1981
Útlit
(Endurbeint frá Febrúar 1981)
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1981 (MCMLXXXI í rómverskum tölum) var 81. ár 20. aldar og hófst á fimmtudegi.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Grikkland gekk í Evrópubandalagið.
- 1. janúar - Myntbreytingin: Tvö núll voru tekin aftan af íslenska gjaldmiðlinum.
- 2. janúar - Breski raðmorðinginn Peter Sutcliffe var handtekinn vegna stolinna númeraplatna.
- 5. janúar - Pauli Ellefsen varð lögmaður Færeyja.
- 10. janúar - Borgarastyrjöldin í El Salvador: FMLN hóf stórsókn og lagði héruðin Morazán og Chalatenango undir sig.
- 14. janúar - Ríkisstjórn Íslands tók Barnalánið svokallaða hjá Hambros í London.
- 15. janúar - Jóhannes Páll 2. páfi tók á móti sendinefnd frá Samstöðu í Vatíkaninu.
- 16. janúar - Herlögum er aflétt á Filippseyjum.
- 20. janúar - Ronald Reagan tók við forsetaembætti Bandaríkjanna af Jimmy Carter.
- 20. janúar - Íranir slepptu 52 bandarískum gíslum sem verið höfðu í haldi í 14 mánuði.
- 21. janúar - Fyrsti bíllinn af gerðinni DeLorean DMC-12 var framleiddur á Norður-Írlandi.
- 25. janúar - Jiang Qing var dæmd til dauða í Alþýðulýðveldinu Kína.
- 27. janúar - Indónesíska farþegaskipið Tamponas 2 fórst í Jövuhafi. 580 létust.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 3. febrúar - Litla-Brekka við Suðurgötu í Reykjavík, síðasti torfbær borgarinnar, var rifin.
- 4. febrúar - Gro Harlem Brundtland varð forsætisráðherra Noregs í fyrsta sinn.
- 9. febrúar - Forsætisráðherra Póllands, Józef Pińkowski, sagði af sér. Herforinginn Wojciech Jaruzelski tók við af honum.
- 14. febrúar - Eldsvoði á diskótekinu Stardust í Dublin varð til þess að 48 létust.
- 23. febrúar - Antonio Tejero ásamt meðlimum úr spænsku herlögreglunni reyndi að fremja valdarán á Spáni en mistókst.
- 24. febrúar - Öflugur jarðskjálfti gekk yfir Aþenu með þeim afleiðingum að 22 létust og 4000 hús hrundu.
- 24. febrúar - Buckingham-höll lýsti opinberlega yfir trúlofun Karls Bretaprins og lafði Díönu Spencer.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 1. mars - Bobby Sands, meðlimur í Írska lýðveldishernum, hóf hungurverkfall í Long Kesh-fangelsi. Hann lést 5. maí sama ár.
- 7. mars - Lagið „Af litlum neista“ sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins þegar hún var haldin í fyrsta sinn.
- 11. mars - Augusto Pinochet hóf nýtt átta ára kjörtímabil sem forseti Chile.
- 13. mars - Kvikmyndin Punktur punktur komma strik var frumsýnd í Reykjavík.
- 14. mars - Íslenska skyndibitakeðjan Tommaborgarar var stofnuð.
- 17. mars - Ítalska lögreglan uppgötvaði lista með nöfnum meintra meðlima í leynireglunni P2.
- 19. mars - Þrír verkamenn létust og fimm slösuðust við prófanir á geimskutlunni Columbia.
- 27. mars - Mikil bílasýning, Auto '81, var haldin í Reykjavík. Þar voru meðal annars sýndir Rolls Royce- og Lamborghini-bílar.
- 29. mars - Lundúnamaraþonið var sett í fyrsta sinn.
- 30. mars - Ronald Reagan var skotinn í brjóstið fyrir utan hótel í Washington af John Hinckley.
- 30. mars - Kvikmyndin Chariots of Fire var frumsýnd í Bandaríkjunum.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- Apríl - Íslenska hljómplötuútgáfan Grammið var stofnuð.
- 1. apríl - Íslenska hljómsveitin Grýlurnar var stofnuð.
