28. mars
Útlit
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
28. mars er 87. dagur ársins (88. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 278 dagar eru eftir af árinu. Vilhjálmur Vilhjálmson (söngvari) lést
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 193 - Pretóríuvörðurinn myrti Pertinax. Keisaradæmið var þá boðið upp og Didius Julianus bauð hæst, 300 milljón sestertíur fyrir hásætið. Landstjórarnir Clodius Albinus (í Britanníu) og Pescennius Niger (í Sýríu) gerðu báðir tilkall til keisaratignarinnar.
- 364 - Valens varð keisari Rómar.
- 845 - Víkingar réðust á París og rændu og rupluðu. Heimildir greina frá því að í fararbroddi hafi verið víkingur að nafni Reginherus sem sumir halda að hafi verið Ragnar loðbrók, en samkvæmt öðrum frásögnum var hann uppi heilli öld fyrr.
- 1193 - Leópold 5. Austurríkishertogi flutti fanga sinn, Ríkharð ljónshjarta, til Speyer og afhenti Hinrik 6. keisara hann.
- 1241 - Eiríkur plógpeningur varð konungur í Danmörku.
- 1462 - Ívan mikli tók við af föður sínum Vasilíj 2. sem stórfursti af Moskvu.
- 1584 (18. mars samkvæmt Gamla stíl) - Fjodor 1. varð Rússakeisari.
- 1696 - Konungur lagði þá kvöð á Íslendinga að senda skyldi þrjá menn úr hverri sýslu, þrjátíu alls, til að þjóna í flota eða landher Danaveldis.
- 1797 - Einkaleyfi fékkst fyrir fyrstu þvottavélinni í Bandaríkjunum.
- 1814 - Joseph-Ignace Guillotin sem fann upp fallöxina var jarðsettur í Frakklandi.
- 1854 - Krímstríðið: Bretland og Frakkland sögðu Rússum stríð á hendur.
- 1875 - Öskjugos hófst. Það er talið eitt mesta öskugos á Íslandi eftir að land byggðist. Þegar gosið hafði staðið í hálfan annan sólarhring urðu menn varir við gosmökkinn í Svíþjóð. Gosið varð til þess að mikill fjöldi íbúa á Austfjörðum fluttist til Vesturheims á næstu árum.
- 1881 - Tveir menn gengu á hafís alla leiðina frá Siglufirði til Akureyrar, en þessi vetur var með þeim hörðustu sem vitað er um á Íslandi.
- 1882 - Þýski lyfsalinn Carl Paul Beiersdorf stofnaði fyrirtækið Nivea.
- 1909 - Safnahúsið við Hverfisgötu (sem nú heitir Þjóðmenningarhúsið) var vígt. Í upphafi hýsti húsið Forngripasafnið, Landsbókasafnið, Landsskjalasafnið og Náttúrugripasafnið.
- 1929 - Nýtt geðsjúkrahús tók til starfa á Kleppi.
- 1930 - Nöfnum tyrknesku borganna Konstantínópel og Angóra var breytt í Istanbúl og Ankara.
- 1939 - Spænska borgarastríðinu lauk.
- 1956 - Alþingi samþykkti (31 gegn 18) að Bandaríkjaher skyldi yfirgefa Ísland enda ætti ekki að vera her í landinu á friðartímum. Viðræðum um brottför hersins var frestað í nóvember vegna Uppreisnarinnar í Ungverjalandi.
- 1963 - Kvikmyndin Fuglarnir eftir Alfred Hitchcock var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 1971 - Síðasti þáttur Ed Sullivan Show fór í loftið.
- 1977 - Portúgal sótti formlega um aðild að Evrópubandalaginu.
- 1978 - Vilhjálmur Vilhjálmsson, söngvari, lést í umferðarslysi í Lúxemborg.
- 1979 - Bilun í kælibúnaði í Three Mile Island-kjarnorkuverinu í Pennsylvaníu leiddi til þess að mikið af geislavirku gasi fór út í umhverfið. Þetta er talið vera versta kjarnorkuslys í sögu Bandaríkjanna.
- 1979 - Minnihlutastjórn breska verkamannaflokksins undir stjórn James Callaghan féll á vantrausti vegna misheppnaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um heimastjórn í Skotlandi og Wales.
- 1980 - Talpiot-gröfin uppgötvaðist í nágrenni Jerúsalem.
- 1986 - 6.000 útvarpsstöðvar um allan heim spiluðu lagið „We are the world“ samtímis til styrktar aðgerðum gegn hungursneyð í Afríku.
- 1988 - Atlantic Airways flaug sitt fyrsta flug milli Færeyja og Danmerkur.
- 1991 - Volkswagen Group hóf samstarf við tékkneska bílaframleiðandann Škoda automobilová.
- 1994 - Blóðbaðið við Shell House: Öryggisverðir í höfuðstöðvum Afríska þjóðarflokksins skutu á þúsundir fylgismanna Inkathahreyfingarinnar.
