph Lane) Bretland
1934
Arthur Henderson Bretland
1935
Carl von Ossietzky Þýskaland
1936
Carlos Saavedra Lamas Argentína
1937
Robert Cecil, vísigreifi af Chelwood Bretland
1938
Nansenskrifstofan Sviss
1939 Engin verðlaun voru veitt vegna Seinni heimsstyrjaldarinnar
1940
1941
1942
1943
1944
Alþjóðaráð Rauða krossins Sviss
1945
Cordell Hull Bandaríkin
1946
Emily Greene Balch Bandaríkin
John Raleigh Mott
1947
Friends Service Council Bretland
American Friends Service Committee Bandaríkin
1948 Engin verðlaun voru veitt
1949
John Boyd Orr Bretland
1950
Ralph Bunche Bandaríkin
1951
Léon Jouhaux Frakkland
1952
Albert Schweitzer Frakkland
1953
George Catlett Marshall Bandaríkin
1954
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna Sviss
1955 Engin verðlaun voru veitt
1956
1957
Lester Bowles Pearson Kanada
1958
Georges Pire Belgía
1959
Philip J. Noel-Baker Bretland
1960
Albert Lutuli Suður-Afríka
1961
Dag Hjalmar Agne Carl Hammarskjöld Svíþjóð
1962
Linus Carl Pauling Bandaríkin Fyrir herferð hans gegn tilraunum með kjarnorkuvopn.
1963
Alþjóðaráð Rauða krossins Sviss
Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans
1964
Martin Luther King, Jr. Bandaríkin Leiðtogi í mannréttindabaráttu.
1965
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) Sameinuðu þjóðirnar Alþjóðleg hjálparstofnun.
1966 Engin verðlaun voru veitt
1967
1968
René Cassin Frakkland
1969
Alþjóðavinnumálastofnunin Sameinuðu þjóðirnar
1970
Norman E. Borlaug Bandaríkin
1971
Willy Brandt Vestur-Þýskaland
1972 Engin verðlaun voru veitt
1973
Henry A. Kissinger Bandaríkin Fyrir Parísarsáttmálann 1973 sem ætlað var að koma á vopnahléi í Víetnamstríðinu og að fá Bandaríkin til að kalla her sinn heim.
Lê Ðức Thọ (neitaði að veita viðtöku) Norður-Víetnam
1974
Seán MacBride Írland
Eisaku Sato Japan
1975 Andrej Dmítríjevítsj Sakharov Sovétríkin
1976
Betty Williams Bretland / Írland Stofnendur Friðarhreyfingar Norður-Írlands.
Mairead Corrigan
1977 Amnesty International Bretland
1978
Mohamed Anwar Al-Sadat Egyptaland
Menachem Begin Ísrael
1979
Móðir Teresa Indland
1980
Adolfo Pérez Esquivel Argentína
1981
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna Sameinuðu þjóðirnar Alþjóðleg hjálparstofun stofnsett árið 1951 af Sameinuðu þjóðunum
1982
Alva Myrdal Svíþjóð
Alfonso García Robles Mexíkó
1983
Lech Wałęsa Pólland
1984
Desmond Mpilo Tutu Suður-Afríka
1985
Alþjóðasamtök lækna gegn kjarnorkuvá Bandaríkin
1986
Elie Wiesel Bandaríkin
1987
Óscar Arias Sánchez Kosta Ríka
1988
Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna Sameinuðu þjóðirnar
1989
Tenzin Gyatso, 14. Dalai Lama Tíbet
1990
Mikhaíl Sergejevítsj Gorbatsjev Sovétríkin
1991
Aung San Suu Kyi Mjanmar Fyrir friðsamlega baráttu hennar fyrir lýðræði og mannréttindum.
1992
Rigoberta Menchú Tum Gvatemala
1993
Nelson Mandela Suður-Afríka
Frederik Willem de Klerk
1994
Yasser Arafat Palestína
Yitzhak Rabin Ísrael
Shimon Peres
1995
Joseph Rotblat Bretland / Pólland
Pugwash-ráðstefnurnar Kanada
1996
Carlos Filipe Ximenes Belo Austur-Tímor
José Ramos-Horta
1997
Alþjóðleg herferð fyrir jarðsprengjubanni Sviss
Jody Williams Bandaríkin
1998
John Hume Bretland / Írland Fyrir framlög þeirra til leitar friðsamlegrar lausnar á deilunni á Norður-Írlandi.