- 1. apríl - Sumartími var tekinn upp í Sovétríkjunum.
- 4. apríl - Breska hljómsveitin Bucks Fizz sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „Making Your Mind Up“.
- 9. apríl - Eldgos hófst í Heklu. Það stóð stutt og er venjulega talið sem framhald gossins árið áður.
- 10. apríl - Fjölflokkakerfi var tekið upp í Túnis.
- 11. apríl - Uppþotin í Brixton 1981: Mótmælendur köstuðu bensínsprengjum og rændu verslanir í Brixtonhverfinu í London.
- 12. apríl - Geimskutlu var skotið á loft í fyrsta sinn (Columbia).
- 15. apríl - Fyrsta Coca Cola-verksmiðjan í Kína hóf starfsemi.
- 19. apríl - Dýragarðurinn Le Cornelle var stofnaður í Valbrembo á Ítalíu.
- 24. apríl - Fjölflokkakerfi var tekið upp í Senegal.
- 25. apríl - Yfir 100 starfsmenn kjarnorkuvers urðu fyrir geislun á meðan viðgerð stóð yfir í Tsuruga í Japan.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. maí - Landssamband kartöflubænda var stofnað á Íslandi.
- 4. maí - Hönd var grædd á stúlku eftir vinnuslys í fyrsta sinn á Íslandi.
- 4. maí - Samtök evrópskra laganema voru stofnuð í Vínarborg.
- 6. maí - Framhaldsþátturinn Dallas hóf göngu sína í Íslenska ríkissjónvarpinu.
- 13. maí - Mehmet Ali Ağca skaut Jóhannes Pál páfa 2. á Péturstorgi í Róm.
- 21. maí - François Mitterrand varð forseti Frakklands.
- 25. maí - Persaflóasamstarfsráðið var stofnað.
- 27. maí - Fjórir menn fórust í flugslysi á Holtavörðuheiði og fannst flak vélarinnar ekki fyrr en 10. júní þrátt fyrir mikla leit.
- 30. maí - Forseti Bangladess, Ziaur Rahman, var myrtur í Chittagong.
- 31. maí - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Bókasafnið í Jaffna var brennt til grunna.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- Júní - Japanski tölvuleikurinn Frogger kom fyrst út.
- 5. júní - Fyrstu tilfelli alnæmis voru greind í Los Angeles.
- 6. júní - Lestarslysið í Bihar: Milli 500 og 800 létust þegar yfirfullir lestarvagnar féllu af teinunum ofaní Bagmatifljót á Indlandi.
- 12. júní - Bandaríska kvikmyndin Leitin að týndu örkinni var frumsýnd.
- 15. júní - Garðar Cortes óperusöngvari fékk Bjarsýnisverðlaun Brøstes þegar þau voru veitt í fyrsta sinn.
- 17. júní - Norræni tungumálasáttmálinn var undirritaður.
- 19. júní - Tveir eggjaþjófar með á annað hundrað andaregg í fórum sínum voru handteknir á leið úr landi á Keflavíkurflugvelli.
- 20. júní - Friðarganga á vegum herstöðvaandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 22. júní - Abolhassan Banisadr Íransforseti var settur af.
- 27. júní - Fyrsti paintball-leikurinn fór fram í New Hampshire.
- 27. júní - Banjúlsáttmálinn um mannréttindi var samþykktur á fundi Afríkusambandsins í Naíróbí í Kenýa.
- 28. júní - Giovanni Spadolini varð forsætisráðherra Ítalíu í fyrsta sinn.
- 28. júní - Muhammed Beheshti og sjötíu aðrir meðlimir í Íranska lýðveldisflokknum voru myrtir í sprengjuárás.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 2. júlí - Meðlimir Wonderland-gengisins í Los Angeles voru myrtir.
- 3. júlí - Toxteth-uppþotin hófust í Liverpool á Englandi.
- 7. júlí - Sandra Day O'Connor var skipuð dómari við hæstarétt Bandaríkjanna fyrst kvenna.
- 9. júlí - Japanski tölvuleikurinn Donkey Kong kom út fyrir spilakassa.