- 1996 - Þrír breskir hermenn voru dæmdir sekir um að hafa nauðgað og myrt Louise Jensen á Kýpur.
- 1997 - Ítalska strandgæsluskipið Sibilla sigldi á albanska vélskipið Katër i Radës með 120 flóttamenn um borð með þeim afleiðingum að 80 þeirra drukknuðu.
- 1999 - Teiknimyndaþættirnir Futurama hófu göngu sína á FOX.
- 1999 - Kosóvóstríðið: Fjöldamorðin í Podujevo og Izbica áttu sér stað.
- 2004 - Fellibylurinn Katarína, fyrsti hitabeltisfellibylur sem skráður hefur verið í Suður-Atlantshafi, tók land í Brasilíu.
- 2006 - Um milljón manns mótmæltu fyrirhugaðri atvinnulöggjöf í Frakklandi.
- 2006 - Kadima vann sigur í kosningum í Ísrael, en hlaut þó færri atkvæði en útgönguspár gerðu ráð fyrir.
- 2007 - Frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð var samþykkt á Alþingi.
- 2012 - Járnbrautarbrú yfir Limafjörð í Danmörku skemmdist mikið þegar finnskt flutningaskip sigldi á hana.
- 2018 - Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, fór í opinbera heimsókn til Kína til fundar við Xi Jinping. Þetta var í fyrsta sinn sem hann fór úr landi eftir að hann tók við embætti árið 2011.
- 2018 - 78 létust í eldsvoða í fangageymslum lögreglustöðvarinnar í Valencia (Venesúela).
- 2019 - Íslenska flugfélagið WOW Air varð gjaldþrota.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1592 - Comenius, tékkneskur kennari og rithöfundur (d. 1670).
- 1609 - Friðrik 3. Danakonungur (d. 1670).
- 1749 - Pierre-Simon Laplace, franskur stærðfræðingur (d. 1827).
- 1868 - Maxím Gorkíj, rithöfundur (d. 1936).
- 1878 - Johannes Erhardt Böggild, sendiherra Dana á Íslandi (d. 1929).
- 1886 - Sigfús M. Johnsen, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1974).
- 1897 - Sepp Herberger, þýskur knattspyrnuþjálfari (d. 1977).
- 1901 - Marta, sænsk prinsessa og síðar krónprinsessa Noregs, kona Ólafs 5. (d. 1954).
- 1910 - Ingiríður Danadrottning (d. 2000).
- 1911 - John L. Austin, breskur heimspekingur (d. 1960).
- 1914 - Jón Jónsson frá Ljárskógum, íslenskt skáld (d. 1945).
- 1926 - Ingvar Gíslason, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1936 - Mario Vargas Llosa, perúskur rithöfundur og stjórnmálamaður.
- 1940 - Luis Cubilla, úrúgvæskur knattspyrnumaður og -þjálfari (d. 2013).
- 1942 - Daniel Dennett, bandarískur heimspekingur.
- 1945 - Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.
- 1956 - Zizi Possi, brasilísk tónlistarkona.
- 1964 - Harpa Arnardóttir, íslensk leikkona.
- 1966 - Høgni Hoydal, færeyskur stjórnmálamaður.
- 1970 - Vince Vaughn, bandarískur leikari.
- 1986 - Lady Gaga (Stefani Joanne Angelina Germanotta), bandarisk söngkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 193 - Pertinax, rómverskur keisari (f. 126).
- 1241 - Valdimar sigursæli, Danakonungur (f. 1170).
- 1285 - Marteinn 4. páfi.
- 1584 - Ívan grimmi, Rússakeisari (f. 1530).
- 1619 - Gísli Þórðarson, íslenskur lögmaður (f. 1545).
- 1794 - Condorcet markgreifi, franskur heimspekingur (f. 1743).
- 1850 - Bernt Michael Holmboe, norskur stærðfræðingur (f. 1795).
- 1881 - Modest Mússorgskíj, rússneskt tónskáld (f. 1839).
- 1932 - Arinbjörn Sveinbjarnarson, bókbindari og bæjarfulltrúi (f. 1866).
- 1941 - Virginia Woolf, breskur rithöfundur (f. 1882).
- 1943 - Sergej Rakhmanínov, tónskáld og píanóleikari (f. 1873).
- 1959 - Edmond Debeaumarché, franskur andspyrnumaður (f. 1906).
- 1969 - Dwight D. Eisenhower, 34. forseti Bandaríkjanna (f. 1890).
- 1972 - Vilmundur Jónsson, íslenskur læknir (landlæknir) (f. 1889).
- 1978 - Vilhjálmur Vilhjálmsson, íslenskur söngvari (f. 1945).
- 1985 - Marc Chagall, franskur myndlistarmaður (f. 1887).
- 2008 - Gunnar Örn Gunnarsson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1946).
- 2013 - Richard Griffiths, breskur leikari (f. 1947).