Nepal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
संघीय लोकतान्त्रिक गणतन्त्र नेपाल
Sanghiya Loktāntrik Ganatantra Nepāl''
Fáni Nepals Skjaldamerki Nepals
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Móður- og föðurland er meira virði en himnaríki
Þjóðsöngur:
Sayaun Thunga Phool Ka
Staðsetning Nepals
Höfuðborg Katmandú
Opinbert tungumál nepalska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti
Forsætisráðherra
Bidhya Devi Bhandari
Khadga Prasad Oli
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
93. sæti
147.181 km²
2,8
Mannfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
40. sæti
26.494.504
180/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2005
39,14 millj. dala (87. sæti)
1.675 dalir (153. sæti)
Gjaldmiðill Nepölsk rúpía (NPR)
Tímabelti UTC+w2
Þjóðarlén .np
Landsnúmer 977

Sambandslýðveldið Nepal (nepalska: नेपाल, Nepāl) er í Himalajafjöllum milli Kína (Tíbet) og Indlands. Það var lengi vel eina konungsríki hindúa í heiminum en nepalska þingið lagði konungsveldið niður með ákvörðun sinni þann 28. maí 2008.

Nepal er landlukt land sem einkennist af háum fjallatindum í norðri og hásléttu í suðri. Landamæri Nepals í norðri liggja að Kína en í suðri, austri og vestri að Indlandi. Hæsti tindur veraldar er á landamærum Nepals og Kína.

Suðurhluti Nepals er frjósamur til ræktunar og þar er mjög þéttbýlt. Mikið rignir í Nepal, sérstaklega þegar monsún-rigningarnar skella á Himalajafjöllunum.

Nepal er 147.181 ferkílómetrar að stærð og fólksfjöldi þar er um 30 milljónir. Meirihluti íbúa Nepal eru hindúar en sögulega er landið tengt búddhisma. Nepal var einveldi í margar aldir og ríktu konungar af Shah ætt frá 1768 en þá sameinaði Prithvi Narayan Shah mörg minni konungdæmi í eitt ríki. Eftir áratuga borgarastríð milli stjórnvalda og afla sem kommúnistaflokkur Nepals fór fyrir, urðu nokkurra vikna fjöldamótmæli allra stjórnmálaflokka í Nepal til þess að 22. nóvember 2005 var samþykkt samkomulag í tólf liðum þar sem einveldi var lagt niður og lýðveldi stofnað þann 28. maí 2008. Fyrsti forseti Nepal, Ram Baran Yadav, tók við völdum 23. júlí 2008.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.