- 16. júlí - Mahathir bin Mohamad varð forsætisráðherra Malasíu.
- 17. júlí - Tvær göngubrýr á Hyatt Regency-hótelinu í Kansas City hrundu með þeim afleiðingum að 114 manns létust.
- 17. júlí - Ísraelsher gerði sprengjuárás á byggingar í Beirút með þeim afleiðingum að 300 óbreyttir borgarar létust. Aðgerðin var fordæmd um allan heim.
- 19. júlí - Á Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu var afhjúpaður minnisvarði um Þorvald víðförla og Friðrik biskup af Saxlandi.
- 21. júlí - Pandan Tohui fæddist í Chapultepec-dýragarðinum í Mexíkóborg. Hún er fyrsta pandan sem fæðst hefur í dýragarði og lifað.
- 29. júlí - Karl Bretaprins og Díana prinsessa gengu í hjónaband.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 1. ágúst - Sjónvarpsstöðin MTV hóf útsendingar.
- 5. ágúst - Ronald Reagan sagði upp 11.359 flugumferðarstjórum sem voru í verkfalli.
- 9. ágúst - Stokksnesganga er haldin á vegum Samtaka herstöðvaandstæðinga.
- 12. ágúst - IBM Personal Computer var sett á markað.
- 19. ágúst - Sidraflóaatvikið 1981: Tvær líbískar orrustuþotur voru skotnar niður af bandarískum orrustuþotum yfir Sidraflóa.
- 22. ágúst - Á Staðastað á Snæfellsnesi var afhjúpaður minnisvarði um Ara fróða Þorgilsson.
- 28. ágúst - Hallgrímur Marinósson lauk ferð sinni umhverfis landið á tíunda degi, en hann ók aftur á bak alla leiðina.
- 28. ágúst - Her Suður-Afríku gerði innrás í Angóla.
- 30. ágúst - Forseti Írans, Muhammed Ali Rajai, og forsætisráðherrann, Muhammed Javad Bahonar, voru myrtir.
- 31. ágúst - Tuttugu slösuðust þegar sprengja sprakk á Ramsteinherstöðinni í Vestur-Þýskalandi.
September
[breyta | breyta frumkóða]- September - Ríkisútvarpið tók á móti erlendu fréttaefni í gegnum gervihnött í fyrsta skipti.
- 3. september - Anwar Sadat neyddi páfa koptísku kirkjunnar, Shenouda 3., í útlegð.
- 13. september - Fjölbrautaskóli Suðurlands var settur í fyrsta sinn.
- 13. september - Borgarfjarðarbrúin var vígð, næstlengsta brú á Íslandi, 520 metra löng.
- 15. september - Út af Rit veiddist risalúða, sem reyndist vera 268 sentimetra löng og vóg yfir fjórðung úr tonni.
- 16. september - Fyrsti þátturinn í þáttaröðinni Pósturinn Páll var sendur út á BBC1.
- 18. september - Franska þingið afnam dauðarefsingu.
- 19. september - Tungufoss sökk á Ermarsundi, en allri áhöfninni var bjargað.
- 19. september - Um hálf milljón manna sótti tónleika Simon og Garfunkel í Central Park í New York-borg.
- 20. september - 300 létust þegar brasilíska fljótaskipinu Sobral Santos hvolfdi á Amasónfljóti.
- 21. september - Belís fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 23. september - Hornsteinn var lagður að Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík.
- 26. september - Fyrsta flug Boeing 767-þotu.
- 26. september - Sydneyturninn var opnaður almenningi.
- 27. september - Háhraðalest TGV hóf ferðir milli Parísar og Lyon í Frakklandi.
- 28. september - Bresku teiknimyndaþættirnir Danger Mouse hófu göngu sína á ITV.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- Október - Glerárprestakall var stofnað á Akureyri.
- 1. október - Norræna farsímakerfið (NMT) var opnað fyrir notkun.
- 1. október - Pétur Sigurgeirsson tók við embætti biskups Íslands.
- 1. október - Ökumenn og farþegar í framsæti bifreiða voru skyldaðir til þess að spenna öryggisbeltin við akstur á vegum. Um leið var heimilað að aka reiðhjólum á gangstéttum og stígum.
