Alnæmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Merki alnæmissjúklinga og þeirra sem styðja alnæmissýkta er rauður borði

Alnæmi (eða eyðni) er samsafn einkenna og sýkinga sem stafar af skertu ónæmiskerfi líkamans vegna smitunar af veirunni HIV (e. human immuno-deficiency virus). Alnæmi getur smitast á milli manna með sæði, blóðvökva eða öðrum líkamsvessum.

Alnæmissjúkdómurinn var fyrst greindur 18. júní 1981 í Los Angeles í fimm samkynhneigðum körlum. Engin þekkt lækning er til við HIV smiti en með meðferð er hægt að hægja á gangi sjúkdómsins og jafnvel halda honum niðri. Talið er að vírusinn hafi upphaflega komið úr öpum í Afríku.

Áætlað er að 38,6 milljónir séu smitaðir af sjúkdóminum og að hann hafi dregið 25 milljónir manna til dauða. Tveir af hverjum þrem eyðnissmituðum búa í Afríku sunnan Sahara. Hæst er algengi alnæmi í Botsvana (24%) og Svasíland (27%).

Alnæmi á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2011 höfðu 220 manns greinst með eyðni á Íslandi og þar af voru 50 látnir sem þýðir að um 170 íslendingar hafa eyðni það árið, sem er tíðni upp á 0.05% sem er ein sú lægsta í heimi.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.