Haítí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Haíti
Repiblik d Ayiti
République d'Haïti
Fáni Haítí Skjaldarmerki Haítí
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
L'Union Fait La Force
(franska: Samstaða færir styrk)
Þjóðsöngur:
La Dessalinienne
Staðsetning Haítí
Höfuðborg Port-au-Prince
Opinbert tungumál haítískt blendingsmál, franska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Jovenel Moïse
Forsætisráðherra Jean-Henry Céant
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
143. sæti
27.750 km²
0,7
Mannfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
92. sæti
9.801.664
353/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2005
13.355 millj. dala (126. sæti)
1.625 dalir (158. sæti)
Gjaldmiðill gourde (HTG)
Tímabelti UTC -5
Þjóðarlén .ht
Landsnúmer 509

Haítí er eyríki á vestari helmingi eyjunnar Hispaníólu með landamæriDóminíska lýðveldinu. Landið nær auk þess yfir eyjarnar La Gonâve, Tortúga, Les Cayemites og Ile a Vache í Karíbahafi, austan við Kúbu. Haítí var frönsk nýlenda og fyrsta landið í Ameríku til að lýsa yfir sjálfstæði, eftir einu þrælabyltingu í heimssögunni sem heppnaðist og leiddi til þess að sjálfstætt lýðveldi var stofnað. Þrátt fyrir þennan aldur er landið eitt af þeim fátækustu á vesturhveli jarðar.

Haítí varð fyrir gríðarlegum skemmdum í jarðskjálfta sem varð árið 2010 þann 12. janúar en hann mældist 7,0 á Richter og átti upptök sín skammt frá Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Ísland átti heiðurinn af því að vera fyrsta þjóðin sem kom Haítíbúum til hjálpar eftir jarðskjálftann.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.