- 2. október - Breska hljómsveitin The Police gaf út breiðskífuna Ghost in the Machine.
- 6. október - Forseti Egyptalands, Anwar Sadat, var myrtur.
- 10. október - Um 300.000 manns mótmæltu karnavopnum í Bonn í Vestur-Þýskalandi.
- 14. október - Hosni Mubarak var settur forseti Egyptalands.
- 21. október - Andreas Papandreou varð forsætisráðherra Grikklands.
- 22. október - Hrauneyjafossvirkjun á Íslandi var gangsett.
- 27. október - Sovéski kafbáturinn S-363 strandaði við Karlskrona í Svíþjóð.
- 27. október - Forseti Finnlands, Urho Kekkonen, fór í frí af heilsufarsástæðum.
- 28. október - Hljómsveitin Metallica var stofnuð í Los Angeles.
- 31. október - Kvikmyndin Útlaginn var frumsýnd á Íslandi.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. nóvember - Antígva og Barbúda fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 9. nóvember - Þrælahald var afnumið í Máritaníu.
- 12. nóvember - Kirkjuþing ensku biskupakirkjunnar samþykkti að heimila vígslu kvenna.
- 12. nóvember - Geimskutlan Columbia fór á loft í annað sinn og var þar með fyrsta geimfarið sem var endurnýtt.
- 18. nóvember - Áttunda hrina Kröfluelda hófst og stóð hún í fimm daga.
- 21. nóvember - Landssamband framsóknarkvenna var stofnað á Íslandi.
- 21. nóvember - Um 350.000 manns mótmæltu kjarnavopnum í Antwerpen í Belgíu.
- 23. nóvember - Íran-kontrahneykslið: Ronald Reagan gaf leyniþjónustunni leyfi til að styðja við Kontraskæruliða í Níkaragva.
- 26. nóvember - Dagblaðið og Vísir sameinuðust í Dagblaðið Vísi, síðar DV.
- 26. nóvember - Broadway, veitinga- og skemmtistaður við Álfabakka í Reykjavík, var opnaður.
- 30. nóvember - Fulltrúar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna hófu afvopnunarviðræður í Genf.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- Desember - Þjórsárver voru friðlýst
- Desember - Fyrsta breiðskífa Venom, Welcome to Hell, kom út í Englandi.
- 1. desember - Inex-Adria Aviopromet flug 1308 rakst á fjall á Korsíku og fórst með 180 manns um borð.
- 4. desember - Stytta af heilagri Barböru var afhjúpuð á messudegi hennar í kapellunni í Kapelluhrauni við Straumsvík.
- 9. desember - Bandaríski aðgerðasinninn Mumia Abu-Jamal var handtekinn vegna morðs á lögreglumanni.
- 11. desember - El Mozote-blóðbaðið í El Salvador þar sem 900 manns voru drepnir af hersveitum.
- 13. desember - Wojciech Jaruzelski lýsti yfir gildistöku herlaga í Póllandi.
- 14. desember - Ísrael innlimaði Gólanhæðir.
- 15. desember - Sendiráð Íraks í Beirút eyðilagðist í bílsprengju. Sýrlandi var kennt um sprenginguna.
- 20. desember - Penlee-björgunarslysið átti sér stað undan strönd Cornwall.
- 21. desember - Belís fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 26. desember - Kvikmyndin Jón Oddur & Jón Bjarni var frumsýnd í Reykjavík.
- 26. desember - Leikritið Hús skáldsins eftir Halldór Laxness var frumflutt og þá jafnframt lagið „Maístjarnan“ eftir Jón Ásgeirsson.
- 31. desember - Jerry Rawlings varð forseti Gana eftir valdarán.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Íslenska hljómsveitin Tappi Tíkarrass var stofnuð.
- Tölvubankinn var stofnaður í Reykjavík.
- Bandaríska hljómsveitin Whodini var stofnuð í New York-borg.
- Fjölbrautarskólinn við Ármúla var stofnaður í Reykjavík.
