Fara í innihald

28. mars

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
FebMarApr
SuÞrMiFiLa
12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31
2024
Allir dagar


28. mars er 87. dagur ársins (88. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 278 dagar eru eftir af árinu. Vilhjálmur Vilhjálmson (söngvari) lést

  • 2004 - Fellibylurinn Katarína, fyrsti hitabeltisfellibylur sem skráður hefur verið í Suður-Atlantshafi, tók land í Brasilíu.
  • 2006 - Um milljón manns mótmæltu fyrirhugaðri atvinnulöggjöf í Frakklandi.
  • 2006 - Kadima vann sigur í kosningum í Ísrael, en hlaut þó færri atkvæði en útgönguspár gerðu ráð fyrir.
  • 2007 - Frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð var samþykkt á Alþingi.
  • 2012 - Járnbrautarbrú yfir Limafjörð í Danmörku skemmdist mikið þegar finnskt flutningaskip sigldi á hana.
  • 2018 - Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, fór í opinbera heimsókn til Kína til fundar við Xi Jinping. Þetta var í fyrsta sinn sem hann fór úr landi eftir að hann tók við embætti árið 2011.
  • 2018 - 78 létust í eldsvoða í fangageymslum lögreglustöðvarinnar í Valencia (Venesúela).
  • 2019 - Íslenska flugfélagið WOW Air varð gjaldþrota.