David Trimble Bretland
1999 Læknar án landamæra Sviss
2000
Kim Dae Jung Suður-Kórea
2001
Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu þjóðirnar Fyrir framlög þeirra til betur skipulagðs og friðsamlegri heims.
Kofi Annan, Photo: Harry Wad
Kofi Annan, Photo: Harry Wad
Kofi Annan Gana
2002
Jimmy Carter Bandaríkin
2003
Shirin Ebadi Íran
2004
Wangari Muta Maathai Kenía Fyrir framlög hennar til sjálfbærrar þróunnar, lýðræði og friðar.
2005
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin Austurríki Fyrir framlög þeirra til hindrunar notkunar kjarnorku í hernaði og til tryggingar þess að notkun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi sé eins örugg og unnt er.
Mohamed ElBaradei Egyptaland
2006
Muhammad Yunus Bangladess
Grameen-banki
2007
Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar Sviss
Al Gore Bandaríkin
2008
Martti Ahtisaari Finnland
2009
Barack Obama Bandaríkin
2010 Liu Xiaobo Kína Fyrir langa og friðsamlega baráttu fyrir grundvallar mannréttindum í Kína.
2011
Ellen Johnson Sirleaf Líbería Fyrir friðsamlega baráttu fyrir öryggi kvenna og fyrir réttindum kvenna til fullrar þátttöku í friðarumleitunum.
Leymah Gbowee
Tawakkul Karman Jemen
2012
Evrópusambandið Evrópa Fyrir að hafa í meira en sex áratugi stuðlað að friði og sáttum, lýðræði og mannréttindum í Evrópu
2013 Stofnunin um bann við efnavopnum (OPCW) Alþjóðlegt Fyrir umfangsmikla vinnu í þeim tilgangi að binda enda á notkun efnavopna
2014
Kailash Satyarthi Indland Fyrir baráttu þeirra gegn undirokun gagnvart börnum og unglingum og fyrir rétti allra barna til menntunar
Malala Yousafzai Pakistan
2015
Túniski þjóðarsamræðukvartettinn Túnis Fyrir framlag sitt til að koma á lýðræði í Túnis í kjölfar byltingarinnar í landinu 2011.
2016
Juan Manuel Santos Kólumbía Fyrir friðarviðræður við uppreisnarhópa í Kólumbíu.
2017
ICAN (In­ternati­onal Campaign to Abol­ish Nuc­le­ar Wea­pons) Alþjóðlegt Fyrir að koma á sátt­mála 122 ríkja um bann við kjarn­orku­vopn­um.
2018
Denis Mukwege Austur-Kongó Fyrir baráttu þeirra gegn kyn­ferðis­brot­um í stríði.
Nadia Murad Írak
2019
Abiy Ahmed Eþíópía Fyrir að koma á friði milli Eþíópíu og Erítreu.
2020
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna Alþjóðleg hjálparstofnun
2021
Maria Ressa Filippseyjar Fyrir bar­áttu þeirra fyr­ir tján­ing­ar­frelsi í heima­lönd­um þeirra.
Dmítríj Múratov Rússland
2022
Ales Bjaljatskí Hvíta-Rússland Fyrir að sýna fram á mik­il­vægi þess að halda gagn­rýni á valda­hafa á lofti og vernda grund­vall­ar­rétt­indi borg­ara.
Memorial Rússland
Miðstöð borgaralegs frelsis Úkraína
2023
Narges Mohammadi Íran Fyrir „baráttu hennar gegn kúgun kvenna í Íran og fyrir mannréttindum og frelsi öllum til handa.“
2024 Nihon Hidankyo Japan Fyrir að „heiðra þau sem lifðu árásirnar á Hiroshima og Nagasaki af, og hafa valið að nýta reynslu sína til þess að vekja von og hvetja til friðar í heiminum.“
  • Stefán Jónsson (13. ágúst 2002). „Hverjir hafa fengið friðarverðlaun Nóbels og þá fyrir hvað?“. Vísindavefurinn.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Behind the scenes of the Nobel Peace Prize“. The Nobel Prize. 28. september 2021. Afrit af uppruna á 15. desember 2023. Sótt 29. mars 2024.