- Bókaútgáfan Vaka var stofnuð í Reykjavík.
- Forritunarmálið BBC BASIC var gefið út.
- Hljómsveitin Grafík var stofnuð á Ísafirði.
- Bandaríska hljómsveitin Sonic Youth var stofnuð í New York-borg.
- Íslenska hljómsveitin Purrkur Pillnikk var stofnuð.
- Bandaríska hljómsveitin Metallica var stofnuð.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 8. janúar - Halla Gunnarsdóttir, íslensk blaðakona.
- 8. janúar - Genevieve Cortese, bandarísk leikkona.
- 16. janúar - Nick Valensi, bandarískur gítarleikari (The Strokes).
- 21. janúar - Daniel Heatley, kanadískur íshokkíleikari.
- 25. janúar - Alicia Keys, bandarísk söngkona.
- 28. janúar - Elijah Wood, bandarískur leikari.
- 30. janúar - Dimitar Berbatov, búlgarskur knattspyrnumaður.
- 30. janúar - Peter Crouch, enskur knattspyrnumaður.
- 31. janúar - Justin Timberlake, bandarískur söngvari.
- 2. febrúar - Emre Aydın, tyrkneskur söngvari.
- 6. febrúar - Jens Lekman, sænskur söngvari.
- 8. febrúar - Sebastian Preiß, þýskur handknattleiksmaður.
- 9. febrúar - Tom Hiddleston, enskur leikari.
- 9. febrúar - John Walker Lindh, bandaríski talibaninn.
- 11. febrúar - Kelly Rowland, bandarísk söngkona.
- 14. febrúar - Haukur S. Magnússon, íslenskur blaðamaður.
- 17. febrúar - Paris Hilton, bandarísk leikkona.
- 19. febrúar - Kyle Martino, bandarískur knattspyrnumaður.
- 20. febrúar - Tony Hibbert, enskur knattspyrnumaður.
- 23. febrúar - Gareth Barry, enskur knattspyrnumaður.
- 24. febrúar - Lleyton Hewitt, ástralskur tennisleikari.
- 25. febrúar - Park Ji-Sung, suður-kóreskur knattspyrnumaður.
- 27. febrúar - Josh Groban, bandarískur söngvari.
- 10. mars - Samuel Eto'o, kamerúnskur knattspyrnumaður.
- 10. mars - Steven Reid, enskur knattspyrnumaður.
- 11. mars - Russell Lissack, gítarleikari Bloc Party.
- 11. mars - LeToya Luckett, fyrrum meðlimur Destiny´s Child.
- 14. mars - Þorbjörg Ágústsdóttir, íslensk skylmingakona.
- 22. mars - Rakel Logadóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1. apríl - Dan Mintz, bandarískur leikari.
- 10. apríl - Bragi Þorfinnsson, íslenskur skákmaður.
- 11. apríl - Matt Ryan, velskur leikari.
- 19. apríl – Hayden Christensen, kanadískur leikari.
- 28. apríl - Jessica Alba, bandarísk leikkona.
- 29. apríl - Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, íslensk dagskrárgerðarkona.
- 30. apríl - Peter Nalitch, rússneskur söngvari.
- 5. maí - Þóra Björg Helgadóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 5. maí - Craig David, enskur söngvari.
- 15. maí - Patrice Evra, franskur knattspyrnumaður.
- 20. maí - Iker Casillas, spænskur knattspyrnumaður.
- 20. maí - Jaba, brasilískur knattspyrnumaður.
- 28. maí - Gábor Talmácsi, ungverskur vélhjólamaður.
- 29. maí - Аndrej Aršavin, rússneskur knattspyrnumaður.
- 4. júní - T.J. Miller, bandarískur leikari og uppistandari.
- 7. júní - Anna Kournikova, rússnesk tennisleikkona.
- 7. júní - Larisa Oleynik, bandarísk leikkona.
- 9. júní - Natalie Portman, bandarísk leikkona.
- 12. júní - Adriana Lima, brasilísk fyrirsæta.
- 13. júní - Chris Evans, bandarískur leikari.
- 5. júlí - Gianne Albertoni, brasilísk fyrirsæta.
