Samvinnubanki Íslands
Útlit
(Endurbeint frá Samvinnubankinn)
Samvinnubanki Íslands var banki sem stofnaður var árið 1963 upp úr Samvinnusparisjóðnum. Bankinn var í eigu Sambands íslenskra samvinnufélaga. Hlutverk bankans var að reka almenna bankastarfsemi og veita samvinnufélögum á Íslandi aðgang að fjármagni. Á 9. áratugnum hóf SÍS að reyna að takast á við mikla skuldsetningu sína og aðildarfélaga sinna, meðal annars með því að selja eignir. Árið 1990 var samþykkt að Samvinnubankinn skyldi seldur Landsbankanum. Næstu tvö árin voru útibú bankans lögð niður og seld og 1992 rann hann inn í Landsbankann.