Fara í innihald

Blind Melon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blind Melon
UppruniFáni Bandaríkjana Bandaríkin
Ár1991 – í dag
StefnurRokk
ÚtgefandiCapitol Records
MeðlimirTravis Warren
Travis Warren
Rogers Stevens
Brad Smith
Glenn Graham
Fyrri meðlimirShannon Hoon

Blind Melon er bandarísk rokkhljómsveit. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom úr árið 1992 og hét hún Blind Melon, en samkvæmt föður Brad's merkir nafnið „hippar frá Mississippi“. Frægasta lag sveitarinnar heitir No Rain og kom það út 1993.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Hljómsveitin skrifaði undir samning við Capitol Records árið 1991 og tóku upp eina skífu sem kom aldrei út. Þegar fyrsta breiðskífan kom út árið 1992 hlaut hún ekki mikla athygli í fyrstu en þegar myndbandið við No Rain kom út fór hún að seljast eins og heitar lummur. Þannig seldist No Rain í fjórfalda platínusölu um heim allan og fór hljómsveitin í tónleikaferðalag sem upphitunarhljómsveitir fyrir Neil Young, Lenny Kravitz, Soundgarden og The Rolling Stones en þurftu snögglega að hætta ferðalögum vegna fíkniefnanotkunar söngvarans Shannon Hoon.

Hljómsveitin fór í hljóðver til að hljóðrita nýja breiðskífu og Hoon fór í meðferð vegna fíkniefnavandans. Breiðskífan Soup kom út árið 1995 og hljómsveitin lagði upp í aðra tónleikaferð. Meðferðaraðili Hoon ráðlagði honum að fara ekki en Hoon hlýddi ekki. Þann 21. október fannst hann látinn vegna of stórs skammts af kókaíni. Hljómsveitin tjaslaði saman einni breiðskífu enn, Nico (1996), og gáfu ágóðann af sölunni í meðferðarverkefni fyrir tónlistarmenn sem áttu við fíkniefna- eða áfengisvanda að stríða. Hljómsveitin lagði svo upp laupana árið 1999.

Árið 2002 kom út platan Classic Masters sem útgáfufyrirtæki hljómsveitarinnar gaf út. Hlaut hún lof hlustenda og gaf hljómsveitin því út plötuna The Best of Blind Melon árið 2005 og innihélt hún geisladisk og mynddisk (DVD). Þann 15. september 2006 tilkynnti hljómsveitin að hún hyggðist taka til starfa á ný og þann 9. nóvember komu út þrjú lög; Make a Difference, For My Friends og Harmful Belly. Lögin er hægt að nálgast á vefsíðunni blindmelonmach2.com Geymt 16 nóvember 2006 í Wayback Machine.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

Smáskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • „Change“ (1993)
  • „I Wonder“ (1993)
  • „No Rain“ (1993)
  • „Tones of Home“ (1993)
  • „Galaxie“ (1995)
  • „Toes Across the Floor“ (1995)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]