- 19. júlí - Didz Hammond, enskur bassaleikari.
- 28. júlí - Michael Carrick, breskur knattspyrnumaður.
- 1. ágúst - Hans Lindberg, danskur handknattleiksmaður.
- 6. ágúst - Linda Maria Baros, franskt skáld.
- 8. ágúst - Roger Federer, svissneskur tennisleikari.
- 31. ágúst - Örn Arnarson, íslenskur sundmaður.
- 4. september - Beyoncé Knowles, bandarísk söngkona.
- 8. september - Morten Gamst Pedersen, norskur knattspyrnumaður.
- 15. september - Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 26. september - Serena Williams, bandarísk tennisleikkona.
- 3. október - Jonna Lee, sænsk söngkona.
- 4. október - Friðrik Ómar Hjörleifsson, íslenskur söngvari.
- 12. október - Indriði Sigurðsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 17. október - Snorri Steinn Guðjónsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 29. október - Lene Alexandra, norsk fyrirsæta.
- 9. nóvember - Scottie Thompson, bandarísk leikkona.
- 25. nóvember - Barbara og Jenna Bush, dætur George W. Bush forseta Bandaríkjanna.
- 25. nóvember - Xabi Alonso, spænskur knattspyrnumaður.
- 2. desember - Britney Spears, bandarísk söngkona.
- 3. desember - David Villa, spænskur knattspyrnumaður.
- 3. desember - Liza Lapira, bandarísk leikkona.
- 10. desember - Hólmar Örn Rúnarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 24. desember - Dima Bilan, rússneskur söngvari.
- 28. desember - Sienna Miller, bandarísk leikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 5. janúar - Harold Urey, bandarískur efnafræðingur (f. 1893).
- 15. febrúar - Jón Ingimarsson, íslenskur verkalýðsleiðtogi (f. 1913).
- 19. febrúar - Steinn Steinsen, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1891).
- 8. mars - Martinus Thomsen, danskur rithöfundur (f. 1890).
- 9. mars - Max Delbrück, þýskur og bandarískur sameindaerfðafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1906).
- 11. maí - Bob Marley, jamaískur tónlistarmaður (f. 1945).
- 17. maí - W.K.C. Guthrie, skoskur fornfræðingur (f. 1906).
- 31. maí - Giuseppe Pella, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1902).
- 19. júní - Lotte Reiniger, þýskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1899).
- 28. júlí - Magnús Kjartansson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1919).
- 31. ágúst - Karólína Guðmundsdóttir, íslensk veflistakona (f. 1897).
- 12. september - Eugenio Montale, ítalskt skáld (f. 1896).
- 22. september - Þórleifur Bjarnason, íslenskur rithöfundur (f. 1908).
- 22. september - Lárus Ingólfsson, íslenskur leikari (f. 1905).
- 6. október - Anwar Sadat, forseti Egyptalands (f. 1918).
- 30. október - Jón Kaldal, íslenskur ljósmyndari (f. 1896).
- 7. nóvember - Robert Maxwell Ogilvie, skoskur fornfræðingur (f. 1932).
- 7. nóvember - Will Durant, bandarískur sagnfræðingur (f. 1885).
- 22. nóvember - Sir Hans Adolf Krebs, breskur lífefnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1900).
- 26. nóvember - Alfreð Clausen, íslenskur söngvari (f. 1918).
- 26. nóvember - Max Euwe, hollenskur skákmaður (f. 1901).
- 28. nóvember - Halldóra Bjarnadóttir, íslenskur rithöfundur og skáld (f. 1873).
- 8. desember - Ferruccio Parri, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1890).
- 12. desember - J. L. Mackie, ástralskur heimspekingur (f. 1917).
- Eðlisfræði - Nicolaas Bloembergen, Arthur Leonard Schawlow, Kai M. Siegbahn
- Efnafræði - Kenichi Fukui, Roald Hoffmann
- Læknisfræði - Roger W. Sperry, David H. Hubel, Torsten N. Wiesel
- Bókmenntir - Elias Canetti
- Friðarverðlaun - Skrifstofa Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna
- Hagfræði - James Tobin