23. ágúst
Útlit
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
23. ágúst er 235. dagur ársins (236. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 130 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 79 - Eldgos hófst í Vesúvíusi á Ítalíu. Í því gosi grófust borgirnar Pompeii og Herculaneum undir ösku og vikur.
- 476 - Ódóvakar, germanskur hershöfðingi, er hylltur sem rex Italiae (konungur Ítalíu) af hermönnum sínum. Ódóvakar heldur völdum yfir Ítalíu til ársins 493.
- 1387 - Margrét Valdimarsdóttir mikla varð ríkisstjóri yfir Noregi og Danmörku við lát sonar síns, Ólafs 4..
- 1572 - Bartólómeusarvígin: Húgenottar voru drepnir þúsundum saman í París og víðar um Frakkland.
- 1521 - Gústaf Vasa varð ríkisstjóri í Svíþjóð og Kristján 2. var sviptur konungstign.
- 1524 - Ríkisráð Noregs samþykkti að taka Friðrik 1. til konungs yfir Noregi (og Íslandi) og hafnaði um leið Karli Knútssyni, sem tekinn hafði verið til konungs árið áður.
- 1614 - Groningenháskóli var stofnaður í Hollandi.
- 1628 - John Felton myrti Buckingham hertoga.
- 1906 - Fyrsta símskeytið barst til Íslands frá Færeyjum.
- 1910 - Fyrsta íslenska hljómplatan kom út. Það var Pétur Á. Jónsson sem söng „Dalvísur“ eftir Jónas Hallgrímsson.
- 1914 - Fyrri heimsstyrjöldin: Japan sagði Þýskalandi stríði á hendur.
- 1939 - Molotov-Ribbentrop-samkomulagið milli Þjóðverja og Sovétríkjanna var undirritað.
- 1942 - Síðari heimsstyrjöldin: Orrustan um Stalíngrad hófst.
- 1946 - Gunnar Huseby setti Evrópumet í kúluvarpi í Osló.
- 1954 - Við fornleifauppgröft í Skálholti fannst steinkista Páls biskups Jónssonar, sem lést 1211.
- 1959 - Stytta af Jóni Arasyni biskupi eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal var afhjúpuð á Munkaþverá í Eyjafirði, en þar lærði Jón til prests.
- 1966 - 82 skip fengu samtals 16.116 lestir af síld á Íslandsmiðum og var það metafli á einum degi.
- 1967 - Frægur knattspyrnuleikur milli landsliða Íslendinga og Dana fór fram á Idrætsparken í Kaupmannahöfn. Danir sigruðu 14:2.
- 1973 - Bankaránið á Norrmalmstorgi átti sér stað í Stokkhólmi.
- 1975 - Skæruliðar Pathet Lao fóru sigurför inn í höfuðborg Laos og komu á kommúnistastjórn í landinu.
- 1985 - Fjöldahandtökur fóru fram í Soweto í Suður-Afríku eftir mótmæli gegn stjórn hvíta minnihlutans.
- 1989 - Íbúar Eistlands, Lettlands og Litháens mynduðu 600 km langa mennska keðju og kröfðust frelsis og sjálfstæðis.
- 1991 - Armenía lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1996 - Osama bin Laden skrifaði yfirlýsingu um heilagt stríð gegn herliði Bandaríkjanna í Sádí-Arabíu.
- 2000 - Kaþólski presturinn John Anthony Kaiser var myrtur í Kenýa.
- 2006 - Austurríska stúlkan Natascha Kampusch slapp úr haldi mannræningja eftir átta ára innilokun í kjallara hans. Mannræninginn, Wolfgang Priklopil, framdi sjálfsmorð.
- 2006 - FC København komst í Meistaradeild Evrópu með óvæntum 3-2-sigri á AFC Ajax Amsterdam.
- 2010 - Gíslatakan í Manila 2010: Sjö létust þegar lögreglumaður í Manila rændi rútu með ferðafólki frá Hong Kong.
- 2020 - Þýska knattspyrnuliðið Bayern München sigraði Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla með 1-0 sigri á Paris Saint-Germain.
- 2023 - Jevgeníj Prígozhín leiðtogi Wagner-hópsins og fyrrum samstarfmaður Vladimírs Pútíns lést í flugslysi í Rússlandi ásamt níu öðrum.
- 2023 - Indverska geimfarið Chandrayaan-3 lenti nálægt suðurpól tunglsins.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 970 - Ríkharður 2. af Normandí (d. 1026).
- 1740 - Ívan 4. Rússakeisari (d. 1764).
- 1754 - Loðvík 16., konungur Frakklands (d. 1793).
- 1864 - Elefþerios Venizelos, forsætisráðherra Grikklands (d. 1936).
- 1885 - Þórir Bergsson, íslenskur rithöfundur (d. 1970).
- 1896 - Jacques Rueff, franskur hagfræðingur og ráðgjafi de Gaulles, hershöfðingja og Frakklandsforseta (d. 1978).
- 1911 - Þráinn Sigurðsson knattspyrnuþjálfari og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1986).96)
- 1912 - Gene Kelly, bandarískur dansari og leikari (d. 1996).
- 1936 - Henry Lee Lucas, bandarískur fjöldamorðingi (d. 2001).
- 1946 - Jón Sigurðsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1954 - Marc Vann, bandarískur leikari.
- 1954 - Halimah Yacob, forseti Singapur.
- 1959 - Jorginho Putinatti, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1964 - Stefán Jónsson, íslenskur leikari.
- 1966 - Alberto Acosta, argentínskur knattspyrnumaður.
- 1968 - Hajime Moriyasu, japanskur knattspyrnumaður.
- 1970 - River Phoenix, bandarískur leikari (d. 1993).
- 1970 - Jay Mohr, bandarískur leikari.
- 1974 - Samantha Davies, bresk siglingakona.
- 1978 - Kobe Bryant bandarískur körfuknattleiksmaður (d. 2020).
- 1979 - Auður Lilja Erlingsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1993 - Geir Guðmundsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1996 - Yosuke Ideguchi, japanskur knattspyrnumaður.
- 2000 - Vincent Müller, þýskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 30 f.Kr. - Caesarion, sonur Kleópötru (f. 47 f.Kr.).
- 634 - Abú Bakr, arabískur kalífi (f. 573).
- 1305 - William Wallace, skosk frelsishetja (líflátinn).
- 1387 - Ólafur 4. Hákonarson, konungur Danmerkur og Noregs (f. 1370).
- 1628 - George Villiers, hertogi af Buckingham, enskur stjórnmálamaður (f. 1592).
- 1806 - Charles-Augustin de Coulomb, franskur eðlisfræðingur (f. 1736).
- 1926 - Rudolph Valentino, ítalsk-bandarískur leikari (f. 1895).
- 1927 - Nicola Sacco, ítalsk-bandarískur anarkisti (f. 1891).
- 1927 - Bartolomeo Vanzetti, ítalsk-bandarískur anarkisti (f. 1888).